Fara í efni

Nýr ferðavefur fyrir Austurland

east.is
east.is

Ferðamálasamtök Austurlands hafa opnað nýjan ferðavef á slóðinni www.east.is. Vefurinn er allur hinn glæsilegasti og þar ætti ferðafólk að finna það sem máli skiptir varðandi ferðalög um landshlutann.

Auk almennra upplýsinga um Austurland, áhugaverða staði, einstök sveitarfélög o.fl. má á vefnum meðal annars finna myndasafn og atburðadagatal. Þá er á vefnum gagnagrunnur með upplýsingum um ferðaþjónustuaðila í fjórðungnum, svo sem gististaði, veitingastaði, afþreyingarfyrirtæki, söfn o.fl.