Fara í efni

Gistnóttum á hótelum fjölgaði um 9% í ágúst

"Travel Agent Magazine" útnefnir Einar Gústavsson "Europe Person of the Year"

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um rúm 9% milli ára. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birti niðurstöður gistnáttatalningar sinnar í dag. Mismunandi er þó hverning einstakir landshlutar koma út.

Gistinætur á hótelum í ágúst árið 2005 síðastliðnum 151.070 en voru 138.250 árið 2004, sem er 9% aukning eins og fyrr er sagt.  Hlutfallslega varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 12.550 í 14.500 (16%).  Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 12.000, úr 82.450 í 94.490 og fjölgaði þar með um 15% milli ára.  Á Austurlandi nam aukningin 2%, en gistinæturnar fóru úr 7.770 í 7.940. Gistinóttum á hótelum í ágúst fækkaði hinsvegar á Norðurlandi (-8%) og á Suðurlandi stóðu þær nánast í stað milli ára (-0,2%).

Í ágúst árið 2005 voru gistinætur Íslendinga á hótelum 16.560 á móti 14.370 árið á undan, sem er rúmlega 15% aukning. Gistinóttum útlendinga á hótelum fjölgaði hlutfallslega minna eða um 9% milli ára, úr 123.880 í ágúst árið 2004 í 134.510 í ágúst árið 2005.