Fara í efni

Virtir fyrirlesarar á fjölþjóðlegri ráðstefnu

Ráðstefna FMSÍ
Ráðstefna FMSÍ

Í gær hófst á Akureyri fjölþjóðleg ráðstefna um rannsóknir um ferðamennsku og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Það er Ferðamálasetur Íslands sem gengst fyrir ráðstefnunni.

Hún er haldin í samvinnu við Nordisk Selskab for Turismeforskning en samtökin standa að útgáfu Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism. Sextíu og sex erindi verða flutt í fimm málstofum þar sem meginstef eru menning og samfélag,  náttúra,  efnahagslíf, stefnumótun og markaðsmál. Þátttakendur eru okkuð á annað hundrað.

Mjög virtir aðalfyrirlesarar verða með erindi á ráðstefnunni og Simon Milne, forstöðuaður ferðamálaseturs Nýja Sjálands, reið á vaðið í gær. Dirk Glaesser, yfirmaður upplýsingasviðs World Tourism Organization á Spáni, Stephen Ball, formaður samtaka fræðimanna um rekstur ferðaþjónustufyrirtækja í Bretlandi og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, munu halda erindi sín á í dag. Á laugardag fjallar John Hull, fræðimaður frá Kanada, um möguleika sjálfbærrar ferðaþjónustu innan þjóðgarða.

Ráðstefna um byggða- og svæðaþróunarmál
Samhliða ráðstefnunni mun Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri halda ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál, VIII Nordic-Scottish Conference on Rural and Regional Development. Þar verður m.a. sérstök málstofa um ferðamennsku og byggðamál. Um 40 þátttakendum eru á þeirri ráðstefnu.


Frá setningu ráðstefnunnar í gær. Ingjaldur Hannibalsson ráðstefnustjóri í ræðustóli.
Ferðamálaráð/HA