Fara í efni

Íslandsferðir selja söluskrifstofur sínar erlendis

Íslandsferðir, dótturfélag FL Group, hafa selt svissneska ferðaheildsalanum IS-Travel, sem er í eigu Jóns Kjaranssonar, söluskrifstofur sínar á meginlandi Evrópu. Skrifstofurnar heita einu nafni Island Tours.

Segja Íslandsferðir í tilkynningu, að með þessu sé félagið að gera stefnumarkandi breytingu á starfsemi sinni sem felist í því að fyrirtækið muni hverfa af almennum neytendamarkaði í viðkomandi löndum en einbeita sér að framleiðslu og sölu pakkaferða til ferðaskrifstofa um allan heim. undir vörumerkinu Iceland Travel, og skipulagningu funda og ráðstefna á Íslandi.

Island Tours skrifstofurnar á meginlandi Evrópu eru í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu og í Sviss. Alls starfa um 20 starfsmenn af ýmsu þjóðerni á þeim skrifstofum erlendis sem skipt hafa um eigendur. Eftir breytinguna starfa alls 50 manns hjá Íslandsferðum og fer meginhluti starfseminnar fram á Ísland