Fara í efni

Vel heppnuð kynning í London

Handbók Ferðamálaráðs 2003 komin út
Handbók Ferðamálaráðs 2003 komin út

Ráðstefnuskrifstofa Íslands í samvinnu við Ferðamálaráð, Icelandair og sendiráð Íslands í Bretlandi, stóð fyrir kynningu í sendiherrabústaðnum síðastliðin miðvikudag. Um 40 gestir, kaupendur og fagskipuleggjendur frá Bretlandi, sóttu kynninguna. Vel þótti til takast að ná til fulltrúa frá stórum kaupendum sem og fagskipuleggjendum sem vinna fyrir aðila bæði úr einka- og opinbera geiranum í Bretlandi.

Meðal þess sem var á dagskrá var nýtt myndband Ráðstefnuskrifstofunnar, Dóra Magnúsdóttir frá Höfuðborgarstofu kynnti fyrirhugaða Tónlistar- og ráðstefnuhöll á Miðbakka og forsvarsmenn Icelandair kynntu sína þjónustu sem og að þeir munu byrja að fljúga frá Manchester á næsta ári. Gestum var síðan boðið að smakka íslenskan mat og höfðu að lokum tækifæri á því að hitta fulltrúa aðildarfélaga Ráðstefnuskrifstofunnar sem tóku þátt í kynningunni.

Að sögn Önnu Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra Ráðstefnuskrifstofunnar, tókst kynningin í alla staði mjög vel en viðburður sem þessi hefur verið haldinn annað slagið um árabil.. ?Bretland er og verður áfram einn af mikilvægustu mörkuðum Íslands þegar kemur að ráðstefnu- og hvataferðum og því mikilvægt að halda áfram með öflugt markaðsstarf þar,? segir Anna. Þess má að lokum geta að á næstu vikum munu Ráðstefnuskrifstofan, Ferðamálaráð, Icelandair og sendiráð Íslands halda sambærilegar kynningar í sendiráðunum í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi og Helsinki, eins og áður hefur verið sagt frá hér á vefnum.


Skipuleggjendur og þátttakendur í kynningunni í London. Á efri myndinni er Dóra
Magnúsdóttir frá Höfuðborgarstofu að kynna fyrirhugað ráðstefnu- og tónlistarhús.