Fara í efni

Vestnorden á Íslandi að ári liðnu

Flugleiðir stefna að 7% fjölgun ferðamanna
Flugleiðir stefna að 7% fjölgun ferðamanna

Vestnorden ferðakaupstefnunni lauk í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Að ári liðnu er komið að Íslendingum að sjá um framkvæmdina og hefur dagsetning verið ákveðin 12-13 september 2006.

Kaupstefnan var nú haldin í 20. sinn og að þessu sinni var framkvæmdin í höndum Grænlendinga.Tóku þeir ákvörðun um að færa kaupstefnuna til Kaupmannahafnar en hún hafði fram að því aldrei verið haldin utan landanna þriggja sem standa að Vestnorden, þ.e. Íslands Grænlands og Færeyja. ?Almennt held ég að fólk hafi verið sátt við þessa ákvörðun. Tilgangurinn var að draga úr kostnaði fyrir þátttakendur og stytta ferðatíma. Sérstaklega á þetta við um kaupendurna, sem margir koma víða að,? segir Lisbeth Jensen, forstöðumaður markaðsskrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Kaupmannahöfn.

Íslendingar samstilltir
Kaupstefnan var haldin í húsnæði á bakvið Bryggjuhúsið. ?Ég vil sérstaklega hrósa íslensku sýnendunum fyrir hvað þeir voru jákvæðir og samstilltir. Fólk snéri bökum saman og einbeitti sér að því að ná árangri í viðskiptunum,? segir Lisbeth. Líkt og vanaleg var nokkuð um að kaupendur mættu ekki í fyrirfram bókaða tíma. Lisbeth segir þetta viðvarandi vandamál sem erfitt virðist aðráða bót á. Hún bætti jafnframt við að gala-kvöldið hafi tekist einstaklega vel og allir skemmti sér konunglega.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem Anders Jørgensen, starfsmaður markaðsskrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Kaupmannahöfn, tók á Vestnorden í liðinni viku.


Bás Ferðamálaráðs Íslands.


Vinna í fullum gangi.


Vestnorden var haldin í húsnæði á bakvið Bryggjuhúsið þar sem Ferðamálaráð og
sendiráð Íslands eru m.a til húsa.


Sér yfir innganginn í sýningarhúsið.