Fréttir

Nanna Björnsdóttir ráðin í starf lögfræðings

Nanna Björnsdóttir hefur hafið störf hjá Ferðamálastofu í stöðu lögfræðings sem auglýst var í nóvember síðastliðnum
Lesa meira

Yfir 260 fyrirtæki með í yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu var undirrituð í Háskólanum í Reykjavík þann 10. janúar að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins. Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel.
Lesa meira

Nýr ráðherra ferðamála

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er nýr ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Starfsfólk Ferðamálastofu býður Þórdísi Kolbrúnu velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.
Lesa meira

Ábyrg ferðaþjónusta - Yfir 100 fyrirtæki skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu verður undirrituð af forsvarsfólki fyrirtækja þann 10. janúar að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins. Nú þegar hafa yfir 100 fyrirtæki skráð sig en ennþá er hægt að skrá sig.
Lesa meira

Fjöldi ferðamanna slær öll fyrri met

Erlendir ferðamenn hingað til lands sem fóru um Keflavíkurflugvöll voru um 1,77 milljónir á nýliðnu ári eða rúmlega 40% fleiri en árið 2015. Gera má ráð fyrr að tölurnar nái til meira en 98% ferðamanna sem hingað komu. Ótaldir eru þeir sem komu um aðra flugvelli og farþegar Norrænu. Farþegar skemmtiferðaskipa eru skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki í þessum tölum.
Lesa meira

124.800 ferðamenn í desember

Tæplega 125 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í desember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 54 þúsund fleiri en í desember á síðasta ári. Aukningin nemur 76,1% milli ára. Fjöldi ferðamanna hefur ríflega sexfaldast í desember frá árinu 2010 en aldrei hefur mælst jafn mikil aukning milli ára og nú.
Lesa meira

Árið 2017 tileinkað sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 2017 sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun. Vert er að hvetja alla sem tengjast ferðaþjónustu til að kynna sér framtakið og taka þátt eftir föngum.
Lesa meira