Fréttir

Vel heppnað málþing um upplýsingaveitu til ferðamanna

Ferðamálastofa, markaðsstofur landshlutanna og Safetravel vinna nú að því að endurskoða upplýsingaveitu til ferðamanna. Í því felst m.a. breytt skipulag upplýsingamiðstöðva og almennt hvernig upplýsingum er miðlað til ferðafólks. Af því tilefni var á dögunum haldið málþing í Borgarnesi þar sem stefnt var saman þeim sem eiga aðkomu að málaflokknum með einum eða öðrum hætti.
Lesa meira

Umsóknir um Vakann í þjónustugátt

Frekari skref í rafrænni þjónustu Ferðamálastofu hafa nú verið stigin með því að færa umsóknir fyrir Vakann inn í þjónustugátt stofnunarinnar. Með því er umsóknaferlið einfaldað fyrir bæði viðskiptavini og stofnunina.
Lesa meira

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum komin út

Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er nú kominn út. Þar má á einum stað finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.
Lesa meira

Ný ferðatilskipun Evrópusambandsins tryggir aukin réttindi ferðamanna - Kynningarfundur 15. júní

Fimmtudaginn 15. júní 2017 verður haldinn kynningarfundur um nýja ferðatilskipun Evrópusambandsins sem mun koma til framkvæmda 1. júlí 2018. Starfshópur sem unnið hefur að undirbúningi málsins vill tryggja samráð við hagsmunaaðila og boðar í því skyni til fundar þar sem helstu breytingar verða kynntar og leitast verður við að fá fram ábendingar og athugasemdir sem nýst geta við áframhaldandi vinnu. Á fundinum munu fulltrúar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Ferðamálastofu og Neytendastofu kynna helstu breytingar.
Lesa meira

Mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu

Niðurstöður nýrrar meistararitgerðar sem unnin var með rannsóknarstyrk frá Ferðamálaráði Evrópu staðfesta mikilvægi sjálfbærrar ferðaþjónustu í Evrópu. Ritgerðin byggir á spurningarlistum sem voru sendir út til meðlima ráðsins og ítarlegri viðtölum við minni hóp svarenda.
Lesa meira

Hvalaskoðun Akureyri í Vakann

Hvalaskoðun Akureyri er nýjasti liðsmaður Vakans. Fyrirtækið var sett á laggirnar á vormánuðum 2016 og gerir út hvalaskoðunarferðir allt árið um kring í Eyjafirði ásamt því að bjóða upp á Norðurljósasiglingar yfir vetrartímann.
Lesa meira

I heart Reykjavík í Vakann

Fyrirtækið I heart Reykjavík - IHR ehf. bættist nú fyrir skömmu í ört vaxandi hóp þátttakenda í Vakanum og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.
Lesa meira

Fyrstu þátttakendur í Ratsjánni útskrifaðir

Í gær lauk fyrstu Ratsjánni en verkefnið hófst með fundi á Hvítá í Borgarfirði í september 2016. Verkefnið miðar að því að efla rekstrar og nýsköpunargetu fyrirtækjanna og styðja við fagmennsku og gæði í ákvörðunartöku.
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu hjá símenntunarmiðstöðvum

Símenntunarmiðstöðvar víða um land standa reglulega fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Þar er meðal annars tekið á viðfangsefnum sem gæðaviðmið Vakans fyrir veitingastaði og gistingu gera kröfu um að starfsfólk hafi sótt námskeið í.
Lesa meira

Fréttatilkynning vegna umræðu um fjölda ferðamanna

Í ljósi umræðu síðustu daga um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll vilja Isavia og Ferðamálastofa koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira