01.03.2017
Ferðamálastofa, fyrir hönd Vakans, og Alþýðusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning með það að markmiði að þátttakendur í Vakanum starfi eftir gildandi kjarasamningum. Með þessu er leitast við að styrkja það hlutverk Vakans að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar.
Lesa meira
16.02.2017
Tvær spurningar sem gjarnan vakna snúa að því hversu margir ferðamenn heimsækja einstaka staði eða landssvæði og hversu margir erlendir ferðamenn eru staddir á landinu dag hvern. Ein aðferð sem hægt er að styðjast við til að svara þessu tvennu er að nota niðurstöður úr ferðavenjukönnunum Ferðamálastofu og bera saman við talningar á fjölda ferðamanna á Keflavíkurflugvelli.
Lesa meira
07.02.2017
Tæplega 136 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 75,3% milli ára. Aldrei hefur mælst jafn mikil aukning í janúar milli ára frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli en mest hefur hún verið síðustu ár, eða 27,3% 2012-2013, 40,1% 2013-2014, 34,5% 2014-2015 og 23,6% 2015-2016.
Lesa meira
07.02.2017
Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands hafa gengið að tilboði Epinion P/S um framkvæmd landamærarannsóknar á Keflavíkurflugvelli. Epinion er eitt af stærstu markaðsrannsóknafyrirtækjum Evrópu og hefur það sérhæft sig í framkvæmd flugvallakannana. Verkefnið var boðið út á vegum Ríkiskaupa á Evrópska efnahagssvæðinu í október síðastliðnum.
Lesa meira