Fréttir

Endurskoðuð gæðaviðmið fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu á ensku

Þriðja útgáfa gæðaviðmiða Vakans fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu hefur verið birt á vef Vakans í enskri þýðingu, ensk útgáfa umhverfisviðmiða er væntanleg á vefinn innan skamms.
Lesa meira

Mælaborð ferðaþjónustunnar opnað

Mælaborð ferðaþjónustunnar er ný vefsíða þar sem tölulegar upplýsingar um atvinnugreinina eru birtar með myndrænum hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar upplýsingar eru aðgengilegar á einum og sama stað. Mælaborð ferðaþjónustunnar er unnið á vegum Stjórnstöðvar ferðamála í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Deloitte og er fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Lesa meira

Upptaka af kynningu á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða haustið 2017 komin á vefinn

Lesa meira

Ferðaþjónusta og frambjóðendur

- Hvernig festurm við ferðaþjónustuna í sessi? Í aðdraganda alþingiskostninga standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundi um stöðu ferðaþjónustunnar með forystumönnum stjórnmálaflokkanna.
Lesa meira

Kynningarfundir um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Auglýst hefur verið erftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er umsóknarfrestur til og með 25. október.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2017 - Erindi, upptökur og myndir

Ferðamálaþing 2017 var haldið í Hörpunni 4. október. Yfirskrift þingsins var "Sjálfbærni - Áskoranir á öld ferðalangsins". Þingið var hið fjölmennasta frá upphafi enda dagskráin einkar áhugaverð. Hæst bar ávarp Talib Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) en hann má telja æðsta embættismann heims á sviði ferðamála.
Lesa meira

Slysavarnir 2017 – ráðstefna og sýning

Slysavarnir og öryggismál ferðamanna eru málefni sem snerta okkur öll enda ferðaþjónusta orðin ein helsta atvinnugrein okkar Íslendinga. 90 ára reynsla Slysavarnafélagsins Landsbjargar í slysavörnum á sjó og landi hefur sýnt fram á mikilvægi þess að málaflokknum sé vel sinnt.
Lesa meira

Kynningarfundir vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Á næstunni verða haldnir kynningarfundir vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Dagsetning er komin á þrjá fyrstu fundina sem verða á Norðurlandi og Austurlandi 10. og 11. október og dagsetningar funda víðar um land verður auglýstar þegar þær liggja fyrir. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til 25. október.
Lesa meira

Akstur á undarlegum vegi - Erindi ferðamálastjóra á Ferðamálaþingi 2017

Í erindi sínu á Ferðamálaþingi í Hörpu í gær fjallaði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um ýmsar þær áskoranir og úrlausnarefni sem íslensk ferðaþjónusta og ferðaþjónusta í heiminum almennt stendur frammi fyrir nú um stundir – eða „Áskoranir á öld ferðalangsins“, eins og titill þingsins var að þessu sinni.
Lesa meira

Síldarminjasafnið fær Umhverfisverðlaunin 2017

Síldarminjasafnið á Siglufirði hlýtur Umhverfisverðlaun ferðamálastofu árið 2017 fyrir fegrun umhverfis og bætt aðgengi. Verkefnið var lokaáfangi í byggingu bryggjupalla milli safnhúsanna þriggja og uppsetningu lýsingar á svæðinu.
Lesa meira