19.04.2017
Seldar gistinætur árið 2016 voru ríflega 8,8 milljónir, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar með talið áætlaðar óskráðar gistinætur seldar í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður, sem Hagstofan áætlar nú í fyrsta sinn og birtir með tölum sínum. Gistinætur erlendra ferðamanna voru 89% af heildarfjölda gistinátta árið 2016.
Lesa meira
18.04.2017
Nú styttist í hundraðasta fyrirtækið í Vakanum en þátttakendum fjölgaði um tvo nýverið þegar Upplýsingamiðstöð Suðurlands og Hveragarðurinn í Hveragerði bættust í þann glæsilega hóp sem fyrir er í Vakanum.
Lesa meira
18.04.2017
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur auglýst eftir umsóknum um styrki sem ætlað er að styðja við áhugahópa og faglegt starf á sviði ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Umsækjendur geta verið félög, samtök, fyrirtæki eða einstaklingar, eftir því sem við á.
Lesa meira
12.04.2017
Ísland er í 25. sæti hvað varðar samkeppnisstöðu á sviði ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) sem var birt fyrr í mánuðinum. Samkeppnisstaða 136 ríkja var skoðuð á þessu sviði, en Ísland fellur niður um sjö sæti frá því ráðið gaf út sambærilega skýrslu árið 2015. Spánn er í fyrsta sæti í annað sinn, Frakkland í öðru og Þýskaland í því þriðja.
Lesa meira
11.04.2017
Um 168 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 52 þúsund fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 44,4% milli ára.
Lesa meira