Fréttir

Fosshótel Jökulsárlón bætist við Vakaflóruna

Við kynnum með sannri ánægju nýjasta þátttakandann í Vakanum, Fosshótel Jökulsárlón sem nú flaggar með stolti fjórum viðurkenndum stjörnum svo og bronsmerki í umhverfishlutanum. Þar með eru sjö hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðirnir Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.
Lesa meira

Staða mála og horfur – ferðaþjónustan spurð

Á dögunum voru kynntar niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal aðila í ferðaþjónusturekstri sem Deloitte gerði fyrir markaðsstofur landshlutanna og Ferðamálastofu. Verkefnið er liður í að koma á væntingavísi innan ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Elías Bj. Gíslason settur ferðamálastjóri

Ráðherra ferðamála hefur falið Elíasi Bj. Gíslasyni að gegna starfi ferðamálastjóra til áramóta en Ólöf Ýrr Atladóttir er komin í námsleyfi. Embættið hefur verið auglýst laust til umsóknar með skipunartíma frá 1. janúar 2018.
Lesa meira

203.900 brottfarir erlendra farþega í september

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi voru 203.900 talsins í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 28 þúsund fleiri en í september á síðasta ári.
Lesa meira

Endurskoðuð gæðaviðmið fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu á ensku

Þriðja útgáfa gæðaviðmiða Vakans fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu hefur verið birt á vef Vakans í enskri þýðingu, ensk útgáfa umhverfisviðmiða er væntanleg á vefinn innan skamms.
Lesa meira

Mælaborð ferðaþjónustunnar opnað

Mælaborð ferðaþjónustunnar er ný vefsíða þar sem tölulegar upplýsingar um atvinnugreinina eru birtar með myndrænum hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar upplýsingar eru aðgengilegar á einum og sama stað. Mælaborð ferðaþjónustunnar er unnið á vegum Stjórnstöðvar ferðamála í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Deloitte og er fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Lesa meira

Upptaka af kynningu á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða haustið 2017 komin á vefinn

Lesa meira

Ferðaþjónusta og frambjóðendur

- Hvernig festurm við ferðaþjónustuna í sessi? Í aðdraganda alþingiskostninga standa Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundi um stöðu ferðaþjónustunnar með forystumönnum stjórnmálaflokkanna.
Lesa meira

Kynningarfundir um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Auglýst hefur verið erftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er umsóknarfrestur til og með 25. október.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2017 - Erindi, upptökur og myndir

Ferðamálaþing 2017 var haldið í Hörpunni 4. október. Yfirskrift þingsins var "Sjálfbærni - Áskoranir á öld ferðalangsins". Þingið var hið fjölmennasta frá upphafi enda dagskráin einkar áhugaverð. Hæst bar ávarp Talib Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) en hann má telja æðsta embættismann heims á sviði ferðamála.
Lesa meira