18.12.2017
Við bjóðum upplýsingamiðstöðina á Akureyri - Akureyrarstofu velkomna í Vakann.
Lesa meira
18.12.2017
Fjölbreytt og skemmtilegt ár er senn að baki og handan við hornið bíður 2018 með nýjum áskorunum.
Lesa meira
15.12.2017
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, hefur skipað Skarphéðinn Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Lesa meira
14.12.2017
Á Vestfjörðum leiðir Markaðsstofu Vestfjarða vinnu við gerð áfangastaðaáætlana í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu og aðra hagsmunaaðila.
Frá því vinna hófst við áfangastaðaáætlunina í vor hefur mikil grunnvinna verið unnin við kortlagningu og stöðugreiningu á ferðaþjónustu á svæðinu. Í þeirri vinnu var meðal annars stuðst við eldri gögn líkt og Stefnumótun vestfirkrar ferðaþjónustu 2016 og Ferðaþjónustugreiningu 2015.
Lesa meira
12.12.2017
Vinna við DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland er í fullum gangi og búið er að halda svæðisfundi innan fyrirfram skilgreindra svæða. Markmið svæðisfunda er meðal annars að ákveða hver forgangsverkefni hagsmunaaðila eru á svæðinu, auk þess að farið er yfir markaðsáherslur á svæðinu.
Lesa meira
12.12.2017
Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða ferðamálastofnunin (UNWTO), hefur tilnefnt frú Elizu Jean Reid, forsetafrú, sérstakan sendiherra ferðaþjónustu og markmiða sjálfbærrar þróunar. Tilnefningin kemur í framhaldi af heimsókn Taleb Rifai, aðalritara UNWTO, hingað til lands í boði Ferðamálastofu í október síðastliðnum.
Lesa meira
11.12.2017
Ferðafélag Íslands hefur nú lokið innleiðingu gæðaviðmiða og er orðin þátttakandi í Vakanum! Til hamingju!
Lesa meira
07.12.2017
Brottfarir erlendra farþega* frá Íslandi voru 144.600 talsins í nóvember síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 13 þúsund fleiri en í nóvember á síðasta ári.
Lesa meira
06.12.2017
Í samræmi við sífellt aukið vægi umhverfis- og samfélagsmála og sjálfbærrar þróunar hefur um nokkurt skeið verið stefnt að því að þátttaka í umhverfiskerfi Vakans verði ekki lengur valkvæð eins og verið hefur hingað til heldur taki allir þátt. Í dag eru 63% þátttakenda í Vakanum bæði með gæða- og umhverfisflokkun.
Lesa meira
05.12.2017
Ferðamálastofa vill vekja athygli á að sala pakkaferða (alferða) er leyfisskyld og beinir því til fólks að kaupa pakkaferðir af handhöfum ferðaskrifstofuleyfa. Aðeins þeir mega selja slíkar ferðir til almennings.
Lesa meira