Ábyrg ferðaþjónusta - Yfir 100 fyrirtæki skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu verður undirrituð af forsvarsfólki fyrirtækja þann 10. janúar að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins. Nú þegar hafa yfir 100 fyrirtæki skráð sig en ennþá er hægt að skrá sig.

Smellið hér fyrir skráningu

Þar sem fjöldi þátttakanda hefur farið fram úr öllum væntingum þarf að færa viðburðinn frá Nauthól yfir í Sólina, andyri Háskólans í Reykjavík.

Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við Ferðamálastofu, SAF, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safetravel.

Ábyrg ferðaþjónusta er hvatningarverkefni um að fyrirtæki tengd ferðaþjónustu sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.

Áhersluþættirnir eru:
1. Ganga vel um og virða náttúruna.
2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.
3. Virða réttindi starfsfólks.
4. Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Markmið hvatningarverkefnisins er m.a að
• Styðja við ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja vinna markvisst að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.
• Setja fram skýr skilaboð frá fyrirtækjum um að þau vilji vera ábyrg.
• Draga fram það sem vel er gert á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í ferðaþjónustu.
• Vera hvatning fyrir fyrirtæki sem ekki eru byrjuð að huga að sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Yfirlýsingunni verður fylgt eftir með fræðsludagskrá fyrir fyrirtæki um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.

Nánari upplýsingar um Ábyrga ferðaþjónustu veita:

Ketill B. Magnússon
Framkvæmdastjóri Festu
ketill@csriceland.is
S: 898-4989
festasamfelagsabyrgd.is

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
Klasastjóri Íslenska ferðaklasans
asta.kristin@icelandtourism.is
S: 861-7595
www.icelandtourism.is


Athugasemdir