Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Ný lög, reglugerð og stjórn

Í vor voru samþykkt á Alþingi breytingar á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Nú hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, einnig gefið út nýja reglugerð um sjóðinn, sem tekur mið af breyttum lögum. Þá hefur ný stjórn einnig verið skipuð.
Lesa meira

284 þúsund brottfarir erlendra farþega í ágúst

Brottfarir erlendra farþega* frá Íslandi voru 284 þúsund talsins í ágúst síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 42 þúsund fleiri en í ágúst á síðasta ári. Aukningin nemur 17,6% milli ára. Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maí (17,5%), júní (18,9%) og júlí (15,2%) en mun minni en mældist í janúar (75,3%), febrúar (47,3%), mars (44,9%) og apríl (61,9%).
Lesa meira

Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði í Vakann

Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði er nýjasti meðlimur Vakans. Upplýsingamiðstöðin er staðsett í Ferjuhúsinu við höfnina og gegnir því mikilvægu hlutverki þegar skipið Norræna kemur til hafnar með farþega sína. Einnig kemur fjöldinn allur af fólki með skemmtiferðaskipum á sumrin sem og á eigin vegum en allflestir leggja leið sína á Upplýsingamiðstöðina.
Lesa meira

Opið fyrir skráningu á alþjóðlega ráðstefnu um ábyrga ferðamennsku á áfangastöðum

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) stendur að undirbúningi 13. alþjóðlegu ráðstefnunnar um ábyrga ferðamennsku á áfangastöðum (e. 13th International Conference on Responsible Tourism in Destinations; RTD-13) sem haldin verður í Reykjavík dagana 29.-30. september 2017.
Lesa meira

Niðurstöður úr könnun á fjölda sjálftengifarþega

Í kjölfar umræðu sem skapaðist fyrr á árinu um áreiðanleika talninga á farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll, og þá sérstaklega óvissu um hlutfall farþega sem tengja á eigin vegum í gegnum flugvöllinn en lenda í brottfarartalningum, ákváðu Isavia og Ferðamálastofa að láta gera úrtakskönnun á tímabilinu 24. júlí til 6. ágúst á meðal brottfararfarþega til að meta vægi þessa í heildarfjölda ferðamanna samkvæmt talningum.
Lesa meira

Námskeið um lagfæringar á mosaskemmdum

Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orka náttúrunnar efna til sameiginlegs námskeiðs í samstarfi við Kötlu jarðvang, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð um lagfæringar á mosaskemmdum.
Lesa meira

272 þúsund erlendir ferðamenn í júlí

Um 272 þúsund erlendir ferðamenn* fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Fjölgunin nemur 15,2% milli ára.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 25. ágúst. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru.
Lesa meira

Úlfljótsvatn fyrsta tjaldsvæðið og hostelið í Vakann

Útilífsmiðstöðin Úlfljótsvatn er nýjasti liðsmaður Vakans. Nýverið bættust við gæðaviðmið fyrir tjaldsvæði og hostel í Vakann og Úlfljótsvatn er fyrst allra að hljóta þær viðurkenningar. Skátar – til hamingju!
Lesa meira

Hótel Tindastóll til liðs við Vakann

Enn fjölgar í hópi gæðafyrirtækja sem ganga til liðs við Vakann. Hótel Tindastóll hefur nú lokið innleiðingarferli sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt gæðaviðmiðum Vakans. Til hamingju Skagfirðingar!
Lesa meira