Fréttir

Beint myndsímasamband frá Akureyri við upplýsingamiðstöð Safetravel

Ferðamönnum sem leið eiga í gegnum Akureyri gefst nú kostur á að tengjast upplýsingamiðstöð SafeTravel í Reykjavík í gegnum myndsíma sem settur hefur verið upp í upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri í menningarhúsinu Hofi. Búnaðurinn opnar ferðamönnum beint samband við starfsfólk SafeTravel sem býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af forvörnum og upplýsingagjöf til ferðamanna.
Lesa meira

Eitt stærsta verkefni ferðaþjónustunnar er hafið: Umfangsmikil áætlunargerð um land allt

Ferðamálastofa hefur gengið til samninga um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Management Plan) í öllum landshlutum. Þetta er eitt stærsta verkefnis á sviði ferðaþjónustu sem ráðist hefur verið í hér á landi. Samið verður við markaðsstofur landshlutanna og Höfuðborgarstofu um að leiða vinnuna í hverjum landshluta en Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa átt samvinnu um verkefnið, ásamt markaðsstofum landshlutanna.
Lesa meira

Ferðalög, ferðahegðun og viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna og ferðaþjónustu

Ferðamálastofa birtir nú niðurstöður úr könnun um ferðalög Íslendinga og er þetta í áttunda sinn sem könnunin er unnin með sambærilegum hætti. Niðurstöðurnar gefa til kynna hvernig ferðalögum Íslendinga var háttað á árinu 2016 og hver ferðaáform þeirra eru á árinu 2017, auk þess sem þær endurspegla viðhorf Íslendinga til nokkurra þátta í tengslum við ferðamennsku á Íslandi. Könnunin var gerð í janúar sl. af MMR fyrir Ferðamálastofu.
Lesa meira

Guðný Hrafnkelsdóttir ráðin í starf sérfræðings

Guðný Hrafnkelsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf sérfræðings hjá Ferðamálastofu sem auglýst var í lok síðasta árs. Líkt og fram kom í auglýsingu tengist starfið þeim sviðum starfseminnar sem styðja við fagsvið Ferðamálastofu, þ.e. rannsóknum, greiningum, upplýsingamiðlun og vefmálum.
Lesa meira

610 milljóna króna úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2017. Alls eru veittir styrkir til 58 verkefna hringinn í kringum landið og nemur heildarfjárhæð styrkja 610 milljónum króna.
Lesa meira

Óskað umsagnar um breytingar á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011.
Lesa meira

Heildarfjöldi ferðamanna 2016

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna var tæplega 1,8 milljón árið 2016 og er um að ræða 39% aukningu frá 2015 en þá voru erlendir ferðamenn tæplega 1,3 milljón talsins.
Lesa meira

148 þúsund ferðamenn í febrúar

Um 148 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 47.600 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Aukningin nemur 47,3% milli ára.
Lesa meira

Ísafold Travel í Vakann

Ísafold Travel tók við gæða- og umhverfisflokkun Vakans á dögunum en fyrirtækið fagnar 20 ára starfsafmæli á árinu.
Lesa meira

Samstarf við ASÍ um ábyrgð fyrirtækja innan Vakans

Ferðamálastofa, fyrir hönd Vakans, og Alþýðusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning með það að markmiði að þátttakendur í Vakanum starfi eftir gildandi kjarasamningum. Með þessu er leitast við að styrkja það hlutverk Vakans að byggja upp samfélagslega ábyrgð innan greinarinnar.
Lesa meira