Fréttir

Friðheimar til liðs við Vakann

Friðheimar í Reykholti í Bláskógabyggð er nýjasti þátttakandinn í Vakanum og fyrsta fyrirtækið í uppsveitum Árnessýslu til að fá viðurkenningu Vakans. Hún var afhent við hátíðlega athöfn í gær og við sama tækifæri vígt nýtt hús sem hýsir eldhús, skrifstofur og fundaraðstöðu.
Lesa meira

Extreme Iceland í Vakann

Extreme Iceland hlaut nýverið viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta. Extreme Iceland er alhliða ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi, sem tók til starfa árið 2010 og hefur á stuttum tíma farið úr fámennu fjölskyldufyrirtæki í 100 manna vinnustað.
Lesa meira

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2016

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2016 komin út og er aðgengileg hér vefnum. Í henni er yfirlit um þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á árinu.
Lesa meira

Hótel Bifröst þátttakandi í Vakanum

Í dag fékk Hótel Bifröst gæðaviðurkenningu Vakans afhenta. Flokkast Hótel Bifröst nú sem þriggja stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans. Óskum við öllum starfsmönnum hjartanlega til hamingju með áfangann.
Lesa meira

Lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða: Málstofa í Hörpu

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, kynnir í næstu viku nýja skýrslu um íslensk efnahagsmál. Slík skýrsla er gefin út á tveggja ára fresti. Í skýrslunni er að þessu sinni sérstök umfjöllun um stöðu ferðaþjónustunnar og í ljósi þess boðar fjármála- og efnahagsráðuneytið til málstofu í samstarfi við Seðlabanka Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Málstofan er öllum opin en yfirskrift hennar er What is the Key to Sustainable Destination Development in Iceland? (Hver er lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða á Íslandi?)
Lesa meira

Fyrsta þriggja stjörnu superior hótelið á Íslandi

Það er með sannri ánægju sem við segjum frá því að Hótel Vestmannaeyjar er nýjasti þátttakandinn í Vakanum og flokkast nú sem þriggja stjörnu hótel superior, fyrst hótela á Íslandi. Einnig fær Hótel Vestmannaeyjar bronsmerki í umhverfishluta Vakans.
Lesa meira

146 þúsund erlendir ferðamenn í maí

Rúmlega 146 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 22.000 fleiri en í maí á síðasta ári. Fjölgunin nemur 17,8% milli ára.
Lesa meira

Vel heppnað málþing um upplýsingaveitu til ferðamanna

Ferðamálastofa, markaðsstofur landshlutanna og Safetravel vinna nú að því að endurskoða upplýsingaveitu til ferðamanna. Í því felst m.a. breytt skipulag upplýsingamiðstöðva og almennt hvernig upplýsingum er miðlað til ferðafólks. Af því tilefni var á dögunum haldið málþing í Borgarnesi þar sem stefnt var saman þeim sem eiga aðkomu að málaflokknum með einum eða öðrum hætti.
Lesa meira

Umsóknir um Vakann í þjónustugátt

Frekari skref í rafrænni þjónustu Ferðamálastofu hafa nú verið stigin með því að færa umsóknir fyrir Vakann inn í þjónustugátt stofnunarinnar. Með því er umsóknaferlið einfaldað fyrir bæði viðskiptavini og stofnunina.
Lesa meira

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum komin út

Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er nú kominn út. Þar má á einum stað finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.
Lesa meira