22.05.2017
Ferðamálastofa vinnur nú að endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna í samvinnu við markaðsstofur landshlutana og Safetravel, nefnt kjarnaveitur. Meginmarkmiðið er að koma á fót samþættu kerfi upplýsingaveitu til ferðamanna byggðu á hæfni og gæðum, þar sem öryggisupplýsingar eru alltaf í forgrunni. Verkefnið hófst síðla árs 2015 og er ætlunin að nýtt kerfi taki til starfa árið 2019.
Lesa meira
18.05.2017
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi um breytingu á lögum um skipan ferðamála, nr. 73/2005. Óskað er eftir umsögnum og er frestur til að skila þeim til og með 25. maí næstkomandi.
Lesa meira
17.05.2017
Góður gangur er í vinnu við áfangastaðaáætlanir (einnig nefnt stefnumarkandi stjórnunaráætlanir) eða DMP-áætlanir sem nú er verið að gera um land allt. Síðastliðinn mánudag var m.a. haldinn stór vinnufundur þar sem DMP-verkefnastjórar og þeir aðilar sem koma að rannsóknum í ferðaþjónustu hittust og báru saman bækur sínar.
Lesa meira
16.05.2017
Í fyrra stóðu Deloitte og Markaðsstofur landshlutanna fyrir könnun þar sem ferðaþjónustuaðilar í öllum landshlutum voru spurðir álits um stöðu greinarinnar og horfur. Ætlunin er að gera könnunina árlega en könnunin nú í ár er jafnframt gerð í samstarfi við Ferðamálastofu, sem stóð fyrir sambærilegri könnun snemma árs 2016.
Lesa meira
12.05.2017
Tæplega 153 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.600 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 61,8% milli ára. Aukningin í apríl var 29,4% 2013-2014, 20,9% 2014-15 og 32,5% 2015-2016.
Lesa meira
08.05.2017
Slysavarnafélagið Landsbjörg, Háskólinn á Akureyri og staða Nansen prófessors í heimskautafræðum standa fyrir ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri 19. maí, í tengslum við landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ráðstefnan verður undir fyrirsögninni: Er viðbragðskerfið sprungið vegna fjölgunar ferðamanna á Íslandi?
Lesa meira
03.05.2017
Nýjasta fyrirtækið innan Vakans er Vogafjós í Mývatnssveit. Er mikið ánægjuefni að fá til liðs við Vakann aðila frá þessu sterka ferðaþjónustusamfélagi.
Lesa meira
02.05.2017
Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og Ferðamálastofa halda málþing í Hofi, fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 13:00-16:30. Málþingið er öllum opið og skráning er ókeypis.
Lesa meira
19.04.2017
Seldar gistinætur árið 2016 voru ríflega 8,8 milljónir, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar með talið áætlaðar óskráðar gistinætur seldar í gegnum Airbnb og sambærilegar vefsíður, sem Hagstofan áætlar nú í fyrsta sinn og birtir með tölum sínum. Gistinætur erlendra ferðamanna voru 89% af heildarfjölda gistinátta árið 2016.
Lesa meira
18.04.2017
Nú styttist í hundraðasta fyrirtækið í Vakanum en þátttakendum fjölgaði um tvo nýverið þegar Upplýsingamiðstöð Suðurlands og Hveragarðurinn í Hveragerði bættust í þann glæsilega hóp sem fyrir er í Vakanum.
Lesa meira