Fréttir

Ferðaþjónusta bænda hlýtur gullvottun EarthCheck

Ferðaþjónusta bænda hf. hefur fengið umhverfisvottun sína frá samtökunum EarthCheck endurnýjaða. Fyrirtækið hefur verið vottað frá árinu 2006 og er þetta þríðja árið í röð sem það hlýtur gullvottun, en hún er veitt eftir samfellda vottun í 5 ár.
Lesa meira

Austurland og ferðamenn framtíðarinnar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Meet the Locals og Austurbrú gangast fyrir málþingi þann 10. apríl frá kl. 9:30-17:00 á Hótel Hallormsstað. Yfirskriftin er "Austurland og ferðamenn framtíðarinnar - Samræða og samstarf í vaxandi atvinnugrein."
Lesa meira

34 þúsund fleiri ferðamenn það sem af er ári

Um 49 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum marsmánuði samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 15 þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2012. Um er að ræða 45,5% aukningu milli ára.
Lesa meira

Gisting og leyfismál - Er ekki örugglega allt á hreinu?

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á að rekstur gistingar er leyfisskyld starfsemi enda mikil ábyrgð að bjóða gistingu án þess að hafa t.d. brunavarnir í lagi.
Lesa meira