31.10.2013
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á árinu styrk til samkeppni um hönnun og skipulag fyrir Dyrfjallasvæðið og Stórurð. Niðurstöður úr henni voru kynntar í vikunni og hlutskarpastur varð norski arkitektinn Eirik Rönning Andersen frá ZeroImpactStrategies.
Lesa meira
31.10.2013
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í september jókst alls um 22,4% frá sama mánuði í fyrra og nam 6,5 milljörðum kr. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar sem birtar voru í dag. Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði 89.000 kr. með greiðslukortum hér á landi í september sem er 8,1% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra.
Lesa meira
29.10.2013
WOW air tók í dag formlega við flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu en um 30 ár eru liðin síðan flugrekstrarleyfi var síðast veitt til handa félagi sem stundar áætlunarflug til og frá Íslandi.
Lesa meira
29.10.2013
Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega áformum landeigendafélags Geysis að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu á næsta ári.
Lesa meira
25.10.2013
Góður rómur var gerður að námskeiðum fyrir væntanlega umsækjendur um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Glærur og upptöku af námskeiðinu er nú hægt að nálgast hér á vefnum.
Lesa meira
25.10.2013
Innanríkisráðherra og borgaryfirvöld greindu frá framtíðaráformum um Reykjavíkurflugvöll í dag.
Áætlað er að norður-suðurbraut á Reykjavíkurflugvelli fari ekki árið 2016 heldur verði áfram á sínum stað, í það minnsta til ársins 2022. Þannig verði hægt að tryggja áfram flugsamgöngur frá höfuðborgarsvæðinu til annarra landshluta.
Lesa meira
24.10.2013
Samkvæmt venju voru veittar þrjár viðurkenningar á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi í liðinni viku. Þær komu að þessu sinni í hlut Sveins Jónssonar í Kálfsskinni, Erlendar Bogasonar í Köfunarþjónustunni Sævör á Hjalteyri og Gestastofu Sútarans á Sauðárkróki.
Lesa meira
23.10.2013
Við minnum á námskeiðin fyrir þá sem hafa hug á að sækja um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Námskeiðin verða bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Lesa meira
23.10.2013
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær áform um að setja á fót samráðshóp helstu hagsmunaaðila til að útfæra nánar hugmyndir um svokallaðan náttúrupassa eða ferðakort.
Lesa meira
18.10.2013
Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2014 verður sú stærsta í sögu félagsins og um 18% umfangsmeiri en á þessu ári. Frá þessu er greint í frétt frá félaginu.
Lesa meira