30.08.2013
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í júlí jókst alls um 17,4% frá sama mánuði í fyrra og nam liðlega 13,1 milljörðum kr. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar.
Lesa meira
29.08.2013
Ráðgjafafyrirtækið The Boston Consulting Group hefur undanfarna mánuði unnið að rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu. Þann 10. september næstkomandi mun fyrirtækið kynna skýrslu sína í Hörpu.
Lesa meira
27.08.2013
Ferðamálastofa beinir þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila að upplýsa viðskiptavini sína um slæma veðurspá komandi helgar. Mikilvægt er að leita allra leiða til að fólk sé upplýst um þær aðstæður sem kunna að skapast, sérstaklega á hálendinu og fjallvegum.
Lesa meira
27.08.2013
Samtök ferðaþjónustunnar hafa auglýst eftir framkvæmdastjóra. Erna Hauksdóttir, sem gegnt hefur starfinu frá stofnun samtakanna í nóvember 1998, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi.
Lesa meira
26.08.2013
Undirbúningur fyrir þriðja og síðasta veturinn í átakinu Ísland allt árið þessari lotu stendur nú yfir. Í september verða haldnir fundir um allt land þar sem markaðsáherslur veturinn 2013-2014 verða kynntar.
Lesa meira
20.08.2013
VSÓ Ráðgjöf hefur gefið út leiðbeiningar og gátlista um aðbúnað hjólavænna ferðamannastaða. Ritið er unnið með styrk frá Ferðamálastofu.
Lesa meira
19.08.2013
Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins gangast fyrir ferðakaupstefnunni Hittumst 2013 föstudaginn 6. september frá kl. 10:00 til 18:00 á Grand Hotel í Reykjavík.
Lesa meira
16.08.2013
Stjórn Vina vatnajökuls hefur auglýst eftir umsóknum um styrki. Félagið styrkir rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira
16.08.2013
Út er komin hjá Forlaginu bókin "Ferðamál á Íslandi heildstætt grundvallarrit". Höfundar eru Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson.
Lesa meira
15.08.2013
Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Ríkisskattstjóri hafa í sumar tekið höndum saman á nýjan leik og ráðist í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli, segir í frétt frá SA.
Lesa meira