01.02.2013
Ferðamálastofa kallar eftir umsóknum vegna sjöundu evrópsku EDEN- samkeppninnar um gæðaáfangastaði í Evrópu, European Destinations of Excellence. Yfirskrift þessa árs er Aðgengilegir áfangastaðir.
Lesa meira
31.01.2013
Í dag voru veittir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er þetta fyrsta úthlutunin af þremur á þessu ári.
Lesa meira
24.01.2013
Áætlunarflug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur hefst á ný næstkomandi þriðjudag.
Lesa meira
23.01.2013
Ferðamálstofa heldur utan um lang viðamesta gagnagrunn sem til er með upplýsingum um íslenska ferðaþjónustuaðila og þjónustu fyrir ferðafólk.
Lesa meira
21.01.2013
Úrskurðarnefnd fyrir VAKANN, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, hefur nú verið skipuð. Í henna eiga sæti þrír fulltrúar.
Lesa meira
18.01.2013
Evrópska ferðamálaráðið (ETC) og Alþjóða ferðamálaráðið (UNWTO) gáfu nýverið út í skýrslu niðurstöður könnunar sem ber heitið Understanding Chinese Outbound Tourism What the Chinese Blogosphere is Saying About Europe.
Lesa meira
17.01.2013
Opnuð hefur verið vefsíðan www.wheniniceland.com sem hefur það að markmiði að auðvelda erlendum ferðamönnum að finna þjónustu og afþreyingu við sitt hæfi hérlendis.
When in Iceland býður því íslenskum fyrirtækjum skráningu á vefsíðunni sér að kostnaðarlausu, en það eina sem fyrirtækin þurfa að gera er að skrá sig á vefsíðuna og setja inn þær upplýsingar sem fyrirtækið vill að komist til skila til þeirra erlendu ferðamanna sem hugsa sér að sækja landið heim.
Lesa meira
16.01.2013
Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 27. febrúar.
Styrkir til tvenns konar verkefnaÍ samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna. Annars vegar verkefna í ferðaþjónustu og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.
Styrkir til verkefna í ferðaþjónustu Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu á milli landanna þriggja geta sótt um styrk að hámarki 100.000 danskar krónur, eða að hámarki 50% þeirra kostnaðarliða sem styrktir eru. Skulu umsóknir fela í sér samstarf milli einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja í tveimur af löndunum þremur hið minnsta. Ekki eru veittir styrkir vegna launakostnaðar, ráðgjafar, útgáfu efnis eða vefsíðugerðar.
Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum ferðaþjónustu.
Til markaðssetningar.
Til nýsköpunar- og – vöruþróunar.
Til að mynda tengslanet og miðla þekkingu.
Til gæða- og umhverfismála innan ferðaþjónustunnar.
Við mat á umsóknum verður tekið tillit til eftirfarandi þátta:
Verkefnishugmyndar og gæða umsóknarinnar. Ófullgerðar umsóknir verða ekki teknar til greina.
Nýnæmis og nýsköpunargildis verkefnisins
Markaðstengingar
Kostnaðaráætlunar og annarrar fjármögnunar
Samfélagslegs gildis
Styrkir vegna kynnis- og námsferðaEitt af markmiðum samstarfssamnings um ferðamál á milli Íslands, Grænlands og Færeyja er að auka samskipti og fjölga heimsóknum á milli landanna þriggja. Hér með eru auglýstir ferðastyrkir til þeirra sem vinna að samstarfsverkefnum sem varða tvö af löndunum þremur hið minnsta. Styrkjunum er einvörðungu ætlað að standa straum af ferðakostnaði, ekki gistingu eða uppihaldi. Hámarksstyrkur á hvern einstakling er 1.000 danskar krónur vegna ferðalaga milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Færeyja hins vegar.
Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða eftirtaldra:
Skóla
Íþróttahópa
Tónlistarhópa
Annars menningarsamstarfs
Við mat á umsóknum verður tekið tillit til eftirfarandi atriða:
Verkefnishugmynd
Gæði umsóknar. Ófullgerðar umsóknir verða ekki teknar til greina.
Gagnkvæmni og tengslamyndun
Kostnaðaráætlun, fjármögnun
Hvar er sótt um?Allar umsóknir þurfa að berast með rafrænum hætti á þar til gerðum umsóknarblöðum sem finna má á vef NATA. Vefurinn og umsóknarformin eru bæði á dönsku og ensku.
Nánari leiðbeiningar um umsóknir á vef NATA
Opna umsóknasíðu á vef NATA
SkilafresturLokafrestur til að skila umsókn er á miðnætti (GMT) 27. febrúar 2013. Umsóknir eða fylgigögn sem berast eftir þann tíma verða ekki tekin gild. Niðurstaða stjórnar NATA um úthlutun mun liggja fyrir 8. apríl 2013.
Næsti umsóknarfresturUm er að ræða fyrri úthlutun af tveimur á árinu 2013. Áætlað er að umsóknarfrestur vegna seinni úthlutunar verði í ágúst en það verður auglýst sérstaklega síðar.
Nánari upplýsingarNánari upplýsingar gefur starfsmaður NATA, Mette K. Kibsgaard, sími 00 298 30 9914 eða í gegnum netfangið mette@industry.fo
Lesa meira
14.01.2013
Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir European Destination of Excellence.
Lesa meira
11.01.2013
Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll og Seyðisfjörð voru tæplega 660 þúsund árið 2012 en um er að ræða 106 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2011. Aukningin milli ára er því 19,2%. Nær til um 98% ferðamannaNiðurstöður liggja ekki fyrir frá öllum öðrum flugvöllum með millilandaflug, þ.e. fyrir Reykjavík, Egilsstaði og Akureyri. Miðað við að umferð um þá hafi verið svipuð og árið 2011 má áætla að þær tölur sem nú liggja fyrir, þ.e. ferðamenn um Keflavíkurflugvöll og skipafarþegar um Seyðisfjörð, taki til um 98% erlendra ferðamanna sem hingað komu í fyrra.
Lesa meira