30.04.2013
Mikil eftirspurn er eftir menntuðu leiðsögufólki í kjölfar fjölgunar ferðamanna til landsins. Næsta haust verður leiðsögunám í boði hjá Símenntun Háskólans á Akureyri, í samstarfi við Leiðsöguskólann í MK, Samtök ferðaþjónustunnar og SBA Norðurleið.
Lesa meira
30.04.2013
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í liðinni viku 20 milljóna króna fjárveitingu til aukinnar landvörslu á friðlýstum svæðum og vinsælum ferðamannastöðum.
Lesa meira
29.04.2013
Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálstofu, hlaut Uppsveitabrosið 2012, viðurkenningu sem veitt er árlega, einstaklingum eða fyrirtæki sem hafa lagt ferðaþjónustunni í Uppsveitum Árnessýslu lið á jákvæðan, uppbyggilegan hátt.
Lesa meira
26.04.2013
Sunnudaginn 21. apríl slíðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning á Austurvelli þar sem sýndar eru 20 vinsælustu tillögurnar í nafnasamkeppni vetrarherferðar Inspired by Iceland.
Lesa meira
25.04.2013
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum í gær Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári.
Lesa meira
24.04.2013
Íslensku kvikmyndagerðarfólki gefst kostur á þátttöku í stuttmyndasamkeppni sem Evrópska ferðamálaráðið (ETC) hefur blásið til og hefur að markmiði að efla Evrópu sem áfangastað ferðafólks. Verkefnið er stutt af framkvæmdastjórn ESB.
Lesa meira
23.04.2013
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands 2013 verður haldinn í Randulffssjóhúsi Eskifirði fimmtudaginn 2. maí.
Lesa meira
22.04.2013
Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta í tölum 2012, er nú komin út. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.
Lesa meira
22.04.2013
Mikill áhugi er á fjarnámskeiðum um VAKANN og er orðið fullt á námskeiðin næstkomandi miðvikudag. Skráning er hafin á næstu námskeið sem verða miðvikudaginn 8. maí. Um er að ræða þrjú námskeið; almenn innleiðing á VAKANUM, gerð öryggisáætlana og umhverfiskerfi VAKANS.
Lesa meira
19.04.2013
Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar á dögunum voru verðlaun Rannsóknamiðstöðvar ferðamála (RMF), fyrir lokaverkefni um ferðamál, veitt í áttunda sinn.
Lesa meira