Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2014. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2014.
Lesa meira

Umhverfisverðlaun 2013 - óskað eftir tilnefningum

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2013. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
Lesa meira

33,5 milljónum króna úthlutað til verkefna í ferðaþjónustu

Nítján verkefni fengu í gær úthlutað samtals 33,5 milljónum króna úr Þróunarsjóði ferðamála. Að honum standa Landsbankinn og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Lesa meira

Humarhöfnin fyrsti veitingastaðurinn í VAKANUM

Humarhöfnin á Höfn í Hornafirði er fyrsti veitingastaðurinn á landinu og jafnframt fyrsta sjálfstæða fyrirtækið á Suðausturlandi til að hljóta viðurkenningu VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar en viðmið fyrir veitingastaði voru nýlega samþykkt og gerð opinber. Humarhöfnin hlýtur ennfremur bronsmerki í umhverfiskerfi VAKANS.
Lesa meira

Náttúruminjasafn Íslands og ferðaþjónustan

Síðastliðinn föstudag gekkst Ferðamálastofa fyrir fræðslufundi þar sem Dr. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, flutti fróðlegt erindi sem hann nefndi: „Náttúruminjasafn Íslands og ferðaþjónustan: Tengsl og gagnkvæmir hagsmunir.“
Lesa meira

Nordic Visitor í VAKANN

Ferðaskrifstofan Nordic Visitor er nýjasti þátttakandinn í gæðakerfi VAKANS, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Ferðaskrifstofan var stofnuð árið 2002 og sérhæfir sig í ferðum um Norðurlöndin.
Lesa meira

Vinir Vatnajökuls úthluta tæplega 40 milljónum í styrki

Vinir Vatnajökuls úthlutuðu á dögunum tæplega 40 milljónum króna til styrktar 22 verkefnum sem falla undir rannsóknir, kynningu og fræðslu um Vatnajökulsþjóðgarð og nágrenni hans.
Lesa meira

26% aukning ferðamanna í nóvember

Um 46 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 9.500 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Um 25,7% aukningu ferðamanna er að ræða milli ára.
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í október

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í október síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu – ný útgáfa

Ferðamálastofa og VAKINN hafa nú gefið út 3. útgáfu af ritinu Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu.
Lesa meira