Fara í efni

Spegillinn III - markaðsþróun í ferðaþjónustu

Frá Vestnorden ferðakaupstefnunni. Mynd: HA
Frá Vestnorden ferðakaupstefnunni. Mynd: HA

Spegillinn er einstakt tækifæri fyrir framsýna þátttakendur til að sannreyna áform sín, lagfæra og leiðrétta áherslur og styrkja þannig grundvöll og rekstrarforsendur fyrirtækisins, áður en haldið er af stað í markaðssókn og aðgerðir, hér á landi eða erlendis.

Megin áherslur verkefnisins:

  • Greining:
    Eitt fyrirtæki er í brennidepli á hverjum vinnufundi. Á fundinum fer fram opið og gagnrýnið mat á stöðu, stefnu, styrkleikum og veikleikum, sem og framtíðarsýn, markmiðum og ferðaleiðum hjá viðkomandi fyrirtæki.
  • Úrvinnsla:
    Á hverjum vinnufundi eru fyrirfram ákveðnir lykilþættir yfirfarnir í skipulagðri hópavinnu, undir stjórn ráðgjafa. Við lok vinnufundarins liggja fyrir ábendingar og tillögur um úrbætur, tækifæri og leiðir til að auka árangur.
  • Úrbætur og árangursmið:
    Úrbótatillögur hópsins eru kynntar fyrir viðkomandi fyrirtæki og aðstoð veitt við að koma þeim í framkvæmd. Vinnan miðar að því að tillögur og ábendingar geti orðið leiðarljós sem stjórnendur fyrirtækisins hafa við markaðsþróun þess til framtíðar.

Umsagnir þáttakenda

„Spegilinn er frábært verkfæri til að taka 360° endurskoðun á reksturinn með fullkomið trúnaðarsamband við góða vini innan ferðaþjónustunnar að leiðarljósi.“ Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman, Suðureyri.

Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar

Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Íslandsstofu

Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson, verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is
Upplýsingar eru einnig veittar í síma 511 4000.