Fara í efni

Gisting og leyfismál - Er ekki örugglega allt á hreinu?

Gisting og leyfismál - Er ekki örugglega allt á hreinu?

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill að gefnu tilefni er bent á að rekstur gistingar er leyfisskyld starfsemi enda mikil ábyrgð að bjóða gistingu án þess að hafa t.d. brunavarnir í lagi.

Gististaðir teljast staðir þar sem boðin er gisting til lengri eða skemmri tíma gegn endurgjaldi. Á þetta við um heimagistingu, gistingu í íbúðum, sumarhúsum, hótelum, gistiheimilum og gistiskálum.

Því er þeim sem bjóða gistingu bent á að afla tilskilinna leyfa þegar í stað.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gefur út leyfi í umdæmi hans en sýslumenn á öðrum svæðum.