Fréttir

Ferðamálaþing sent út á netinu

Talsvert á þriðja hundrað þátttakendur eru skráðir á Ferðamálaþing 2013 á Selfossi á morgun, 2. október. Því miður er salurinn sprunginn og ekki hægt að taka við fleiri skráningum en ákveðið hefur verið að senda þingið út beint á netinu fyrir þá sem ekki komast á staðinn.
Lesa meira

Þörfin fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu

Í morgun kynnti Ferðamálastofa niðurstöður greiningar á þörfinni fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu. Um er að ræða niðurstöður vinnu sem fram fór fyrr á árinu, m.a. á fjölsóttum vinnufundum með hagsmunaaðilum.
Lesa meira

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í ágúst

Birtar hafa verið tölur um kortaveltu ferðamanna í ágúst á vef Rannsóknaseturs verslunarinnar. Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í ágúst jókst alls um 22,6% frá sama mánuði í fyrra og nam 12,4 milljörðum kr. Hver erlendur ferðamaður greiddi að jafnaði 94.000 kr. með greiðslukortum hér á landi í mánuðinum, sem er 7,2% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra.
Lesa meira

Virðisauki í ferðaþjónustu – Kortlagning og samstarfsmótun

Í dag kynntur afrakstur vinnu fyrirtækisins Gekon sem undanfarið ár hefur unnið að greiningu og kortlagningu íslenskrar ferðaþjónustu í anda klasaaðferðafræði.
Lesa meira

Skýrsla um íslenskar tónlistarhátíðir

Út er komin skýrsla þar sem úttekt er gerð á íslenskum tónlistarhátíðum og möguleikum þeirra til frekari þróunar. Skýrslan byggir á niðurstöðum úttektar sem unnin var í samstarfi ÚTÓN og Ferðamálastofu.
Lesa meira

Helga Árnadóttir nýr framkvæmdastjóri SAF

Helga Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún tekur við þann 1. desember næstkomandi af Ernu Hauksdóttur sem gegnt hefur starfinu frá stofnun samtakanna 1998 en hún sagði starfi sínu lausu nýlega.
Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið

Auglýst hefur verið hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal. Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða veitti sveitarfélaginu Bláskógabyggð styrk til að halda samkeppnina.
Lesa meira

Þörfin fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu - morgunverðarfundur

Ferðamálastofa boðar til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík 1. október kl. 8:30. Þar verða kynntar niðurstöður greiningar á þörfinni fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2013: Ísland – alveg milljón!

Ferðamálaþing 2013 verður haldið á Hótel Selfossi 2. október næstkomandi. Yfirskrift þingsins er Ísland – alveg milljón! -Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Kynning á skýrslu The Boston Consulting Group

Í dag var kynnt skýrsla ráðgjafafyrirtækisins The Boston Consulting Group en það hefur undanfarna mánuði unnið að rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira