Fréttir

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna jókst um 13% í júní

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna í júní jókst alls um 18,1% frá sama mánuði í fyrra og nam næstum 9,8 milljörðum kr. Erlendir ferðamenn vörðu mestu í gistingu, næstmestu í verslun og þar næst í ýmsa skipulagða ferðaþjónustu eins og skoðunarferðir og hvalaskoðun. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar.
Lesa meira

83% landmanna ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu

83% landmanna ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu samkæmt niðurstöðum könnunar MMR. Litlar breytingar reyndust á ferðaáætlunum Íslendinga frá því árið áður.
Lesa meira

Ísland – allt árið: Áfangaskýrsla veturinn 2012 - 2013

Út er komin áfangaskýrsla Ísland – allt árið fyrir veturinn 2012 – 2013. Í skýrslunni er hægt að kynna sér þær markaðsaðgerðir og áherslur sem framkvæmdar voru veturinn 2012 – 2013 og þau áhrif sem þær höfðu á íslenska ferðaþjónustu. Einnig er að finna sýnishorn af auglýsingum sem voru í gangi á hverjum markaði fyrir sig og blaðaumfjöllunum sem hafa birst um verkefnið í vetur.
Lesa meira

Allt fyrir reiðhjólafólk og almenningssamgöngur á einu korti

Út er komið kort þar sem á einum stað eru aðgengilegar upplýsingar um reiðhjólatengda þjónustu og almenningssamgöngur landinu. Kortið er gefið út á ensku og hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.
Lesa meira

90 þúsund ferðamenn í júní

Um 90 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júnímánuði eða um 15.500 fleiri en í júní 2012. Um er að ræða 20,9% aukningu milli ára.
Lesa meira

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 27. ágúst.
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í maí

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í maí síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Ísland - alveg milljón! - Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu

Ísland - alveg milljón! - Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu er yfirskrift ferðamálaþings 2013. Það verður að þessu sinni haldið á Selfossi dagana 2.-3. október í samvinnu Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar.
Lesa meira

Hálendisvegir að opnast þótt kalt hafi verið síðustu daga

Kalt hefur verið á hálendinu undanfarna daga og talsverð gola. Snjóað hefur sums staðar og verið næturfrost.
Lesa meira

Velta bílaleiga eykst um fjórðung

Tölur Rannsóknaseturs verslunarinnar sýna að greiðslukortavelta erlendar ferðamanna í maí jókst um 17,9% frá sama mánuði í fyrra. Aukningin skilar sér til verslunar, veitingahúsa, hótela, í menningarstarfsemi og ýmsa aðra þjónustu.
Lesa meira