Fréttir

Ferðasýningin "Hittumst"

Ferðasýningin "Hittumst" verður haldin föstudaginn 2. nóvember frá kl 14:00-18:00 að Radisson Hótel Sögu við Hagatorg. Hittumst er ætluð þeim sem tengjast ferðaþjónustu með einum öðrum hætti þar sem aðilar hittast og kynna vöru sína innbyrðis. Í til kynningu frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisns segir m.a.: "Stjórn FSH hvetur alla félagsmenn til að leggja sitt að mörkun til að efla tengingu milli ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu. Þessvegna viljum við leggja áherslu á að Hittumst er fyrir alla í fyrirtækinu og er frábært tækifæri fyrir starfsmenn hinna ýmsu fyrirtækja að hittast." Opið verður fyrir almenning frá kl. 16:00-18:00. Um kvöldið verður svo haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtun fram eftir kvöldi. Kostnaðurinn er 10.000kr fyrir fyrirtæki sem eru skráð í ferðamálasamtökin en annars 15.000kr. Innifalið í þessu verði eru borð,stólar,dúkar og tveir miðar á kvöldskemmtunina. Ef fyrirtæki vill kaupa fleiri miða þá endilega látið vita. Á uppskeruhátíðinni ætlum við að velja Fyndnasta atvikið og Flottustu auglýsinguna fyrir árið 2012 og eru félagsmenn beðnir um að taka þátt í því vali. Netfang til skráningar : ferdamalasamtökin@gmail.com Skráningu lýkur 25. október
Lesa meira

VAKINN - fræðsla um gerð öryggisáætlana

Gerð öryggisáætlana er meðal þeirra atriða sem kveðið er á um í VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Til að leiðbeina væntanlegum þátttakendum um gerð þeirra verður haldinn fræðslufundur með fjarfundasniði föstudaginn 19. október kl. 13:00. Tugir ferðaþjónustaðila hafa þegar sótt fjarnámskeið um innleiðingu á VAKANUM og samhliða síðasta námskeiði var einnig boðið upp á sérstaka fræðslu um gerð öryggisáætlana. Hún hlaut góðar undirtektir og því var ákveðið að bjóða upp á fleiri fundi þar sem öryggisáætlanirnar eru teknar sérstaklega fyrir. Skráning til kl. 16:00  þann 18. októberNýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir námskeiðunum. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefa skal upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer. Þátttakendur fá senda til baka slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn. Skráningu á fundinn um gerð öryggisáætlana lýkur kl. 16:00 fimmtudaginn 18. október. Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns, bætt verður við fundum eftir þörfum. Nánari upplýsingarAllar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491. Fólki er velkomið að hafa samband við Erlu vegna aðstoðar við aðra þætti í VAKANUM og eins ef umræddir tímar henta ekki viðkomandi og verður þá unnið í að setja upp fleiri námskeið. Nánar um VAKANN á www.vakinn.is
Lesa meira

Yfir 40 brautryðjendur að klasasamstarfi íslensku ferðaþjónustunnar

Þann 9. október var haldinn upphafsfundur í klasasamstarfi innan íslensku ferðaþjónustunnar í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfir 40 aðilar undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar í anda klasaaðferðafræði dr. Michael Porter. Meðal þeirra sem gerðust stofnaðilar að samstarfinu eru mörg lykilfyrirtæki á sviði ferðaþjónstu, opinberir aðilar og fyrirtæki sem styðja við eða eiga samstarf við ferðaþjónustuna. Eitt helsta markmið samstarfsins er að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun innan íslensku ferðaþjónustunnar. Fundurinn í Norræna húsinu var fjölsóttur og bar vott um mikinn áhuga á að nota aðferðir klasastjórnunnar í þágu ferðaþjónustunnar. Fjögur erindi voru flutt. Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri Gekon fjallaði um klasastjórnun, dr. Eyþór Ívar Jónsson framkvæmdastjóri Klak, nýsköpunarmiðstöðvunar atvinnulífsins, fjallaði um klasasamstarf sem verkfæri til nýsköpunar í atvinnulífinu, Ingibjörg Guðjónsdóttir frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og SAF gerði grein fyrir væntingum ferðaþjónustunnar til verkefnisins og Rósbjörg Jónsdóttir frá Gekon fór yfir verkáætlun og markmið verkefnisins. Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri Gekon sagði frá reynslunni af kortlagningu jarðvarmaklasans, sem um 80 fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og fleiri eiga nú aðild að. Hann rakti kosti þess að beita aðferðum klasastjórnunar í ferðaþjónustunni. Hákon sagði að frumkvæðið kæmi frá atvinnugreininni sjálfri og að hugmyndin hefði fengið gríðarlega góðar undirtektir, jafnt hjá aðilum í ferðaþjónustu sem fulltrúum þeirra fyrirtækja sem vinna með atvinnugreininni. Hákon sagði að Gekon myndi vinna að uppbyggingu ferðaþjónustuklasans í samvinnu við færustu sérfræðinga heims á þessu sviði. Dr. Emiliano Duch hefur sammælst um að vinna með Gekon að kortlagningu og samstarfsmótun íslenska ferðaþjónustuklasans, en hann er einn fremsti sérfræðingur á sviði klasastjórnunar í heimi. Duch efur víðtæka reynslu á kortlagningu ferðaþjónustuklasa og annarra atvinnugreina víðsvegar um heim. Með því hefur hann aðstoðað þjóðir heims og svæði til að þróa og efla samkeppnishæfni þeirra til lengri tíma. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnu-lífsins, ræddi um klasa sem verkfæri til nýsköpunar. Eyþór fjallaði um hvernig rannsóknir á klösum, hvort sem verið er að tala um þær rannsóknarhefðir sem snúast um samkeppnishæfni, tengslanet eða þekkingarsköpun, hafa allar lagt áherslu á að skoða hvernig klasar geta haft áhrif til að auka nýsköpun. Þegar "fyrirtæki" og "stofnanir" fara að tala saman og svo vinna saman þá aukast líkur á að til verði hugmyndir sem leiða til nýsköpunar. Til þess að nýsköpun, sem ferli til þess að gera eitthvað nýtt eða á nýjan hátt, geti orðið ávinningur fyrir klasa þurfa aðilar klasans að hafa það sjónarmið að vilja vinna og skapa saman en ekki standa í vegi hver fyrir öðrum. Eyþór lauk erindi sínu með því að leggja til að tilgangur klasasamstarfsins ætti að vera að aðilar klasans gætu eftir 5 til 10 ár litið til baka og séð þann ávinning sem fólgin er í frumkvæði, samstarfi, nýsköpun og verðmætasköpun. Ingibjörg Guðjónsdóttir, frá fyrirtækinu Íslenskir fjallaleiðsögumenn fagnaði þessu framtaki sem verið væri að ýta úr vör. Hún sagðist vera talsmaður samvinnu og samstarfs í þessari vaxandi atvinnugrein og með markvissum vinnubrögðum telur hún að bæta megi fagmennsku og fjárhagslega afkomu í greininni. Hún fagnaði því sérstaklega, og það kæmi henni á óvart, hversu margir og öflugir aðilar væru með allt frá upphafi og gæfi það miklar vonir um árangur í framhaldinu. Rósbjörg Jónsdóttir frá Gekon fjallaði um meginmarkmið klasasamstarfsins, sem væri að efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu, og að byggja upp samspil ólíkra aðila sem hafa hagsmuni af eflingu atvinnugreinarinnar. Það yrði gert með því að skapa samstarfsvettvang og draga saman beina og óbeina hagsmunaaðila, sem og opinbera aðila, og byggja upp samræðu þeirra á milli. Rósbjörg sagði að vinnuferlið skiptist í þrjá fasa: Greiningu, mótun og innleiðingu. Nú væri farið af stað með tvo fyrstu fasana en gert er ráð fyrir að greiningin og samstarfsmótunin standi fram í september 2013. Framundan eru m.a. gagnaöflun, viðtöl og fundir með aðilum klasans og fulltrúum landshlutanna, auk þess sem vinnustofur verða haldnar í öllum landshlutum. Aðilar að klasanum fá markvissa upplýsingagjöf um framgang verkefnisins, jafnframt því sem söfnun félaga verður haldið áfram. Langflestir lykilaðilar eru aðilar að samstarfsferlinu en þeir skiptast í 3 meginflokka. Í fyrsta lagi fyrirtæki úr öllum geirum ferðaþjónustunnar, í öðru lagi aðilar úr atvinnugreinum sem styðja ferðaþjónustuna. Í þriðja lagi opinberar stofnanir og samtök ferðaþjónustuaðila. (Sjá lista yfir stofnaðila) Gera má ráð fyrir að þessum aðilum muni fjölga talsvert á næstu vikum og mánuðum, enda öllum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Nánari upplýsingar veita Hákon Gunnarsson, hakon@gekon.is, og Rósbjörg Jónsdóttir, rosbjorg@gekon.is.
Lesa meira

Ísland allt árið ? þróunarsjóður

Nú hefur öðru sinni verið auglýst eftir umsóknum fyrir Ísland allt árið – þróunarsjóð. Markmið styrkjanna er að styðja við átakið Ísland allt árið með því að auka hæfni fyrirtækja tengdum ferðaþjónustu til að skapa upplifanir utan háannatíma ferðmannatímabilsins og auka arðsemi fyrirtækja. Landsbankinn og atvinnuvegaráðuneytið komu þróunarsjóðnum á fót til þess að styðja við markaðsátakið Ísland allt árið sem er þriggja ára verkefni ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til og með 23. október 2012. Styrkir að þessu sinni nema um 30 milljónir króna. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar og Landsbankans Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira

Niðurstöður úr könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna síðasta vetur

Ferðamenn sem dvöldu á Íslandi á tímabilinu september 2011 til maí 2012 (sem hér eftir verða nefndir vetrargestir) virtust afar sáttir við dvöl sína á Íslandi samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Ferðamálastofa fékk mmr til að gera.
Lesa meira

Morgunverðarmálþing - Aðgengi, umgengni og framtíð ferðamannastaða á Íslandi

Í tilefni af 40 ára afmæli Félags leiðsögumanna er boðað til málþings 26. október sem ber yfirskriftina: Aðgengi, umgengni og framtíð ferðamannastaða á Íslandi. Málþingið er haldið á Grand Hótel kl. 8-10:30. Frummælendur verða fulltrúar frá ráðuneyti ferðamála, Landvernd, Sambandi íslenskra sveitafélaga, Háskóla Íslands og frá Ferðamálastofu. Aðgangur og morgunverður kr. 1000. Vegna skipulagningar þarf að tilkynna þátttöku á netfangið info@touristguide.is fyrir 25. október.    
Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um framtíðarsýn við Gullfoss

Umhverfisstofnun stendur nú fyrir samkeppni um framtíðarsýn á ferðamannasvæðinu við Gullfoss í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Samkeppnin er hugmyndasamkeppni og er opin öllum: Arkitektum, landslagsarkitektum og öðrum þeim er hafa áhuga á Gullfossi og friðlandinu við Gullfoss. Samkeppnin er styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamanna. Ætlað að fá fram góðar hugmyndir Umhverfisstofnun hyggst með samkeppninni  fá fram góðar hugmyndir sem leggja má til grundvallar framtíðaráformum um framkvæmdir á friðlandinu við Gullfoss. Aðdragandi hugmyndasamkeppninnar er m.a. sá að ár hvert kemur mikill fjöldi gesta, erlendra og innlendra að skoða Gullfoss og nágrenni. Vegna hins mikla fjölda er heimsækir svæðið er þar mikill ágangur.  Árið 2010 var ferðamannasvæðið við Gullfoss, eitt þeirra 10 svæða er sett voru á svokallaðan „rauðan lista“ yfir svæði sem Umhverfisstofnun taldi í hættu á að missa verndargildi sitt. Því þarf að halda áfram að byggja upp stíga og útsýnispalla og setja upp gróðurverndargirðingar, bæði til þess að hlífa umhverfinu og einnig til að tryggja aðgengi allra að fossinum eins og kostur er. Umhverfisstofnun leggur áherslu á að mikilvægi þess að allar framkvæmdir á samkeppnissvæðinu verði afturkræfar og svæðinu verði skilað jafngóðu eða í betra ástandi til komandi kynslóða. Keppnislýsing og keppnisgögnKeppnislýsing og upplýsingar um hugmyndasamkeppnina eru á sérstöku vefsvæði keppninnar. Keppnisgögn er hægt að nálgast á skrifstofu Arkitektafélags Íslands Engjateig 9 milli 9 og 13 og hjá trúnaðarmanni dómnefndar Haraldi Helgasyni arkitekt FAÍ, Hvassaleiti 74, 103 Reykjavík. Netfang hans er  harh [hjá] mail.is og sími: 568-2707 og 897-6874. Umhverfisstofnun hvetur sem flesta til að taka þátt í þessari áhugaverðu hugmyndasamkeppni.
Lesa meira

Starf rekstrarstjóra Ferðamálastofu laust til umsóknar

Ferðamálastofa leitar eftir rekstrarstjóra í 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið getur verið staðsett í Reykjavík eða á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. StarfssviðRekstrarstjóri mun heyra beint undir ferðamálastjóra en starfssvið hans er m.a.: Dagleg fjárhagsleg umsýsla stofnunarinnar, greiðsla reikninga og færsla bókhalds Vinna að gerð ársáætlana stofnunarinnar og eftirfylgni við þær Umsjón með samningagerð vegna styrkveitinga stofnunarinnar Umsýsla vegna starfsmannahalds, í samvinnu við ferðamálastjóra Staðgengill ferðamálastjóra í málefnum er lúta að almennri stjórnun Menntunar- og hæfnikröfur: Háskólapróf í viðskiptafræði eða skyldum greinum er skilyrði Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af fjármálastjórnun hjá hinu opinbera Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur Framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum og löngun til að takast á við síbreytileg verkefni Samskiptahæfni Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2012. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík eða á netfangið olof@ferdamalastofa.is og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ágúst Þorsteinsson rekstrarstjóri jonagust@ferdamalastofa.is Auglýsing til útprentunar (PDF)
Lesa meira

Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll orðnir álíka margir og allt árið 2011

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 64.672 erlendir ferðamenn frá landinu í september síðastliðnum eða um þrettán þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011. Er þetta fjórði mánuðurinn á árinu þar sem aukningin fer yfir 20% milli ára. 40 þúsund fleiri ferðamenn á ellefu ára tímabiliFerðamenn í september voru 25,4% fleiri en í september árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá að jafnaði 6,6% aukningu milli ára frá árinu 2002. Bandaríkjamenn, Norðmenn, Þjóðverjar og Bretar nærri helmingur ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í september frá Bandaríkjunum (15,2%), Noregi (11,6%), Þýskalandi (9,9%) og Bretlandi (9,8%). Ferðamenn frá Danmörku (6,4%), Svíþjóð (6,4%) og Frakklandi (5,6%) fylgdu þar á eftir.  Af einstaka þjóðum fjölgaði Norðmönnum, Bretum, Bandaríkjamönnum, Frökkum og Japönum mest milli ára í september. Þannig komu um 2.200 fleiri Norðmenn í ár en í fyrra, 2.100 fleiri Bretar, 1.500 fleiri Bandaríkjamenn,  1.200 fleiri Frakkar og tæplega 1.200 fleiri Japanir. Einstök markaðssvæðÞegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum í september. Mest er hún þó frá Bretlandi eða 50,7% og löndum sem eru flokkuð undir "Annað " eða 34,4%. Þar á eftir fylgja Norðurlöndin (25,6%), Mið- og Suður Evrópa (20,7%) og Norður Ameríka (13,3%). Ferðamenn frá áramótumÞað sem af er ári hafa 536.957 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 78.897 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 17,2% aukningu milli ára.  Eru ferðamenn um Keflavíkurflugvöll það sem af er ári því orðnir álíka margir og allt árið 2011. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega milli ára frá öllum mörkuðum. Þannig hefur Bretum fjölgað um 35,8%, N-Ameríkönum um 18,2%, Mið- og S-Evrópubúum um 12,4% og ferðamönnum sem eru flokkuð undið "Annað" um 23,2%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 9,3%. Ferðir Íslendinga utanUm 32 þúsund Íslendingar fóru utan í september síðastliðnum, 4,9% fleiri en í september 2011. Frá áramótum hafa 275.217 Íslendingar farið utan, 5,8% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 260 þúsund. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is September eftir þjóðernum Janúar - september eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 8.272 9.820 1.548 18,7   Bandaríkin 65.172 79.088 13.916 21,4 Bretland 4.190 6.313 2.123 50,7   Bretland 49.981 67.855 17.874 35,8 Danmörk 3.894 4.138 244 6,3   Danmörk 34.365 34.361 -4 0,0 Finnland 1.395 1.792 397 28,5   Finnland 10.401 11.354 953 9,2 Frakkland 2.403 3.646 1.243 51,7   Frakkland 32.544 37.767 5.223 16,0 Holland 2.026 2.045 19 0,9   Holland 17.234 18.510 1.276 7,4 Ítalía 796 950 154 19,3   Ítalía 11.516 12.725 1.209 10,5 Japan 645 1.812 1.167 180,9   Japan 5.143 7.595 2.452 47,7 Kanada 2.594 2.488 -106 -4,1   Kanada 15.271 16.026 755 4,9 Kína 1.115 1.651 536 48,1   Kína 7.081 11.165 4.084 57,7 Noregur 5.260 7.486 2.226 42,3   Noregur 34.661 41.473 6.812 19,7 Pólland 953 1.193 240 25,2   Pólland 11.711 12.179 468 4,0 Rússland 242 372 130 53,7   Rússland 2.214 4.053 1.839 83,1 Spánn 1.239 1.841 602 48,6   Spánn 13.060 13.679 619 4,7 Sviss 841 1.025 184 21,9   Sviss 9.551 11.436 1.885 19,7 Svíþjóð 3.423 4.139 716 20,9   Svíþjóð 27.437 29.632 2.195 8,0 Þýskaland 5.891 6.418 527 8,9   Þýskaland 52.515 59.153 6.638 12,6 Annað 6.397 7.543 1.146 17,9   Annað 58.203 68.906 10.703 18,4 Samtals 51.576 64.672 13.096 25,4   Samtals 458.060 536.957 78.897 17,2                       September eftir markaðssvæðum Janúar - september eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 13.972 17.555 3.583 25,6   Norðurlönd 106.864 116.820 9.956 9,3 Bretland 4.190 6.313 2.123 50,7   Bretland 49.981 67.855 17.874 35,8 Mið-/S-Evrópa 13.196 15.925 2.729 20,7   Mið-/S-Evrópa 136.420 153.270 16.850 12,4 Norður Ameríka 10.866 12.308 1.442 13,3   Norður Ameríka 80.443 95.114 14.671 18,2 Annað 9.352 12.571 3.219 34,4   Annað 84.352 103.898 19.546 23,2 Samtals 51.576 64.672 13.096 25,4   Samtals 458.060 536.957 78.897 17,2                       Ísland 30.809 32.313 1.504 4,9   Ísland 260.201 275.217 15.016 5,8
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í ágúst

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í ágúst síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgar um 10% Gistinætur á hótelum í ágúst voru 239.500 samanborið við 218.500 í ágúst 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 89% af heildarfjölda gistinátta í ágúst en gistinóttum þeirra fjölgaði um 11% samanborið við ágúst 2011. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 3% færri en árið áður. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur 149.000 eða um 12% fleiri en í ágúst 2011. Á Suðurlandi voru 33.500 gistinætur á hótelum í ágúst sem er um 11% aukning samanborið við fyrra ár. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um 8% en þar var fjöldi gistinátta 10.000. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 7%, voru 23.700 samanborið við 25.400 í ágúst 2011. Gistinætur á Austurlandi voru 11.700 í ágúst og fjölgaði um 5%. Gistinóttum á Suðurnesjum fækkaði milli ára um 7% voru 9.900 samanborið við 10.600 í ágúst 2011. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17% fyrstu átta mánuði ársins Gistinætur á hótelum fyrstu átta mánuði ársins 2012 voru 1.265.800 en voru 1.085.500 fyrir sama tímabil árið 2011. Á þessu tímabili hefur gistinóttum erlendra gesta fjölgað um 18% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 9%.
Lesa meira