15.08.2012
Vert er að minna á að nú eru tæpar fjórar vikur í lok umsóknarfrests um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur er til og með 10 september 2012 og umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
Hlutverk sjóðsins:Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er vistaður hjá Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
Áherslur og ábendingar til umsækjenda:
Framkvæmdasjóðurinn leggur sérstaka áherslu á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
Framlög til einkaaðila eru háð því skilyrði að um sé að ræða ferðamannastaði sem eru opnir almenningi.
Að jafnaði getur styrkur ekki numið hærri upphæð en 50% af kostnaði.
Við yfirferð umsókna er tekið mið af gæðum og trúverðugleika umsókna, mikilvægi verkefnis m.t.t. markmiða Framkvæmdasjóðsins og Ferðamálaáætlunar 2011-2020, sjálfbærnisjónarmiða, nýnæmis ofl.
Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og merkinga koma m.a. fram “Menningarstefnu í mannvirkjagerð”, leiðbeiningarritinu „Góðir staðir“ og „Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum“ (sjá nánar á umsóknarsíðu).
Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum:
Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.
Allar umsóknir skulu innihalda:
a. Verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með rökstuddum og skýrum hætti. b. Kostnaðar- og verkáætlunc. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra framkvæmda þá verður deiliskipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir. d. Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.e. Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða umsjónaraðila
Hverjir geta sótt um:Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.
Hvar ber að sækja um:Umsóknareyðublöð er að finna á hér á vefnum á sérstakri umsóknasíðu. Þar eru jafnframt leiðbeiningar um hvernig skal sækja um.
Opna upplýsingasíðu fyrir umsóknir
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5500 eða með vefpósti sveinn@ferdamalastofa.is.
Auglýsing í PDF-útgáfu til útprentunar
Lesa meira
14.08.2012
Eins og fram hefur komið í fréttum stendur til að virðisaukaskattur á gistingu verði hækkaður úr 7% í 25,5%. Samtök ferðaþjónustunnar sendu í dag frá sér fréttatilkynningu vegna þessa.
Jafnframt sendu samtökin hlekk á töflu þar sem sjá má samanburð á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu í Evrópu.
Fréttatilkynning:
FÁDÆMA ÓVIRÐING VIÐ GREININA
Fundur fjármálaráðherra með fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í gær um hugmyndir ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25.5%, olli miklum vonbrigðum og ljóst að mönnum var full alvara að veita ferðaþjónustunni þetta rothögg. Fulltrúar SAF hlustuðu agndofa á fjármálaráðherra segja eðlilegt að greinin taki á sig 17.3% verðhækkun þar sem hún sé á uppleið.
Fjármálaráðherra sýndi ferðaþjónustunni og starfsfólki hennar fádæma óvirðingu í fréttum Sjónavarps í gærkvöldi þegar hún sagði neðra þrep virðisaukaskatt vera ríkisstyrk.
29 þjóðir af 32 í Evrópu eru með gistinguna í neðra þrepi virðisaukaskatts. Þær þjóðir kalla það ekki ríkisstyrk, þær gera það til þess að ferðaþjónustan dafni og færi meiri tekjur í þjóðarbú. Þar mega atvinnugreinar dafna. Þjóðverjar lækkuðu t.d. virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% þegar fór að kreppa að í Evrópu í þessu skyni.
Samtök ferðaþjónustunnar hvetja ríkisstjórnina til að hætta alfarið við þessa fáránlegu hugmynd og leyfa ferðaþjónustunni að dafna, öllum til góðs.
Nánari upplýsingar veita:Árni Gunnarsson, formaður SAFSími: 899-6113
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAFSími: 511-8000 og 822-0057
Mynd: Reykjavíkurtjörn / Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira
08.08.2012
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fór 112.121 erlendur ferðamaður frá landinu í júlí síðastliðnum um Leifsstöð eða um 14 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aldrei hafa jafnmargir ferðamenn komið til landsins í einum mánuði, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð árið 2002.
Aukning milli ára 14,7%Ferðamenn í júlí í ár voru 14,7% fleiri en í júlí árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júlímánuði á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá 9,6% aukningu milli ára að jafnaði frá árinu 2002.
Þjóðverjar og Bandaríkjamenn ríflega fjórðungur ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júlí frá Þýskalandi (13,8%) og Bandaríkjunum (13,3%). Ferðamenn frá Bretlandi (7,6%), Frakklandi (7,5%), Danmörku (7,3%), Noregi (6,0%) og Svíþjóð (5,6%) fylgdu þar á eftir en samanlagt voru framangreindar sjö þjóðir 61,1% ferðamanna í júlímánuði.
Af einstaka þjóðum fjölgaði Þjóðverjum mest í júlí, þannig komu tæplega þrjú þúsund fleiri Þjóðverjar í ár en fyrra. Þar á eftir fylgdu Bretar, Bandaríkjamenn og Svíar sem voru um 1400 fleiri hver þjóð í júlí. Norðmönnum fjölgaði ennfremur umtalsvert eða um 1100 og Ítölum um 900. Ferðamönnum frá öðrum þjóðum fjölgaði mun minna.
Ferðamönnum fjölgaði frá öllum mörkuðumÞegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum í júlí. Hlutfallslega varð mest aukning frá Bretlandi (20,5%) og frá löndum sem flokkast undir aðra markaði (20,7%). Þar á eftir fylgdu Mið- og Suður-Evrópa (15,4%), Norðurlöndin (12,3%) og N-Ameríka (6,7%).
Ferðamenn frá áramótumÞað sem af er ári hafa 357.006 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 52 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 17,2% milli ára. Hlutfallsleg aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, mest frá Bretlandi eða 38,6%, löndum sem falla undir aðra markaði (21,4%) og N-Ameríku (20,6%). Aukning frá Mið- og Suður Evrópu hefur verið heldur minni eða 10,5% og sama má segja um Norðurlöndin með 7,8% aukningu.
Ferðir Íslendinga utanUm 35 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí síðastliðnum, 7,5% fleiri en í júlí á árinu 2011. Frá áramótum hafa 205.881 Íslendingar farið utan, 5,5% fleiri en árinu áður en þá fóru um 195 þúsund utan á sama tímabili.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
Júlí eftir þjóðernum
Janúar - júlí eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2011
2012
Fjöldi
(%)
2011
2012
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
13.545
14.960
1.415
10,4
Bandaríkin
43.079
53.443
10.364
24,1
Bretland
7.059
8.506
1.447
20,5
Bretland
38.794
53.758
14.964
38,6
Danmörk
7.996
8.167
171
2,1
Danmörk
24.444
24.113
-331
-1,4
Finnland
2.318
2.198
-120
-5,2
Finnland
6.980
8.020
1.040
14,9
Frakkland
7.945
8.454
509
6,4
Frakkland
19.765
21.863
2.098
10,6
Holland
3.398
3.841
443
13,0
Holland
11.589
12.459
870
7,5
Ítalía
2.260
3.176
916
40,5
Ítalía
5.006
6.122
1.116
22,3
Japan
543
589
46
8,5
Japan
3.757
4.955
1.198
31,9
Kanada
3.332
3.048
-284
-8,5
Kanada
9.445
9.886
441
4,7
Kína
1.544
2.408
864
56,0
Kína
4.643
7.097
2.454
52,9
Noregur
5.552
6.686
1.134
20,4
Noregur
24.008
28.031
4.023
16,8
Pólland
2.839
2.957
118
4,2
Pólland
8.723
8.895
172
2,0
Rússland
547
752
205
37,5
Rússland
1.528
2.466
938
61,4
Spánn
3.017
2.971
-46
-1,5
Spánn
6.320
6.291
-29
-0,5
Sviss
3.659
3.918
259
7,1
Sviss
5.753
6.715
962
16,7
Svíþjóð
4.893
6.257
1.364
27,9
Svíþjóð
19.478
20.567
1.089
5,6
Þýskaland
12.498
15.461
2.963
23,7
Þýskaland
32.623
36.102
3.479
10,7
Annað
14.812
17.772
2.960
20,0
Annað
38.708
46.223
7.515
19,4
Samtals
97.757
112.121
14.364
14,7
Samtals
304.643
357.006
52.363
17,2
Júlí eftir markaðssvæðum
Janúar - júlí eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2011
2012
Fjöldi
(%)
2012
2012
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
20.759
23.308
2.549
12,3
Norðurlönd
74.910
80.731
5.821
7,8
Bretland
7.059
8.506
1.447
20,5
Bretland
38.794
53.758
14.964
38,6
Mið-/S-Evrópa
32.777
37.821
5.044
15,4
Mið-/S-Evrópa
81.056
89.552
8.496
10,5
N-Ameríka
16.877
18.008
1.131
6,7
N-Ameríka
52.524
63.329
10.805
20,6
Annað
20.285
24.478
4.193
20,7
Annað
57.359
69.636
12.277
21,4
Samtals
97.757
112.121
14.364
14,7
Samtals
304.643
357.006
52.363
17,2
Ísland
32.629
35.061
2.432
7,5
Ísland
195.204
205.881
10.677
5,5
Lesa meira
08.08.2012
Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í júní síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 13% Gistinætur á hótelum í júní voru 202.500 samanborið við 178.800 í júní 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 86% af heildarfjölda gistinátta í júní en gistinóttum þeirra fjölgaði um 13% samanborið við júní 2011. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga einnig um 13%.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum, á höfuðborgarsvæðinu voru um 133.100 gistinætur í júní sem er fjölgun um tæp 15% frá fyrra ári. Gistinætur á Austurlandi voru 9.300 og fjölgaði um 19%. Á Suðurlandi voru 26.000 gistinætur á hótelum í júní sem er rúmlega 12% aukning samanborið við júní 2011. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru gistinætur á hótelum 7.900 í júní og fjölgaði þeim einnig um 12%. Gistinætur á Suðurnesjum voru um 8.500 sem jafngildir um 11% aukningu frá fyrra ári. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 4%, voru 17.700 samanborið við 17.000 í júní 2011.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tæp 21% fyrstu sex mánuði ársinsGistinætur á hótelum fyrstu sex mánuði ársins 2012 voru 770.800 en voru 639.400 fyrir sama tímabil árið 2011. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 23% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 12% samanborið við sama tímabil 2011.
Lesa meira
20.07.2012
Frá Vegagerðinni berast þær upplýsingar að nú hafi allir vegir á hálendinu verið opnaðir. Jeppafólk á faraldsfæti getur því fagnað. Nánari upplýsingar um ástand fjallvega, færð og opnanir má finna á eftirfarandi síðu á vef Vegagerðarinnar: http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/Fjallvegir/
Lesa meira
12.07.2012
Ísland er með´etta! er farið í loftið. Þetta er sameiginlegt átak Ferðamálastofu, markaðsstofa landshlutanna, Ferðaþjónustu bænda og fleiri aðila og mun standa yfir næstu þrjú árin. Markmiðið er að hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands allt árið og leiðarljós átaksins er upplifun!
Sjá vef átaksins: www.islandermedetta.is.
Lesa meira
11.07.2012
Nú hefur þeim áfanga verið náð að Ferðamálastofa hefur gefið út 500 leyfi til ferðaskipuleggjenda hér á landi. Það sem af er þessu ári hafa 70 ný leyfi verið gefin út.
Við gildistöku nýrra laga um skipan ferðamála í ársbyrjun 2006 tók Ferðamálastofa við útgáfu leyfa til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda og eftirliti með starfsemi þeirra. Þá var í lögunum tekin upp skráningarskylda upplýsinga- og bókunarmiðstöðva. Fyrsta skírteinið var gefið út 6. febrúar það ár. Í dag eru ferðaskrifstofur um 140 talsins og ferðaskipuleggjendur 500, sem fyrr segir.
Býður upp á sjóböðBenedikt S. Lafleur er 500. ferðaskipuleggjandinn með fyrirtæki sitt Lafleur web slf. Benedikt er mörgum kunnur fyrir áhuga sinn og árangur í sjósundi og því kannski ekki að undra að hann hyggst einmitt bjóða fólki upp á kynningu og leiðsögn í sjóböðum með hinu nýja fyrirtæki.
Átak í eftirlitiFerðamálastofa hefur eftirlit með leyfis- og skráningarskyldum aðilum og því að skilyrðum fyrir leyfum og skráningu sé fullnægt. Enn fremur hefur stofnunin eftirlit með ólöglegri starfsemi og nú annað sumarið í röð var ráðinn starfsmaður til verkefnisins. Ferðamálastofu er mjög í mun að koma í veg fyrir ólöglega starfsemi en því miður hafa verið brögð að því að aðilar starfi án tilskilinna leyfa. Á leyfisskyldum aðilum hvílir sú skylda að birta myndrænt auðkenni frá Ferðamálastofu á heimasíðum sínum og í útgefnu efni. Því er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um hvaða ferðaþjónustuaðilar hafa tilskilin leyfi og beini viðskiptum sínum til þeirra. Jafnframt að fólk geri Ferðamálastofu viðvart ef það hefur grun um að starfsemi sé stunduð án leyfis.
Einfalt að sækja um leyfiUmsókn um ferðaskipuleggjenda- og ferðaskrifstofuleyfi er hvorki flókinn né kostnaðarsamur ferill. Að auki er kostnaður við þau vottorð sem þarf að afla og tryggingar. Allar nánari upplýsingar um leyfisumsóknir má finna hér á vefnum undir „Leyfismál“.
Lesa meira
10.07.2012
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 74.325 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum júnímánuði eða tæplega níu þúsund fleiri en í júní á síðasta ári.
13,3% aukning milli áraFerðamenn í júní síðastliðnum voru 13,3% fleiri en í sama mánuði í fyrra en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur verið með brottfarartalningar í Leifsstöð hefur aukningin í júní verið að jafnaði 9,0% milli ára.
Bandaríkjamenn og Þjóðverjar nærri þriðjungur ferðamanna Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (19,2%) og Þýskalandi (13,0%) en þar á eftir komu ferðamenn frá Bretlandi (7,9%), Noregi (7,9%), Frakklandi (5,9%), Danmörku (5,6%) og Svíþjóð (5,4%). Samanlagt voru þessar sjö þjóðir tæplega tveir þriðju ferðamanna í júní.
Aukning frá öllum markaðssvæðum í júníEf litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá þeim öllum, hlutfallslega mesta frá Bretlandi (34,6%), N-Ameríku (20,3%) og löndum sem flokkuð eru undir annað (17,9%).
18,4% fleiri ferðamenn á fyrri helmingi ársinsAlls hafa 244.885 erlendir ferðamenn farið frá landinu á fyrri helmingi ársins eða 37.999 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára nemur 18,4%. Hlutfallsleg aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, langmest þó frá Bretlandi eða 42,6%, N-Ameríku (27,1%) og löndum sem flokkuð eru undir önnur svæði (21,8%). Hlutfallsleg aukning er heldur minni frá Mið- og S-Evrópu (7,2%) og Norðurlöndunum (6,0%).
Utanferðir Íslendinga Rúmlega 1.900 fleiri Íslendingar fóru utan í júní ár en í sama mánuði í fyrra. Í júní í ár voru þeir 39.361 en í fyrra 37.438. Frá áramótum hafa 170.820 Íslendingar farið utan, um átta þúsund fleiri en á fyrri helmingi ársins 2011. Aukningin nemur 5,1% milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
Júní eftir þjóðernum
Janúar - júní eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2011
2012
Fjöldi
(%)
2011
2012
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
11.580
14.258
2.678
23,1
Bandaríkin
29.534
38.483
8.949
30,3
Bretland
4.360
5.878
1.518
34,8
Bretland
31.735
45.252
13.517
42,6
Danmörk
4.532
4.175
-357
-7,9
Danmörk
16.448
15.946
-502
-3,1
Finnland
1.467
1.969
502
34,2
Finnland
4.662
5.822
1.160
24,9
Frakkland
3.946
4.412
466
11,8
Frakkland
11.820
13.409
1.589
13,4
Holland
2.178
2.319
141
6,5
Holland
8.191
8.618
427
5,2
Ítalía
1.251
1.385
134
10,7
Ítalía
2.746
2.946
200
7,3
Japan
590
557
-33
-5,6
Japan
3.214
4.366
1.152
35,8
Kanada
2.513
2.698
185
7,4
Kanada
6.113
6.838
725
11,9
Kína
1.389
2.093
704
50,7
Kína
3.099
4.689
1.590
51,3
Noregur
5.294
5.850
556
10,5
Noregur
18.456
21.345
2.889
15,7
Pólland
2.136
2.313
177
8,3
Pólland
5.884
5.938
54
0,9
Rússland
254
455
201
79,1
Rússland
981
1.714
733
74,7
Spánn
999
1.006
7
0,7
Spánn
3.303
3.320
17
0,5
Sviss
946
1.461
515
54,4
Sviss
2.094
2.797
703
33,6
Svíþjóð
4.018
3.995
-23
-1,0
Svíþjóð
14.585
14.310
-275
-1,9
Þýskaland
9.584
9.659
75
0,8
Þýskaland
20.125
20.641
516
2,6
Annað
8.569
9.842
1.273
14,9
Annað
23.896
28.451
4.555
19,1
Samtals
65.606
74.325
8.719
13,3
Samtals
206.886
244.885
37.999
18,4
Júní eftir markaðssvæðum
Janúar - júní eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2011
2012
Fjöldi
(%)
2011
2012
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
15.311
15.989
678
4,4
Norðurlönd
54.151
57.423
3.272
6,0
Bretland
4.360
5.878
1.518
34,8
Bretland
31.735
45.252
13.517
42,6
Mið-/S-Evrópa
18.904
20.242
1.338
7,1
Mið-/S-Evrópa
48.279
51.731
3.452
7,2
N-Ameríka
14.093
16.956
2.863
20,3
N-Ameríka
35.647
45.321
9.674
27,1
Annað
12.938
15.260
2.322
17,9
Annað
37.074
45.158
8.084
21,8
Samtals
65.606
74.325
8.719
13,3
Samtals
206.886
244.885
37.999
18,4
Ísland
37.438
39.361
1.923
5,1
Ísland
162.575
170.820
8.245
5,1
Lesa meira
09.07.2012
Vert er að benda á að Evrópska ferðamálaráðið (European Travel Commission - ETC) hefur auglýst þrjú störf laus til umsóknar.
Sameiginlegur vettvangur EvrópulandaFerðamálastofa hefur í áratugi verið aðili að ETC fyrir Íslands hönd. Innan þessara rúmlega 60 ára gömlu samtaka eru nú 39 ferðamálaráð jafnmargra þjóða. Skrifstofur ETC eru í Brussel en hlutverk samtakanna er meðal annars að kynna Evrópu sem áfangastað ferðamanna, safna og miðla margháttaðri þekkingu milli aðildarlandanna, svo sem tölfræðiupplýsingum og rannsóknum og fleira.
Þau störf sem um ræðir lúta að:
Markaðs- samskipta- og kynningarmálum (Marketing, Communications & PR Manager)
Rannsókna- og þróunarmálum (Research & Development Manager)
Fjármálum, mannauðsmálum og stjórnun (Finance, HR & Administration Manager)
Nánar á vef ETC
Lesa meira
07.07.2012
Ákveðið hefur verið að áður boðaðar breytingar á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands taki gildi í byrjun september næstkomandi og þá hefur Steingrímur J Sigfússon nú tekið við iðnaðarráðuneytinu.
Þann 4. september taka til starfa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti og koma þau í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Þetta kemur fram í Stjórnartíðindum. Jafnframt hefur Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, verið falið að undirbúa stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra hefur verið falið að undirbúa stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra hefur verið falið að undirbúa stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Í Stjórnartíðindum kemur einnig fram að frá og með 6. júlí 2012 skuli Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, fara með iðnaðarráðuneytið, í stað Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármálaráðherra, um stundarsakir, í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, vegna fæðingarorlofs hennar, eða þar til annað verður ákveðið. Steingrímur J. Sigfússon er þar með ráðherra ferðamála í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur. Þetta er í annað sinn sem Steingrímur J. hefur ferðamálin á sinni könnu en þau heyrðu undir samgönguráðuneytið í ráðherratíð hans þar á árunum 1988 til 1991.
Lesa meira