Fréttir

Gistinætur heilsárhótela í september

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í september síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. 14% fjölgun í september Gistinætur á hótelum í september voru 156.000 samanborið við 136.500 í september 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 82% af heildarfjölda gistinátta í september en gistinóttum þeirra fjölgaði um 15% samanborið við september 2011. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 11% fleiri en árið áður. Fjölgun í öllum landshlutumÁ höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur 109.500 eða um 11% fleiri en í september 2011. Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum um 30%, voru 12.900 samanborið við 9.900 í september 2011. Á Suðurlandi voru 15.900 gistinætur á hótelum í september sem er um 25% aukning samanborið við fyrra ár. Gistinætur á Austurlandi voru 6.300 í september og fjölgaði um 21%. Gistinóttum á Suðurnesjum fjölgaði milli ára um 13%, voru 6.600 samanborið við 5.800 í september 2011. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um 2% en þar var fjöldi gistinátta 4.700. 16% fjölgun fyrstu níu mánuði ársinsGistinætur á hótelum fyrstu níu mánuði ársins 2012 voru 1.421.900 til samanburðar við 1.222.000 á sama tímabili árið 2011. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 18% á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 9%. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Farfuglar álykta um skattamál

Rekstraraðilar Farfuglaheimilanna á Íslandi, sem funduðu á Dalvík laugardaginn 27. október, senda stjórnvöldum eftirfarandi skilaboð. Við lýsum djúpum áhyggjum af boðuðum virðisaukaskattshækkunum á gistiþjónustu, sem og stórfelldri hækkun á aðflutningsgjöldum á bílaleigubílum. Hvort tveggja mun rýra samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands og draga úr vilja og getu ferðamanna sem hingað koma til að leggja upp í lengri ferðir um landið. Þannig ganga þessar aðgerðir í berhögg við eitt af markmiðum ferðamálaályktunar sem samþykkt var á Alþingi 2011, þar sem segir m.a.  “að stuðla beri að betri dreifingu ferðamanna um landið". Við viljum einnig benda á, að verulegt misræmi er á skattlagningu innan greinarinnar og einnig í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar í landinu.Sé það vilji stjórnvalda að auka tekjur af ferðaþjónustu á Íslandi væri nærtækara að einfalda og jafna skattheimtu og ná í skottið á meintum undanskotsmönnum, í stað þess að gera þeim sem standa í skilum lífið þungbært með auknum álögum. Nánari upplýsingar veitir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Farfugla í síma 861 9434.
Lesa meira

Arnheiður Jóhannsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands hefur ráðið Arnheiði Jóhannsdóttur í starf framkvæmdastjóra fránæstu áramótum. Arnheiður tekur við starfinu af Ásbirni Björgvinssyni sem hefur gegnt því fráárinu 2008. Arnheiður útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 1999 og lauk ári síðarmastersprófi í alþjóðamarkaðsfræði frá The University of Strathclyde í Glasgow í Skotlandi. Húnstarfaði sem ráðgjafi hjá KPMG Ráðgjöf á árunum 2000-2003 og var verkefnastjóri hjáNýsköpunarmiðstöð Íslands2003-2011 en hefur síðan leitt uppbyggingu Air 66N flugklasans hjáMarkaðsstofu Norðurlands. Hún hefur jafnframt verið stundakennari í markaðsfræðum viðviðskiptadeild Háskólans á Akureyri frá árinu 2006.
Lesa meira

Að sigra heiminn á 90 mín!

Afþreyingarnefnd SAF í samstarfi við Kapal markaðsráðgjöf býður upp á fyrirlestur þar sem farið verður í  markaðssetningu á netinu Fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 31. október, klukkan 9.00 – 10.30 í fundarsal SAF, 6. hæð  Borgartúni 35. Á fyrirlestrinum verður farið yfir það helsta sem snýr að markaðssetningu á netinu fyrir ferðaþjónustuaðila.  Meðal efnis sem farið verður í er árangursrík uppbygging vefsíðna fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, farið í grunnatriði leitarvélabestunar og hvernig á að skrifa texta fyrir netið. Auk þess að farið verður yfir helstu leiðir í markaðssetningu í auglýsingakerfi Google þ.a.m. PPC auglýsingar og vefborðaauglýsingar inn á ákveðin markaðssvæði eða markaðssyllur.  Þá verður farið yfir helstu nýjungar á samfélagsmiðlum og rýnt í mikilvægi þeirra.  Fyrirlesturinn verður í höndum Gunnars Thorbergs Sigurðssonar og Eddu Sólveigu Gísladóttur hjá Kapal markaðsráðgjöf. Skráning fer fram á info@saf.is Nánari upplýsingar (PDF)
Lesa meira

Vetrarferðamennska: Könnunarleiðangur til Finnlands

Íslandsstofa kannar áhuga á þátttöku í könnunarleiðangri til Norður-Finnlands (Lapplands) í byrjun febrúar 2013. Áður hefur verið farið í tvær samskonar ferðir sem heppnuðust einstaklega vel. Markmið ferðarinnar er að þátttakendur kynnist finnskri ferðaþjónustu; fólki, fyrirtækjum, aðstæðum og uppbyggingu og taki með sér hugmyndir heim eða kveikju að nýrri nálgun á dagleg viðfangsefni. Áætlað er að ferðin taki fimm daga. Farið verður til Rovianemi, Yllas og Levi, sem eru miðstöðvar vetrarferðaþjónustu í Finnlandi. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 9. nóvember nk.  
Lesa meira

Vetrarferðamennska: Könnunarleiðangur til Finnlands

Íslandsstofa kannar áhuga á þátttöku í könnunarleiðangri til Norður-Finnlands (Lapplands) í byrjun febrúar 2013. Áður hefur verið farið í tvær samskonar ferðir sem heppnuðust einstaklega vel. Markmið ferðarinnar er að þátttakendur kynnist finnskri ferðaþjónustu; fólki, fyrirtækjum, aðstæðum og uppbyggingu og taki með sér hugmyndir heim eða kveikju að nýrri nálgun á dagleg viðfangsefni. Áætlað er að ferðin taki fimm daga. Farið verður til Rovianemi, Yllas og Levi, sem eru miðstöðvar vetrarferðaþjónustu í Finnlandi. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 9. nóvember nk.  
Lesa meira

VAKINN - fjarnámskeið um gerð öryggisáætlana og almenna innleiðingu VAKANS

Mjög góð viðbrögð hafa verið við fjarnámskeiðum fyrir ferðaþjónustuaðila um innleiðingu á VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Skráning stendur yfir á næstu námskeið sem haldin verða 8. nóvember. Um er að ræða tvenns konar námskeið: Almenn fræðsla um innleiðingu VAKANS kl. 10:30-11:30  Fræðsla um öryggisáætlanir kl. 14-15:30. Skráning til kl. 16 þann 7. nóvemberNýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir námskeiðunum. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefa skal upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer. Þátttakendur fá senda til baka slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn. Skráningarfrestur er til kl. 16 þann 7. nóvember. Mikilvægt að fólk taki fram á hvort námskeiðið það er að skrá sig. Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns, bætt verður við fundum eftir þörfum. Nánari upplýsingarAllar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491. Fólki er velkomið að hafa samband við Erlu vegna aðstoðar við aðra þætti í VAKANUM og eins ef umræddir tímar henta ekki viðkomandi og verður þá unnið í að setja upp fleiri námskeið. Nánar um VAKANN á www.vakinn.is
Lesa meira

WOW air kaupir Iceland Express

WOW air hefur í dag tekið yfir allan flugrekstur og áætlunarflug Iceland Express. Ekki er um sameiningu að ræða heldur tekur WOW air aðeins yfir flugáætlun Iceland Expres. Staðið við skuldbindingar gagnvart farþegumÍ tilkynningu frá WOW air kemur fram að lítil sem engin röskun verði á flugum þeirra sem pantað hafa farmiða með Iceland Express en WOW air mun tryggja að staðið verði við allar skuldbindingar gagnvart þeim farþegum. Áfangastaðir næsta sumarFlogið verður framvegis undir merkjum WOW air. Frá og með næsta vori verður WOW air með  fjórar A320 Airbus vélar og bjóða upp á 400.000 sæti til og frá Íslandi. Sumaráætlun félagsins verður til fimmtán áfangastaða í Evrópu; London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Milano, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf, Berlínar, Lyon, Alicante, Frankfurt, Vilniust og Varsjár. Samhliða fjölgun áfangastaða mun tíðni flugferða á marga áfangastaði stóraukast, segir ennfremur í tilkynningunni. Saga Iceland Express öllMeð þessum kaupum lýkur tæplega 10 ára sögu Iceland Express en fyrsta ferð á vegum félagsins var farin 27. febrúar árið 2003.
Lesa meira

Fleiri njóta aðstoðar hálendisvaktarinnar

Hálendisvakt björgunarsveita var starfrækt í sjöunda sinn sumarið 2012. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar stóðu vaktina frá 22. júní til 24. ágúst. Alls voru þáttakendur 191 talsins og 28 björgunarsveitir tóku þátt. Staðsetning hópa var sem áður á svæðinu norðan Vatnajökuls, á Sprengisandi, á Kili og tveir hópar voru að Fjallabaki. Veruleg fjölgun atvikaMikil aukning var á fjölda atvika sem kom til kasta hálendisvaktar þetta sumarið en þau reyndust alls vera 1.917 sem er 59% aukning frá árinu 2011 þegar þau voru 1.204 talsins. Þessum atvikum er svo skipt upp í tvo flokka. Annarsvegar almenna aðstoð en undir hana flokkast minniháttar atvik s.s. leiðbeiningar til ferðamanna varðandi leiðaval og útbúnað svo og minniháttar bilanir og almenn aðstoð. Hinsvegar eru það útköll en undir þann flokkast atvik sem alla jafna hefðu þarfnast aðstoðar björgunarsveita úr byggð. Mikil aukning var í báðum þessum flokkum. Almennar aðstoðarbeiðnir voru 1.495 sem er aukning um 56% frá 960 aðstoðarbeiðnum ársins 2011. Útköll reyndust vera 524 þetta sumarið en voru 244 sumarið 2011. Það er því 115% aukning enda er óhætt að segja að hálendisvaktin hafi staðið í ströngu stóran hluta sumarsins, allt frá nokkrum útköllum og aðstoðarbeiðnum upp í nokkra tugi sama daginn. Tegund útkallaTæplega helmingur útkalla var bílatengdur eða 213 talsins. Útköll sem flokkast undir slys og veikindi voru um 100 eða 20% af heildarútkallsfjölda. Er það mikil aukning frá fyrri árum. Mikið var um minni slys s.s. fóta, ökkla- og handleggsáverka en einnig var töluvert um veikindi svo og voru útköll þar sem áverkar reyndust vera mjög alvarlegir. Þess má geta að á annað hundrað útköllum var sinnt af björgunarsveitum víða um land í sumar utan hálendisvaktar. Ef horft er á hvers konar ferðamenn áttu aðild að þessum útköllum reynist stærsti flokkurinn vera göngufólk eða 29%. Ferðamenn á eigin vegum akandi á jepplingum reyndust 18%  og ferðamenn á eigin vegum á jeppum litlu færri eða 17%. Aðrir flokkar voru minni en í fyrsta sinn þurfti að aðstoða ferðamenn á langferðabifreiðum svo einhverju næmi en 4% útkalla falla í þann flokk.Í heild sinni tókst hálendisvaktin afar vel þrátt fyrir mikið annríki hjá hópum er hana stóðu. Atvik voru á öllum tíma sólarhrings og dæmi voru um að hópur sem stóð vaktina að Fjallabaki náði ekki að klára máltíð í heila viku án þess að vera sendir í verkefni.   Hálendisvakt björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið efld undanfarin ár með betri búnaði, húsakosti og fjarskiptum. Það hefur verið gert með stuðningi góðra aðila. Afar brýnt er þó að sækja aukið fjármagn í hálendisvaktina svo hægt sé að mæta þeirri aukningu óhappa og slysa sem virðist fylgja mikill fjölgun ferðamanna. Allar nánari upplýsingar veitir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna, sími 897-1757. Hér fyrir neðan eru nokkrar ljósmyndir frá sumrinu.
Lesa meira

Möguleikar Íslands á þýska markaðinum

Ferðamálastofa efnir þann 15. nóvember til fundar þar sem kynnt verður skýrsla um möguleika Íslands á þýska ferðamarkaðinum. Skýrslan var unnin af FUR (Forschungsgemeinschaft Urlaub und Reisen)  að beiðni ferðamálaráða Íslands, Grænlands og Færeyja og var fjármögnuð af NATA. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Vestnorden á dögunum og vöktu þá mikla athygli. Því var ákveðið að efna til sérstakrar kynningar á skýrslunni fyrir íslenska ferðaþjónustuaðila, enda þýski markaðurinn okkur afar mikilvægur, eins og allir vita. Skýrslan er unnin upp úr gögnum úr "German Reiseanalyse 2012" sem er umfangsmesta könnun sem reglulega er gerð á þýska ferðamarkaðinum.  Fyrirlesari:  Ulf Sontag -  yfirskrift Möguleikar Íslands, Færeyja og Grænlands á þýska ferðamarkaðinum Staður: Harpa - salur Róma Dags og tími: 15. nóvember kl. 10.30 - 12:00 Aðgangur: Ókeypis Skráning: skraning@ferdamalastofa.is Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira