Fréttir

Grand Hótel fær Svansleyfi

Grand Hótel Reykjavík fékk í dag, fyrst hótela í Reykjavík, vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar afhenti Ólafi Torfasyni, stjórnarformanni Grand Hótel Reykjavík vottunina á ársfundi Umhverfisstofnunar, sem er einmitt haldinn á Grand Hótel Reykjavík eftir hádegi í dag. Fundurinn er sendur út í beinni útsendingu á umhverfisstofnun.is. Grand Hótel Reykjavík er stærsta hótelið á landinu og tekur á móti tugþúsundum gesta alls staðar að úr heiminum  á hverju ári. Þegar Grand Hótel Reykjavík sótti um Svaninn kom það berlega í ljós að hótelið myndi leggja sig fram við að vinna að umhverfismálum af heilum hug. Mikil vakning hefur átt sér stað meðal starfsmanna í aðdraganda vottunarinnar og augljóst er að menn hafa lagt sig alla fram við að ná vel utan um umhverfisstarfið og koma með frjóar hugmyndir að lausnum. Meðal þess sem áunnist hefur hjá Grand Hótel Reykjavík er að það er komin umfangsmikil úrgangsflokkun á hótelinu í heild, búið er að gjörbreyta efnanotkun í þvottahúsi hótelsins og fylgst er náið með innkaupum svo að tryggt sé að kröfur Svansins séu uppfylltar. Grand Hótel Reykjavík mun einnig vinna frumkvöðlastarf við það að skipta út ljósaperum fyrir LED perur á öllu hótelinu í áföngum og mun þegar fram líða stundir bjóða upp á umfangsmikið úrval lífrænna matvæla á morgunverðarhlaðborði sínu en hlaðborðið í heild sinni verður vottað af Tún. Grand Hótel Reykjavík er fimmti leyfishafinn í flokki hótela og farfuglaheimila á Íslandi en alls eru nú 19 íslensk fyrirtæki komin með Svaninn. Sífellt aukinn áhugi er á Svansvottun fyrirtækja og hafa þónokkur fyrirtæki sótt um vottunina til Umhverfisstofnunar það sem af er þessu ári. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum.
Lesa meira

Ofþyngd unglinga - úrræði á Íslandi

Miðvikudaginn 11. apríl næstkomandi gengst Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir málþingi um heisuferðaþjónustu, nánar tiltekið um stofnun meðferðaþjónustu ætlaða erlendum unglingum sem eiga við ofþyngd að stríða. Málþingið er haldið í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (austurholti) klukkan: 14:15 - 16:30. Dagskrá málþings Ofþyngd unglinga - meðferð á íslandi: Er það það raunhæf hugmynd?  Sigmar B Hauksson, ráðgjafi hjá Miðlun og menningu Ofþyngd barna og unglinga, hvað er til ráða?  Dr. Ragnar Bjarnason, prófessor og yfirlæknir Landspítala Háskólasjúkrahúsi Aðstaða fyrir líkamsrækt, íþróttir og afþreyingu fyrir unglinga á Íslandi.  Steinþór Einarsson, sviðsstjóri hjá ÍTR Fundarhlé Ofþyngd unglinga, lausnir og leiðir. Dr. Erlingur S. Jóhannsson, prófessor við Háskóla Íslands Hugleiðingar ferðaþjónustubóndans. Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfræðingur á Bjarteyjarsandi Spurningar og svör Ráðstefnuslit. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Að málþingi loknu gefst þátttakendum kostur á að sjá fræðslumyndina: Ofþyngd og sykursýki. Myndin er ætluð unglingum og verður aðgengileg á netinu. Skráning á málþing um ofþyngd unglinga Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, www.arctic-images.com    
Lesa meira

Verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál

Rannsóknamiðstöð ferðamála, með fulltingi og stuðning Samtaka ferðaþjónustunnar, veitti á dögunum árleg verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin, voru afhent á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) 2012, fimmtudaginn 22. mars á hótel Hilton/Nordica í Reykjavík. Hvað Mývetningum finnst um ferðaþjónustuDómnefnd, sem skipuð var stjórn og forstöðumanni RMF, mat sjö verkefni skólaársins 2011 sem þóttu afar góð og/eða mjög athygliverð. Niðurstaða dómnefndar er að verðlaunin í ár hljóti ritgerð Margrétar Hólm Valsdóttur um; Hvað Mývetningum finnst um ferðaþjónustu, frá viðskiptadeild Háskólans á Akureyrri. Á meðfylgjandi mynd eru frá vintri: Árni Gunnarsson, formaður SAF, Ragnhildur Hólm, dóttir Margrétar Hólm sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd móður sinnar í forföllum hennar og Ragnar Ólafsson, fomaður dómefndar. Í umsögn dómnefndar segir: Í verkefni sínu fjallaði Margrét um niðurstöður ítarlegrar viðhorfskönnunar meðal allra skráðra íbúa í Mývatnssveit. Með könnuninni fékk hún fram mat íbúanna á aðstöðu fyrir ferðafólk og hvernig staðið hefði verið að þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Þessir þættir voru svo vegnir með tilliti til þess hvort fólk hefði hagsmuna að gæta eða ekki, það er hvort svarendur, eða einhverjir þeim tengdir, hefðu tekjur af ferðaþjónustu á svæðinu. Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að íbúar líta ferðaþjónustuna og uppbyggingu henni tengdri jákvæðum augum. Hinn mikli ferðamannafjöldi sem flæðir inná svæðið ár  hvert  virðist ekki hafa þau neikvæðu áhrif sem ætla mætti, miðað við hve lengi ferðaþjónusta hefur verið stunduð í sveitinni. Þó er ljóst að heimafólk gerir sér einnig grein fyrir því að ferðaþjónustan er ekki gallalaus. Neikvæðir þættir eins og árstíðabundin láglaunastörf, mengun, rusl og neikvæð umhverfisáhrif eru Mývetningum ofarlega í huga. Í þessum göllum felast einnig tækifæri, tækifæri sem Mývetningar eiga kost á að nýta sér ef rétt er haldið á  spöðum. Til að nýta þessi tækifæri leggur Margrét ríka áherslu á mikilvægi samvinnu ólíkra hagsmunaaðila í þróun, uppbyggingu og markaðssetningu sveitarinnar. Aðeins þannig verði hægt að gera ferðaþjónustu að öflugum heilsárvinnustað þar  sem  eftirsóknarvert er að starfa. Er samvinna og samstarf mikilvægt ekki síst í ljósi þess að í  niðurstöðum könnunarinnar kemur fram sterk vísbending um að beinir hagsmunir heimafólks hafi áhrif á viðhorf þess til ferðaþjónustu. Dómnefndin telur að þetta verkefni sé mikilvægt innlegg í umræðu sem lengi hefur verið við líði í íslenskri ferðaþjónustu og snýr að þolmörkum umhverfis og samfélaga gagnvart ferðaþjónustu og feðramennsku. Mikilvægi þess að skoða vandlega og skilja til hlítar vísbendingar um hvort greinin sé á rangri braut í sinni uppbyggingu eða þróunarstarfi verður seint ofmetið. Jákvætt viðhorf og væntingar heimafólks um ferðaþjónustu og gestakomur eru undirstöður öflugrar vöruþróunar og þar með jákvæðrar upplifunar af áfangastað. Spurningar um hvort tilvist ferðafólks á ákveðnum stað eða uppbygging ferðaþjónustu sé ásættanleg eða óásættanleg í augum heimafólks eru mikilvægar og þeim verður að svara. Með aðferðum þolmarkarannsókna, eins og þær hafa verið þróaðar hér á landi, er reynt að setja viðmið fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu í anda sjálfbærrar þróunar. Þegar hugtak eins og þolmörk eru til skoðunar verður ferðamannastaður aldrei burðugri en viðkvæmasti þáttur hvers staðar, hvort sem það eru innviðir, umhverfi, ferðafólk eða heimafólk sjálft. Til þess að geta staðið að stefnumótun ferðamannastaða þarf því vissulega að skoða hvern fyrir sig, en til að upplýsa stefnumótun í ferðaþjónustu í heild sinni þarf að skoða landið allt og gera sér jafnframt grein fyrir að stöðug endurskoðun er nauðsynleg sem byggir á áframhaldi rannsókna. Verkefni Margrétar er einstaklega vandað og unnið samviskusamlega með metnað og fagmennsku að leiðarljósi. Ætti hennar vinna að verða öðrum til eftirbreytni og er hún verðugur handhafi lokaverkefnisverðlauna Rannsóknamiðstöðvar ferðamála árið 2011. Ritgerðina er hægt að skoða á Landsbóksafni eða gegnum Skemmuna (skemman.is), hér: http://skemman.is/item/view/1946/8941 Önnur verkefni sem þóttu afar góð og/eða mjög athygliverð voru: Verslun ferðamanna á íslenskri fatahönnun, BS ritgerð Söndru Jónsdóttur við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ferðamálafræði. Leiðbeinandi: Dr. Katrín Anna Lund Óáþreifanleg arfleifð í ferðaþjónustu - Nýting og miðlun þjóðsagnaarfs í Djúpavogshreppi, BS ritgerð Írisar Birgisdóttur við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ferðamálafræði. Leiðbeinandi: Magnfríður Júlíusdóttir. Upplifun með íslenska hestinum, BS ritgerð Þórðar Freys Gestssonar við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ferðamálafræði. Leiðbeinandi: Dr. Anna Karlsdóttir. Ímynd Íslands í Bandaríkjunum. Samanburður þjóðfélagshópa, MS ritgerð Aðalsteins Snorrasonar í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi: Dr. Ingjaldur Hannibalsson og Dr. Gunnar Óskarsson.  Félagsleg þolmörk heimamanna í Mývatnssveit gagnvart ferðaþjónustunni, BA ritgerð Harðar Elís Finnbogasonar frá ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Leiðbeinandi: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir. Markaðssetning Íslands á netinu, MS ritgerð Eyvindar Elís Albertssonar í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi: Dr. Ingjaldur Hannibalsson.   
Lesa meira

Vinnustofur í Evrópu með seljendum Íslandsferða

Íslandsstofa skipuleggur röð funda í Evrópu með helstu söluaðilum Íslandsferða á hverju markaðssvæði. Tilgangur fundanna er að koma á framfæri upplýsingum um verkefnið „Ísland allt árið" samhliða því að ræða markaðssetningu á Íslandi á viðkomandi svæði. Íslenskum  fyrirtækjum mun gefast kostur á að funda með söluaðilum og kynna vöruframboð sitt veturinn 2012 -2013.  Vinnufundir verða haldnir í eftirfarandi borgum: 17. apríl    Frankfurt  18. apríl    München 24. apríl    Osló25. apríl    Stokkhólmur26. apríl    Kaupmannahöfn  9. maí       París10. maí     Amsterdam Áhugasamir sem ekki hafa þegar staðfest þátttöku eru beðnir að gera það nú þegar. Nánari upplýsingar um vinnustofur í Skandinavíu veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 Nánari upplýsingar um vinnustofur í Þýskalandi, París og Amsterdam veitir Davíð Jóhannsson, david@islandsstofa.is eða í síma 545 7828 Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

75 umsóknir um styrki til smærri verkefna

Alls bárust 75 umsóknir um styrki til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum, sem Ferðamálastofa auglýsti á dögunum. Heildarupphæð styrkóska um 49 milljónir króna en til úthlutunar eru 8 milljónir króna. Áhersla er á verkefni er tengjast uppbyggingu og vöruþróun göngu- og hjólaleiða, bættu aðgengi og öryggi ferðamanna og söguferðamennsku. Hámarksupphæð hvers styrks verður 800 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði og/eða hönnun. Ekki er veittur styrkur fyrir eldsneyti, fæðiskostnaði eða vinnuframlagi við framkvæmdir. Reiknað er með að tilkynna um úthlutun í byrjun apríl. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

Árni Gunnarsson endurkjörinn formaður SAF

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn  á Hilton Reykjavík Nordica í gær en um 250 manns sóttu fundinn.  Aðalumræðuefni fundarins var hvernig má auka tekjur ferðaþjónustunnar og hvort þolmörkum yfir sumartímann sé náð.  Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa funduðu faghópar samtakanna um sín hagsmunamál og haldin voru fróðleg erindi. Árni Gunnarsson (sjá mynd), framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var endurkjörinn formaður samtakanna. Með honum í stjórn voru kjörin:Bergþór Karlsson, Höldur/Bílaleiga Akureyrar Elín Árnadóttir, Isavia ohf. Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn Ingólfur Haraldsson, Hilton Reykjavík Nordica Rannveig Grétarsdóttir, Elding Hvalaskoðun  Þórir Garðarsson, Iceland Excursions Ályktanir aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica í dag, leggur áherslu á að ferðaþjónustan styrki enn stöðu sína sem ein af þremur stoðum í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og nú með auknum ferðamannastraumi yfir vetrartímann. Í ályktun aðalfundar er fagnað markverðum árangri þeirra markaðsherferða sem fyrirtækin í ferðaþjónustunni og opinberir aðilar hafa sameinast um s.s. Inspired by Iceland 2010 og ÍSLAND ALLT ÁRIÐ sem hófst á haustdögum 2011.  Ljóst sé þó að nauðsynlegt sé að styrkja innviði og stoðkerfi greinarinnar á sama tíma og er þá helst horft til samgöngumála og eflingu rannsókna í greininni. Aðalfundurinn kallar eftir aðgerðum gegn svartri atvinnustarfsemi: „Kallað er eftir meiri aga í stjórnsýslunni.  Samtökin hafa á starfsárinu sýnt fram á gríðarlegt framboð af leyfislausum fyrirtækjum sem stjórnsýslan virðist annaðhvort áhugalaus um eða vanhæf að fylgja eigin lögum og reglum.  Athafnaleysi stjórnvalda í þeim málum hvetur til svartrar atvinnustarfsemi sem samtökin fordæma.“ Aðalfundur SAF gagnrýnir að nú, þremur og hálfu ári eftir hrun, sé skuldavandi fjölmargra fyrirtækja enn óleystur: „ Það er mikið verk framundan að auka hagvöxt með arðbærum fjárfestingum og auknum atvinnutækifærum en blómlegt atvinnulíf um allt land skiptir ferðaþjónustuna miklu máli. Þá eru samkeppnishæfir vextir og afnám gjaldeyrishafta aðkallandi auk þess sem tryggja þarf að óhóflegir skattar og gjaldtaka opinberra fyrirtækja dragi ekki kraftinn úr fyrirtækjunum.  Atvinnulífið þarf á stöðugleika að halda og hafnar sífelldum breytingum á rekstrarumhverfinu.“ Þá ályktar aðalfundur SAF um stækkun friðarsvæða hvalaskoðunar: „Vakin er sérstök athygli á að veiðar á hrefnum undanfarin ár stefna hröðum skrefum í það að eyðileggja hrefnusýningar á Faxaflóa. Allt frá árinu 2003 hafa stjórnvöld hunsað beiðni stjórnar SAF um stækkun friðarsvæða við Ísland.“  Aðalfundurinn skorar á Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að að gera gangskör að stækkun friðarsvæða hvalaskoðunar.
Lesa meira

Ferðamál í brennidepli á vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands verður haldin í fjórða sinn, föstudaginn 23. mars í aðalbygingu HÍ. Efni og erindi tengd ferðamálum skipa þar veglegan sess. Ráðstefnan hefst kl. 11.00 í hátíðarsal aðalbyggingar HÍ með erindi Dr. Edward Huijbens, forstöðumanns Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, sem ber yfirskriftina: Íslensk ferðaþjónusta, þekking og þarfir.  Á ráðstefnunni verða flutt 15 erindi sem byggja á nýjum fræðilegum og hagnýtum rannsóknum um ýmis svið viðskiptafræðinnar, svo sem markaðsfræði, mannauðsstjórnun, stefnumótun og menningarfræði.  Allar greinar sem kynntar verða á ráðstefnunni verða birtar í rafrænu ráðstefnuriti sem gefið verður út af Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands og verður aðgengilegt á vefnum www.ibr.hi.is   Eftir flutning erinda kl. 15:30  verður efnt til pallborðsumræðna sem Gunnar Rafn Birgisson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Atlantik stýrir. Yfirskriftin er: Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Þátttakendur:Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu Dr. Edward Huijbens, forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar ferðamálaMatthías Imsland, framkvæmdastjóri hjá WOWair Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands   Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis Dagskrá ráðstefnunnar
Lesa meira

Farfuglaheimili fá gæðavottun

Rekstraraðilar farfuglaheimilanna á Akranesi, Bíldudal og Grundarfirði tóku nýverið á móti HI-Quality gæðavottun Alþjóðasamtaka Farfugla (Hostelling International). Vottunin er veitt fyrir innra gæðaeftirlit og gæði í aðbúnaði og þjónustu. Í frétt á vef Farfugla kemur fram að farfuglaheimili víða um heim hafa unnið eftir HI-Quality gæðakerfinu frá árinu 2004, en það hefur hingað til einungis staðið stórum heimilum til boða. Gestgjafar heimilanna þriggja tóku því að sér að þróa og aðlaga viðmið fyrir smærri heimili fyrir Hostelling International í samvinnu við Farfugla á Íslandi. Innan gistikeðjunnar starfa yfir 4000 farfuglaheimili víða um heim og mörg smærri heimili hafa beðið spennt eftir eftir niðurstöðu þróunarvinnu á gæðakerfinu. Það er Farfuglum mikill heiður að til þeirra hafi verið leitað til að stýra þessu þróunarverkefni, en fyrst þegar kerfið var tekið í notkun fyrir stór heimili tók einmitt Farfuglaheimilið í Laugardal þátt í smíði þess ásamt alþjóðlegum kollegum sínum. Það hefur margsýnt sig að fyrirtæki sem vinna með gæðakerfi ná meiri yfirsýn í rekstri og eru með frábært tæki í höndunum til að bæta starf sitt. Farfuglaheimili sem eru með HI-Quality gæðavottun fá að jafnaði betri umsagnir gesta en áður og hafa náð hagkvæmni í rekstri, öllum til hagsbóta, segir í frétt frá Farfuglum. Mynd:Johnny Cramer Farfuglaheimilinu Grundarfirði, Silja Baldvinsdóttir Farfuglaheimilinu Bíldudal og Magnús Freyr Ólafsson Farfuglaheimilinu Akranesi.
Lesa meira

Styrkir veittir úr Þróunarsjóði

Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra veitti í dag styrki að samtals upphæð 38,9 milljónir króna úr Þróunarsjóði Landsbankans og iðnaðarráðuneytisins. Afhendingin fór fram í Listasafni Íslands. Um er að ræða fyrri úthlutunina úr sjóðnum en alls bárust 113 umsóknir um styrki og ákveðið var að veita samtals 20 styrki að þessu sinni. Þróunarsjóðurinn var stofnaður í tengslum við verkefnið Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, með því að styrkja þróun afurða og upplifana utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í geiranum. Samtals lögðu stofnendur 70 milljónir í þróunarsjóðinn, 40 milljónir frá Landsbanka og 30 frá iðnaðarráðuneyti sem úthlutað skildi í tveimur úthlutunum. Úthlutunarnefnd var skipuð Finni Sveinssyni, Davíð Björnssyni og Guðný Erlu Guðnadóttur frá Landsbankanum, Ásborgu Arnþórsdóttur sem skipuð var af iðnaðarráðherra, Berglindi Hallgrímsdóttur frá Nýsköpunarmiðstöð, Ólöfu Ýrr Atladóttur frá Ferðamálastofu og Einari Karli Haraldssyni frá verkefninu "Ísland  allt árið". Formaður dómnefndar var Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum. Finnur Sveinsson, formaður dómnefndar, segir um úthlutunina:"Það er ljóst að mikil gróska er í ferðaþjónustunni og reyndist það erfitt verkefni fyrir dómnefnd að hafna mörgum afbragðsgóðum verkefnum. Það er klárlega hugur í fólki í ferðaþjónustunni að lengja ferðamannatímabilið og efla ferðaþjónustuna sem atvinnugrein". Hæsti styrkur - 5 milljónir krónur Air 66N til að vinna að samstarfi um þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu með það að markmiðið að skapa eftirspurn eftir reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið. Fjölga á þann hátt ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra. 3.5 milljónir króna styrkur Pink Iceland - Winter Wedding Wonderland til að kynna Ísland sem vænlegan kost fyrir brúðkaup og brúðkaupsferðir fyrir hinsegin ferðamenn allt árið. 3 milljónir króna styrkir Ríki Vatnajökuls - Veturinn í Ríki Vatnajökuls til að þróa samstarf ferðaþjónustufyrirtækja á Suðausturlandi um þróun og markaðssetningu á þrenns konar ferðum: 1) Jöklar í Ríki Vatnajökuls, 2) Matarferðir í Ríki Vatnajökuls, 3) Ljósmyndun í Ríki Vatnajökuls. Ögur ehf. - Gullkistan Ísafjarðardjúp til að koma á samstarfi fjögurra ferðaþjónustufyrirtækja við Ísafjarðardjúp með það að markmiði  að fjölga ferðamönnum utan hefðbundins ferðamannatíma. Megináherslurnar eru matur, upplifun, ferðir, náttúruskoðun, fjaran, norðurljós, kyrrð og myrkur. 2 milljónir króna styrkir  Alkemia - Andleg heilsunámskeið í Mývatnssveit til að skipuleggja andleg heilsunámskeið í Mývatnssveit fyrir erlenda kennara sem koma með nemendum sínum til landsins. Umgjörðin er íslensk náttúra og kyrrð, jarðböð, heilsufæði og hlýjar móttökur fólksins í landinu. Tanni ferðaþjónusta - A Road Less Travelled -Meet the locals til að skipuleggja og kynna vetrarferðir þar sem lögð er áhersla á að ferðamaðurinn upplifi íslenska menningu í hnotskurn með þátttöku í samfélaginu. Ferðamaðurinn kveður ekki sem gestur heldur sem hluti af samfélaginu.  Ytra Lón ehf.  - Langanes í sókn til að gera átak í að þróa og kynna þjónustu og leiðsögn á Langanesi með það að markmiði að ná til einstaklinga og hópa utan hefðbundins ferðamannatíma. 1,9 milljón króna styrkur Fossavatnsgangan Ísafirði til að útbúa ferðir og ferðakosti fyrir gesti á Fossavatnsgönguna sérstaklega erlendis frá. Framleitt verður kynningar um mótið og vetrar- og ferðamennsku á Vestfjörðum. 1,5 milljón króna styrkir Efla hf. - Ísgöng í Langjökli til að vinna að gerð ísganga í Langjökli fyrir ferðamenn með það markmiði að bjóða ferðamönnum upp á einstaka og örugga upplifun þar sem ferðamenn kynnast einum stærsta jökli heims með hætti sem ekki hefur verið í boði áður. Ferðaklasi á Austurlandi  - vöruþróun, vetrarupplifun á Austurlandi til að vinna að því að fjölga vetrarferðamönnum á Austurland og lengja heimsóknir þeirra. Sérstaða Austurlands verður dregin fram og lögð áhersla á óspillta náttúru, norðurljós, krásir og menningu. Ferðaþjónustan Álfheimar - vellíðan í Álfheimum til að skipuleggja og kynna ferðir, Vellíðun í Álfheimum. Um er að ræða  þar sem gestir dvelja  á Borgarfirði eystra og upplifa endurnýjun líkama og sálar í gegnum náttúru og þjónustu fagaðila. Friðheimar til skipuleggja ferðir sem byggja á upplifun á fræðandi og seðjandi hátt, þar sem frætt verður um uppskeru tómata á Íslandi allan daga ársins. Jarðvangurinn Katla Geopark - Katla Geopark,  dynamic destination til að byggja upp vetrarferðaþjónustu innan Jarðvangsins Kötlu Geopark með það að markmiði að lengja ferðamannatímabilið, auka framlegð ferðaþjónustufyrirtækja og framboð á þjónustu. Sæferðir ehf. - regnbogar náttúrulífsins við Breiðafjörð til að vinn að átaki í lengingu ferðaþjónustutímans í Stykkishólmi  með það að markmiði að hann verði valinn einn af gæðaáfangastöðum Evrópu árið 2011. Upplifanir á litbrigðum og töfrum árstíðanna verða kynntar í náttúru og mannlífi. Selasetur Íslands - Húnaþing frá hjartanu - einstök upplifun vor og haust til að vinna að því að ferðaþjónustuaðilar í Húnaþingi vestra sameinast um að skapa upplifanir fyrir ferðamenn utan háannatíma. Unnið verði m.a. með náttúru , hestamennsku, réttarstemmingu, veiðar og mat 1,2 milljón króna styrkur Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. - Sögulandið Vesturland - allt árið til að skipuleggja og þróa 4-5 daga ferðir um Vesturland með áherslu á sögu og menningararf svæðisins, einkum íslenskar miðaldabókmenntir og Íslendingasögur 1 milljón króna styrkir Akureyrarstofa fyrir hönd samstarfsfyrirtækja, Eljagangur - Blizzard / Wintersports festival in Akureyri Iceland til að skipuleggja og halda árlega vetrarhátíð með áherslu á að kynna Norðurland erlendis sem miðstöð vetrarútivistar á Íslandi, skapa áhuga á Norðurlandi sem vetraráfangastað og styðja þannig við beint flug til Akureyrar Fuglastígur á Norðausturlandi. Fuglastígur á Norðausturlandi er samstarfsvettvangur fyrirtækja og einstaklinga á Norðausturlandi um uppbyggingu fuglaskoðunar á svæðinu og ferðaþjónustu henni tengdri Gistihúsið Skeið - viðburðaátak fyrir utan háannatíma ferðaþjónustunnar  til að skipuleggja og halda 13 km náttúruhlaup, sögu og fræðslukynningar, prjónaferðir, bókmenntaferðir og kynningar á Tröllaskaga Malarhorn ehf. veisla í farangrinum og vetrarveiðar á ref til að skipuleggja og bjóða upp á vetrarveiðar á ref yfir æti og að fylgja eftir sporum refa í nýföllnum snjó Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

VAKINN fær afar jákvæðar viðtökur ? upptökur frá kynningarfundum

Óhætt er að segja að VAKINN, hið nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, hafi fengið afar jákvæðar viðtökur og þegar hafa borist umsóknir frá mörgum öflugum fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu. Nú er lokið fyrstu lotu í kynningu á VAKANUM en haldnir voru kynningarfundir víða um land og sóttu þá um 200 manns. Verið er að vinna í að ganga frá efni frá fundunum þannig að það verði öllum aðgengilegt á vefnum. Nú þegar er hægt að nálgast erindi allra fyrirlesara og einnig horfa á upptökur af fundunum. Meira efni mun bætast við næstu daga. Efni frá kynningarfundum VAKANS Umsókn í VAKANNUmsókn um þátttöku í VAKANUM fer fram með rafrænum hætti á vef VAKANS. Sem fyrr segir hafa þegar borist umsóknir frá mörgum öflugum fyrirtækjum og mun listi yfir þau birtast innan skamms, eða um leið og búið er að ganga frá samningum. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira