Fara í efni

Ný sérsniðin námskeið fyrir ferðaþjónustuna á vegum SAF og Opna háskólans í Reykjavík

saf lógó
saf lógó

Á síðustu árum hefur straumur erlendra ferðamanna til Íslands aukist talsvert. Margir hafa gripið tækifærið og hafið rekstur sem miðar að þessum aukna áhuga á landi og þjóð. Til að halda velli á sístækkandi markaði er mikilvægt að byggja á traustum fjárhagslegum grunni, velja markað, vera sýnilegur og koma skilaboðum skýrt á framfæri við væntanlega viðskiptavini.  Opni háskólinn í HR, í samstarfi við SAF, kynnir þrjú sérsniðin námskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki í ferðaþjónustu á haustönn 2012. Reynslumiklir aðilar úr ferðaþjónustu verða leiðbeinendur á námskeiðunum: 

Árangursrík viðskipti á netinu fyrir ferðaþjónustuaðila - 9. október
Fjármál og áætlanagerð í ferðaþjónustu - 30. október
Markvisst markaðsstarf í ferðaþjónustu – 27. nóvember

Kennsla fer fram í Opna háskólanum í HR að Menntavegi 1, við Nauthólsvík. Hvert námskeið er samtals átta klukkustundir og er kennt frá kl. 9:00 – 17:00.

Hvert námskeið kostar 45.000 krónur en sértilboð til félagsmanna SAF er 39.000 krónur.

Hægt er að smella á hlekkina hér að ofan til að skrá sig og nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin.