Fréttir

Allir vegir á hálendi opnaðir

Frá Vegagerðinni berast þær upplýsingar að nú hafi allir vegir á hálendinu verið opnaðir. Jeppafólk á faraldsfæti getur því fagnað. Nánari upplýsingar um ástand fjallvega, færð og opnanir má finna á eftirfarandi síðu á vef Vegagerðarinnar: http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/Fjallvegir/
Lesa meira

Ísland er með´etta!

Ísland er með´etta! er farið í loftið. Þetta er sameiginlegt átak Ferðamálastofu, markaðsstofa landshlutanna, Ferðaþjónustu bænda og fleiri aðila og mun standa yfir næstu þrjú árin. Markmiðið er að hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands allt árið og leiðarljós átaksins er upplifun! Sjá vef átaksins: www.islandermedetta.is.
Lesa meira

500. ferðaskipuleggjendaleyfið afhent

Nú hefur þeim áfanga verið náð að Ferðamálastofa hefur gefið út 500 leyfi til ferðaskipuleggjenda hér á landi. Það sem af er þessu ári hafa 70 ný leyfi verið gefin út. Við gildistöku nýrra laga um skipan ferðamála í ársbyrjun 2006 tók Ferðamálastofa við útgáfu leyfa til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda og eftirliti með starfsemi þeirra. Þá var í lögunum tekin upp skráningarskylda upplýsinga- og bókunarmiðstöðva. Fyrsta skírteinið var gefið út 6. febrúar það ár. Í dag eru ferðaskrifstofur um 140 talsins og ferðaskipuleggjendur 500, sem fyrr segir. Býður upp á sjóböðBenedikt S. Lafleur er 500. ferðaskipuleggjandinn með fyrirtæki sitt Lafleur web slf. Benedikt er mörgum kunnur fyrir áhuga sinn og árangur í sjósundi og því kannski ekki að undra að hann hyggst einmitt bjóða fólki upp á kynningu og leiðsögn í sjóböðum með hinu nýja fyrirtæki. Átak í eftirlitiFerðamálastofa hefur eftirlit með leyfis- og skráningarskyldum aðilum og því að skilyrðum fyrir leyfum og skráningu sé fullnægt. Enn fremur hefur stofnunin eftirlit með ólöglegri starfsemi og nú annað sumarið í röð var ráðinn starfsmaður til verkefnisins. Ferðamálastofu er mjög í mun að koma í veg fyrir ólöglega starfsemi en því miður hafa verið brögð að því að aðilar starfi án tilskilinna leyfa. Á leyfisskyldum aðilum hvílir sú skylda að birta myndrænt auðkenni frá Ferðamálastofu á heimasíðum sínum og í útgefnu efni. Því er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um hvaða ferðaþjónustuaðilar hafa tilskilin leyfi og beini viðskiptum sínum til þeirra. Jafnframt að fólk geri Ferðamálastofu viðvart ef það hefur grun um að starfsemi sé stunduð án leyfis. Einfalt að sækja um leyfiUmsókn um ferðaskipuleggjenda- og ferðaskrifstofuleyfi er hvorki flókinn né kostnaðarsamur ferill. Að auki er kostnaður við þau vottorð sem þarf að afla og tryggingar. Allar nánari upplýsingar um leyfisumsóknir má finna hér á vefnum undir „Leyfismál“.
Lesa meira

Ferðamönnum í júní fjölgaði um rúm 13%

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 74.325 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í nýliðnum júnímánuði eða tæplega níu þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. 13,3% aukning milli áraFerðamenn í júní síðastliðnum voru 13,3% fleiri en í sama mánuði í fyrra en á því ellefu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur verið með brottfarartalningar í Leifsstöð hefur aukningin í júní verið að jafnaði 9,0% milli ára. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar nærri þriðjungur ferðamanna Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (19,2%) og Þýskalandi (13,0%) en þar á eftir komu ferðamenn frá Bretlandi (7,9%), Noregi (7,9%), Frakklandi (5,9%), Danmörku (5,6%) og Svíþjóð (5,4%). Samanlagt voru þessar sjö þjóðir tæplega tveir þriðju ferðamanna í júní. Aukning frá öllum markaðssvæðum í júníEf litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá þeim öllum, hlutfallslega mesta frá Bretlandi (34,6%), N-Ameríku (20,3%) og löndum sem flokkuð eru undir annað (17,9%). 18,4% fleiri ferðamenn á fyrri helmingi ársinsAlls hafa 244.885 erlendir ferðamenn farið frá landinu á fyrri helmingi ársins eða 37.999 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára nemur 18,4%. Hlutfallsleg aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, langmest þó frá Bretlandi eða 42,6%, N-Ameríku (27,1%) og löndum sem flokkuð eru undir önnur svæði (21,8%). Hlutfallsleg aukning er heldur minni frá Mið- og S-Evrópu (7,2%) og Norðurlöndunum (6,0%). Utanferðir Íslendinga Rúmlega 1.900 fleiri Íslendingar fóru utan í júní ár en í sama mánuði í fyrra. Í júní í ár voru þeir 39.361 en í fyrra 37.438. Frá áramótum hafa 170.820 Íslendingar farið utan, um átta þúsund fleiri en á fyrri helmingi ársins 2011. Aukningin nemur 5,1% milli ára. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is Júní eftir þjóðernum Janúar - júní eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 11.580 14.258 2.678 23,1   Bandaríkin 29.534 38.483 8.949 30,3 Bretland 4.360 5.878 1.518 34,8   Bretland 31.735 45.252 13.517 42,6 Danmörk 4.532 4.175 -357 -7,9   Danmörk 16.448 15.946 -502 -3,1 Finnland 1.467 1.969 502 34,2   Finnland 4.662 5.822 1.160 24,9 Frakkland 3.946 4.412 466 11,8   Frakkland 11.820 13.409 1.589 13,4 Holland 2.178 2.319 141 6,5   Holland 8.191 8.618 427 5,2 Ítalía 1.251 1.385 134 10,7   Ítalía 2.746 2.946 200 7,3 Japan 590 557 -33 -5,6   Japan 3.214 4.366 1.152 35,8 Kanada 2.513 2.698 185 7,4   Kanada 6.113 6.838 725 11,9 Kína 1.389 2.093 704 50,7   Kína 3.099 4.689 1.590 51,3 Noregur 5.294 5.850 556 10,5   Noregur 18.456 21.345 2.889 15,7 Pólland 2.136 2.313 177 8,3   Pólland 5.884 5.938 54 0,9 Rússland 254 455 201 79,1   Rússland 981 1.714 733 74,7 Spánn 999 1.006 7 0,7   Spánn 3.303 3.320 17 0,5 Sviss 946 1.461 515 54,4   Sviss 2.094 2.797 703 33,6 Svíþjóð 4.018 3.995 -23 -1,0   Svíþjóð 14.585 14.310 -275 -1,9 Þýskaland 9.584 9.659 75 0,8   Þýskaland 20.125 20.641 516 2,6 Annað 8.569 9.842 1.273 14,9   Annað 23.896 28.451 4.555 19,1 Samtals 65.606 74.325 8.719 13,3   Samtals 206.886 244.885 37.999 18,4                       Júní eftir markaðssvæðum Janúar - júní eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 15.311 15.989 678 4,4   Norðurlönd 54.151 57.423 3.272 6,0 Bretland 4.360 5.878 1.518 34,8   Bretland 31.735 45.252 13.517 42,6 Mið-/S-Evrópa 18.904 20.242 1.338 7,1   Mið-/S-Evrópa 48.279 51.731 3.452 7,2 N-Ameríka 14.093 16.956 2.863 20,3   N-Ameríka 35.647 45.321 9.674 27,1 Annað 12.938 15.260 2.322 17,9   Annað 37.074 45.158 8.084 21,8 Samtals 65.606 74.325 8.719 13,3   Samtals 206.886 244.885 37.999 18,4                       Ísland 37.438 39.361 1.923 5,1   Ísland 162.575 170.820 8.245 5,1
Lesa meira

Þrjú störf hjá Evrópska ferðamálaráðinu

Vert er að benda á að Evrópska ferðamálaráðið (European Travel Commission - ETC) hefur auglýst þrjú störf laus til umsóknar. Sameiginlegur vettvangur EvrópulandaFerðamálastofa hefur í áratugi verið aðili að ETC fyrir Íslands hönd. Innan þessara rúmlega 60 ára gömlu samtaka eru nú 39 ferðamálaráð jafnmargra þjóða. Skrifstofur ETC eru í  Brussel en hlutverk samtakanna er meðal annars að kynna Evrópu sem áfangastað ferðamanna, safna og miðla margháttaðri þekkingu milli aðildarlandanna, svo sem tölfræðiupplýsingum og rannsóknum og fleira. Þau störf sem um ræðir lúta að: Markaðs- samskipta- og kynningarmálum (Marketing, Communications & PR Manager) Rannsókna- og þróunarmálum (Research & Development Manager) Fjármálum, mannauðsmálum og stjórnun (Finance, HR & Administration Manager) Nánar á vef ETC
Lesa meira

Breytingar á skipan Stjórnarráðsins

Ákveðið hefur verið að áður boðaðar breytingar á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands taki gildi í byrjun september næstkomandi og þá hefur Steingrímur J Sigfússon nú tekið við iðnaðarráðuneytinu. Þann 4. september taka til starfa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti og koma þau í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Þetta kemur fram í Stjórnartíðindum. Jafnframt hefur Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, verið falið að undirbúa stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra hefur verið falið að undirbúa stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra hefur verið falið að undirbúa stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Í Stjórnartíðindum kemur einnig fram að frá og með 6. júlí 2012 skuli Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, fara með iðnaðarráðuneytið, í stað Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármálaráðherra, um stundarsakir, í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, vegna fæðingarorlofs hennar, eða þar til annað verður ákveðið. Steingrímur J. Sigfússon er þar með ráðherra ferðamála í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur. Þetta er í annað sinn sem Steingrímur J. hefur ferðamálin á sinni könnu en þau heyrðu undir samgönguráðuneytið í ráðherratíð hans þar á árunum 1988 til 1991.
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í maí

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í maí síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 15% í maíGistinætur á hótelum í maí voru um 139.700 samanborið við 120.500 í maí í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 82% af heildarfjölda gistinátta en gistinóttum þeirra fjölgaði um 17% miðað við maí í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði einnig um 8% á sama tímabili. Gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu voru um 102.500 í maí, en það er fjölgun um tæp 20% frá fyrra ári. Á Norðurlandi voru um 9.400 gistinætur á hótelum í maí sem er um 18,5% aukning miðað við maí í fyrra. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 18,5%, voru 5000 en 4.200 í maí í fyrra. Gistinætur á Suðurlandi voru tæplega 13.100 sem er 4,5% aukning milli ára. Í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum milli ára. Á Suðurnesjum voru 4.800 gistinætur sem jafngildir 11% fækkun milli ára. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 4.400 gistinætur sem jafngildir 7,5% fækkun milli ára. Nánar á vef Hagstofunnar
Lesa meira

Fyrstu fyrirtækin fá VAKANN

Í dag var því fagnað að fyrstu íslensku fyrirtækin hafa lokið innleiðingu á VAKANUM, nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir aðila í ferðaþjónustu. Fyrirtækin eru öll umsvifamikil á sviði íslenskrar ferðaþjónustu en þau eru: Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar – Höldur, Ferðaskrifstofan Atlantik og Iceland Excursions Allrahanda. Auka öryggi og efla gæði  VAKINN felur í sér viðameiri úttekt á starfsemi íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Kerfinu er ætlað að auka öryggi og efla gæði  og fagmennsku á sviði ferðaþjónustu.  Þau fyrirtæki sem óska eftir þátttöku í VAKANUM þurfa að uppfylla auknar kröfur um gæði og öryggi, jafnt fyrir starfsfólk sem og viðskiptavini. Auk þess tekur VAKINN m.a. til aðbúnaðar, þjónustu við ferðamenn, þjálfun starfsfólks og umgengni við náttúruna svo fátt eitt sé nefnt. Að nýsjálenskri fyrirmynd„Vinna við undirbúning VAKANS hófst fyrir alvöru árið 2008 þegar Iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að gerð gæðakerfis. Óháð ráðgjafafyrirtæki var fengið til þess að taka út gæðakerfi víðs vegar um heim og niðurstaðan varð sú að byggja á nýsjálenska kerfinu Qualmark. Það hefur nú verið staðfært og aðlagað að íslenskum aðstæðum og fengið nafnið VAKINN“, segir Ólöf  Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Skýrari stefna og aukin færniMeð innleiðingu VAKANS munu aðilar í ferðaþjónustu geta markað sér skýrari stefnu og aukið færni sína við reksturinn. Þeir munu bæta öryggi og velferð gesta sinna sem og starfsmanna, auk þess sem þeir taka þátt í því að auka trúverðugleika íslenskrar ferðaþjónustu í heild. Verkefnið hefur verið unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Nýsköpunarmiðstöð. Þannig hefur skapast breið samstaða innan ferðaþjónustunnar um þennan mikilvæga málaflokk. Tvíþætt gæðakerfi og umhverfisviðmið í kaupbætiGæðakerfi VAKANS er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða gæðaúttekt fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu og hins vegar stjörnuflokkun fyrir gististaði, svo sem hótel, gistiheimili, orlofshús, tjaldsvæði og fleira. Sá hluti verður innleiddur á næsta ári. Umhverfiskerfi VAKANS stendur öllum þátttakendum til boða endurgjaldslaust. Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar – Höldur, og Iceland Excursions Allrahanda sem eru þátttakendur í  gæða- og umhverfiskerfi VAKANS og Ferðaskrifstofan Atlantik er þátttakandi í gæðakerfi VAKANS.    Frá afhendingu viðurkenninganna í dag. Talið frá vinstri: Steingrímur Birgisson, Bílaleiga Akureyrar – Höldur; Ólafía Sveinsdóttir, Ferðaskrifstofan Atlantik; Rannveig Grétarsdóttir, Elding hvalaskoðun; Rúnar Garðarsson, Iceland Excursions Allrahanda og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.  Allar upplýsingar má finna á www.vakinn.is Nánari upplýsingar veitir Áslaug Briem, gæðafulltrúi Vakans, sími: 535 5500 aslaug@vakinn.is
Lesa meira

Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Staða og spá um framtíðarhorfur

Í vor kom út skýrsla sem Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, skrifaði að beiðni Skipulagsstofnunar. Skýrslan nefnist „Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Staða og spá um framtíðarhorfur“ Byggir á rannsóknum síðustu tíu árÍ inngangi kemur fram að Skipulagsstofnun óskaði eftir stuttri samantekt á þeim rannsóknum sem skýrsluhöfundur hefur gert á ferðamennsku á miðhálendi Íslands undanfarin áratug og með hliðsjón af þeim og þeim fræðum sem til eru um efnið, vangaveltum um framtíðarþróunina á miðhálendinu. Í umfjölluninni er stuðst við gögn sem höfundur hefur safnað á 11 stöðum á hálendinu í tengslum við rannsóknir á viðhorfum ferðamanna. Kannanirnar eru frá mismunandi tímum, frá árinu 2000 til ársins 2011. Einnig er notast við tölulegar upplýsingar úr könnunum sem gerðar hafa verið af, eða fyrir, Ferðamálastofu sem og frá Hagstofu Íslands. Viðkvæm auðlind sem hratt hefur gengið áÍ niðurstöðum segir Anna Dóra meðal annars: „Af þessari umfjöllun má sjá að hálendið og þeir víðerniseiginleikar sem gefa svæðinu mikið upplifunargildi er mjög viðkvæm auðlind sem verður að fara mjög varlega í að nýta frekar fyrir ferðamennsku og útivist. Á þessa auðlind hefur verið gengið mjög hratt undanfarin sextíu til sjötíu ár og svo mun væntanlega óhjákvæmilega verða áfram um næstu framtíð. Mikilvægt er þó að hægja á og grípa inn í þróunina áður en auðlindin er gengin til þurrðar.“ Skýrt og vel útfært skipulag lykilatriði Þá segir að mikilvægt sé að gera sér grein fyrir áhrifum ferðamennsku áður en svæðum er umbreytt á þann hátt sem gert hefur verið í Landmannalaugum. „Vegur, brú, fjallaskáli, gönguleiðir, auglýsing í formi fræðsluþáttar í sjónvarpi, geta þýtt að svæði verða aðgengileg og þekkt og ferðamenn taki að sækja þangað. Því er mikilvægt að huga að afleiðingum allra framkvæmda áður en ráðist er í þær, en ekki láta tilviljun eina, handahófskenndar fjárveitingar, eða ákveðna þrýstihópa ráða því hvar og hvernig ferðamannastaðir byggjast upp. Skýrt og vel útfært skipulag þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi er lykilatriði fyrir nýtingu þeirrar viðkvæmu auðlindar sem hálendið er,“ segir í skýrslunni en hún er aðgengileg í heild hér að neðan. Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Staða og spá um framtíðarhorfur (PDF)  
Lesa meira