Fara í efni

Ísland enn á ný á toppnum hjá lesendum Guardian

innanlandskönnun8
innanlandskönnun8

Ísland hefur verið valið land ársins í Evrópu 2012 í árlegu vali lesenda breska dagblaðsins The Guardian áhugaverðustu áfangastöðum heims, hinum svokölluðu Guardian Readers‘ Travel Awards.

Þetta er í þriðja sinn sem Ísland nær toppsætinu en það gerist einnig árin 2003 og 2005.

Alls eru veitt verðlaun í um 20 flokkum. Í umfjöllun um verðlaunin segir að Ísland hljóti sæmdarheitið besta Evrópulandið í ár, en áhrifamiklar myndir af landinu í mótun í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 hafi vafalítið laðað að gesti. Þá segir jafnframt í umfjöllun blaðsins að lág glæpatíðni og vinsamlegt viðmót heimamanna geri landið að ákjósanlegum áfangastað.
Fulltrúi Íslandsstofu, sem annast erlent markaðsstarf til ferðamanna undir formerkjum Visit Iceland, tók við verðlaunum við hátíðlega athöfn í London um helgina. Umfjöllun Guardian