Fara í efni

VAKINN á ensku

Vakinn lógó
Vakinn lógó

Ensk útgáfa af vef VAKANS er nú komin í loftið. Vefurinn er að flestu leyti sambærilegur þeim íslenska. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um VAKANN fyrir ferðamenn, erlendar ferðaskrifstofur og fleiri. Því er tilvalið fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að kynna ensku síðuna fyrir viðskiptavinum sínum, t.d. núna á Vestnorden.

Enska síðan er aðgengileg af forsíðu VAKANS www.vakinn.is en bein slóð er einnig http://en.vakinn.is

Eins og fram hefur komð var ákveðið að framlengja afsláttinn á umsóknargjaldinu í VAKANN til 1. nóvember næstkomandi. Sem sagt 40% afsláttur, það munar um það.