Fréttir

60% fleiri ferðamenn í nóvember

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 36.950 erlendir ferðamenn frá landinu í nóvember síðastliðnum eða um 14 þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011. Um er að ræða 60,9% aukningu milli ára. Þrefalt fleiri ferðamenn á ellefu ára tímabiliÞegar litið er til fjölda ferðamanna í nóvembermánuði á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá 13,2% aukningu milli ára að jafnaði frá árinu 2002. Ferðamönnum hefur fjölgað úr 12.400 í tæplega 37 þúsund, sem er nærri þreföldun. Bretar og Bandaríkjamenn 45% ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi (27,7%) og Bandaríkjunum (17,4%). Ferðamenn frá Noregi (8,3%), Svíþjóð (5,8%), Þýskalandi (5,2%), Danmörku (4,9%) og Frakklandi (4,1%) fylgdu þar á eftir. Samtals voru þessar sjö þjóðir þrír fjórðu ferðamanna í nóvember. Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Norðmönnum og Þjóðverjum mest milli ára í nóvember. Þannig komu um 5.100 fleiri Bretar í ár en í fyrra, 2.300 fleiri Bandaríkjamenn, um 960 fleiri  Norðmenn og 800 fleiri Þjóðverjar. Veruleg aukning frá öllum markaðssvæðumÞegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá helmingsaukningu frá Bretlandi, 59% aukningu frá Norður Ameríku, 50% frá Mið- og Suður Evrópu, 33% frá Norðurlöndunum og 60% frá löndum sem eru flokkuð undir ,,annað“. Ferðamenn frá áramótumÞað sem af er ári hefur 618.901erlendur ferðamaður farið frá landinu eða 99 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 19,1% aukningu milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað verulega milli ára frá öllum mörkuðum. Þannig hefur Bretum fjölgað um 39,5%, N-Ameríkönum um 18,%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,5% og ferðamönnum sem eru flokkuð undið "Annað" um 24,8%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli eða um 10,9%. Ferðir Íslendinga utanUm 26 þúsund Íslendingar fóru utan í nóvember síðastliðnum eða svipaður fjöldi og í nóvember árið 2011. Frá áramótum hafa 336.938 Íslendingar farið utan, 5,8% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 318 þúsund. Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is Nóvember eftir þjóðernum Janúar - nóvember eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 4.108 6.414 2.306 56,1   Bandaríkin 74.829 91.414 16.585 22,2 Bretland 5.090 10.241 5.151 101,2   Bretland 62.774 87.554 24.780 39,5 Danmörk 1.574 1.804 230 14,6   Danmörk 39.389 39.557 168 0,4 Finnland 383 758 375 97,9   Finnland 11.563 13.047 1.484 12,8 Frakkland 993 1.514 521 52,5   Frakkland 35.135 40.477 5.342 15,2 Holland 751 835 84 11,2   Holland 19.460 20.759 1.299 6,7 Ítalía 323 532 209 64,7   Ítalía 12.141 13.595 1.454 12,0 Japan 526 1.020 494 93,9   Japan 6.204 9.286 3.082 49,7 Kanada 349 676 327 93,7   Kanada 17.619 18.404 785 4,5 Kína 373 532 159 42,6   Kína 8.091 12.777 4.686 57,9 Noregur 2.099 3.065 966 46,0   Noregur 40.507 49.546 9.039 22,3 Pólland 492 528 36 7,3   Pólland 12.836 13.461 625 4,9 Rússland 95 185 90 94,7   Rússland 2.525 4.651 2.126 84,2 Spánn 187 280 93 49,7   Spánn 13.732 14.890 1.158 8,4 Sviss 139 207 68 48,9   Sviss 10.026 12.664 2.638 26,3 Svíþjóð 1.766 2.146 380 21,5   Svíþjóð 31.643 34.426 2.783 8,8 Þýskaland 1.122 1.922 800 71,3   Þýskaland 55.867 63.778 7.911 14,2 Annað 2.599 4.291 1.692 65,1   Annað 65.524 78.615 13.091 20,0 Samtals 22.969 36.950 13.981 60,9   Samtals 519.865 618.901 99.036 19,1                       Nóvember eftir markaðssvæðum Janúar - nóvember eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 5.822 7.773 1.951 33,5   Norðurlönd 123.102 136.576 13.474 10,9 Bretland 5.090 10.241 5.151 101,2   Bretland 62.774 87.554 24.780 39,5 Mið-/S-Evrópa 3.515 5.290 1.775 50,5   Mið-/S-Evrópa 146.361 166.163 19.802 13,5 Norður Ameríka 4.457 7.090 2.633 59,1   Norður Ameríka 92.448 109.818 17.370 18,8 Annað 4.085 6.556 2.471 60,5   Annað 95.180 118.790 23.610 24,8 Samtals 22.969 36.950 13.981 60,9   Samtals 519.865 618.901 99.036 19,1                       Ísland 26.084 26.240 156 0,6   Ísland 318.438 336.938 18.500 5,8
Lesa meira

Viðurkenningar til ferðaþjónustubænda

Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda sex bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Er það í annað sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. Framúrskarandi ferðaþjónustubær Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Lea Helga og Marteinn í Hestheimum í Ásahreppi, Eyja Þóra og Jóhann á Hótel Önnu á Moldnúpi og Fríða og Guðmundur á Kirkjubóli í Bjarnardal.   Þessi viðurkenning er veitt fyrir einstaka frammistöðu á árinu og byggist matið á umsögnum gesta auk þess sem leitað var umsagna erlendra ferðaskrifstofa. Þá var einnig horft til þeirra gæða sem staðurinn stendur fyrir að mati starfsfólks skrifstofunnar.  Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012 Í flokknum Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Arnheiður og Guðmundur á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, Björg og Snæbjörn í Efstadal við Laugarvatn og Arngrímur Viðar á Gistiheimilinu Álfheimum á Borgarfirði Eystra.   Hvatningaverðlaunin eru veitt félagsmönnum fyrir einstaka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira

Upplifun erlendra ferðamanna á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum

Í sumar lét Ferðamálastofa gera könnun á upplifun erlendra ferðamanna á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum á landinu. Könnunin var unnin af fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) og liggja niðurstöður nú fyrir. Staðirnir sem um ræðir eru Landmannalaugar, Þingvellir, Geysir, Skógafoss, Reykjanesviti og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Í heild má að segja að upplifun gesta af þessum stöðum hafi verið jákvæð þótt nokkur munur sé á milli þeirra. Könnunin var gerð í Leifsstöð í ágúst og september og er í hluti af stærri könnun (Dear Visitors) sem RRF hefur gert reglulega. Spurt var um heildarupplifun ferðamanna af áðurnefndum sex stöðum og þeir beðnir um að gefa henni einkunn á bilinu 1-10. Alls fengust 648 gild svör við könnuninni á þessu tveggja mánaða tímabili, þar af 403 svör í ágúst og 245 svör í september. Gestir í september gáfu stöðunum í öllum tilvikum heldur hærri einkunn upplifunar en gestir í ágúst og konur almennt heldur hærri einkunn en karlar. Heildarupplifun af stöðunumEkki munaði miklu á upplifunareinkunn staðanna, en Landmannalaugar og Snæfellsjökull skoruðu þó hæst, þá Skógafoss, en Þingvellir og Geysir fylgdu þétt í kjölfarið. Reykjanesviti rak lestina. Svo sem sjá má gáfu septembergestir upplifun sinni af stöðunum í öllum tilvikum nokkru eða talsvert hærri einkunn en ágústgestir. Ekki er gott að segja hvað veldur. Vera kann að þar spili inn í að þá eru færri aðrir ferðamenn á stöðunum og minni neikvæð áhrif en þegar fjöldinn er meiri. Áhugavert væri að kanna þetta nánar. Á næstu mynd eru einkunnirnar sem þátttakendur gáfu flokkaðar sem hér greinir: 9-10 = frábær upplifun 7-8 = góð 5-6 = sæmilegt 1-4 = slök Niðurstaðan var sú að 64% gesta töldu reynsluna af Landmannalaugum vera frábæra, 56% töldu svo vera með Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og 53% varðandi Skógafoss. Þá gáfu 46% Geysi frábæra dóma og 42% Þingvöllum. Hins vegar töldu einungis 21% að upplifunin af Reykjanesvita hefði verið frábær. Stór hluti (25-49%) taldi síðan upplifunina af stöðunum vera góða (einkunn 7 eða 8) en 5-23% kváðu hana sæmilega, síst gestir að Þjóðgarðinum Snæfellsjökli en helst ferðamenn að Reykjanesvita. Enginn taldi upplifunina af Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, Þingvöllum eða Land-mannalaugum vera slaka, einungis 1-2% gesta að Skógafossi og Geysi en 12% gesta að Reykjanes-vita. Hlutfall gesta á staðina Flestir þeirra sem tóku þátt í könnuninni höfðu komið að Geysi í Íslandsferðinni en síðan að Þingvöllum og Skógafossi. Það var síðan býsna misjafnt hve stór hluti gesta frá mismundandi markaðssvæðum heimsóttu staðina. Niðurstöður könnunarinnar í heild má nálgast hér: Erlendir ferðamenn 2012 - heildarupplifun af 6 stöðum (PDF 1,3 MB)
Lesa meira

Erindi frá Ferðamálaþingi 2012

Erindi sem flutt voru á Ferðamálaþingi 2012 í Hörpu eru nú komin hér inn á vefinn. Um 200 manns sóttu þingið en yfirskrift þess var "Hugsaðu þér stað!" Þingið var að þessu sinni helgað mikilvægi heildasýnar við uppbyggingu áfangastaða. Það hófst með ávarpi ráðherra ferðamála, Steingríms J. Sigfússonar og í lokin voru umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent. Þingstjóri var Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri  Icelandair Hótel  Akureyri. Erindi frá Ferðamálaþingi 2012
Lesa meira

VAKINN - fjarnámskeið um gerð öryggisáætlana og almenna innleiðingu VAKANS

Skráning stendur yfir á næstu fjarnámskeið um gerð öryggisáætlana og innleiðingu á VAKANUM, hinu nýja gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Næstu námskeið verða haldin 6. desember. Um er að ræða tvenns konar námskeið: Almenn fræðsla um innleiðingu VAKANS kl. 11-12 Fræðsla um öryggisáætlanir kl. 13-14:30. Skráning til kl. 16 þann 4. desemberNýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir námskeiðunum. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefa skal upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer. Þátttakendur fá senda til baka slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn. Skráningarfrestur er til kl. 16 þann 4. desember. Mikilvægt að fólk taki fram á hvort námskeiðið það er að skrá sig. Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Lágmarksfjöldi til að námskeið sé haldið er 5 manns, hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns en bætt verður við fundum eftir þörfum. Nánari upplýsingarAllar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491. Fólki er velkomið að hafa samband við Erlu vegna aðstoðar við aðra þætti í VAKANUM og eins ef umræddir tímar henta ekki viðkomandi og verður þá unnið í að setja upp fleiri námskeið. Nánar um VAKANN á www.vakinn.is
Lesa meira

Í upphafi skyldi endinn skoða - ávarp ferðamálastjóra á ferðamálaþingi 2012

"Það er ljóst að Ísland er á kortinu meðal ferðamanna sem aldrei fyrr – og vandi fylgir vegsemd hverri," sagði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri meðal annars í ávarpi sem hún flutti í upphafi fjölsótts ferðamálaþings síðastliðinn föstudag. Yfirskrift þingsins var "Hugsaðu þér stað!" en það var helgað mikilvægi heildarsýnar við uppbyggingu ferðamannastaða.  Fjármunir þurfa að fylgjaÓlöf Ýrr fór meðal annars í erindi sínu yfir ýmis verkefni sem Ferðamálastofa hefur komið að og tengjast meginþema þingsins. Þá kom hún inn á fleiri metnaðarfull verkefni sem m.a. er kveðið á um í ferðamálaáætlun 2011-2020 og sum hver eru komin í gang. Hins vegar benti ferðamálastjóri á að jafnframt er nauðsynlegt að fjármögnun góðra verkefna sé tryggð. Nefndi hún í því sambandi kortlagningu auðlinda ferðaþjónustunnar, markaðssetningu innanlands og aðgerðaáætlun varðandi öryggismál á ferðamannastöðum. "Ferðamálastofa myndi fagna því að fá svigrúm til þeirrar vinnu og vonast til að geta sett hana af stað strax og svigrúm leyfir," sagði Ólöf meðal annars. Hugsa þarf fram í tímannÍ lok ávarpsins minnti ferðamálastjóri á nauðsyn þess að hugsa til einnig lengra fram í tímann. "Við skulum því eyða þessum degi í að hugsa okkur stað – hugsa okkur staðinn okkar og í víðara samhengi landið okkar sem áfangastað.  Hvernig ferðaþjónustu viljum við bjóða upp á? Ekki á morgun, ekki á næsta ári, heldur eftir fimm ár?  Tuttugu ár?  Það er þannig sem við verðum að hugsa – og við verðum að hugsa út frá ferðalaginu öllu, ekki bara þeim enda þar sem við hittum okkar gesti," sagði Ólöf Ýrr. Ávarp hennar fylgir hér á eftir. Í upphafi skyldi endinn skoða Kæru ráðstefnugestir, velkomin á Ferðamálaþing. Í dag ætlum við að hugsa okkur stað.  Við ætlum að velta fyrir okkur hvað breyti stað í áfangastað, kanna ferðalagið frá því að við reimum á okkur skóna með framtíðarsýn og stefnu að vopni, potumst yfir hjalla skipulags og hönnunar, stöldrum þar við og fáum okkur nesti um leið og við virðum fyrir okkur hvernig ásýndin muni falla að öllu umhverfi staðarins. Síðan stöndum við upp, hristum af okkur stráin og öslumst gegnum framkvæmdina, rásum ögn af leið til að gæta að nýsköpun og vöruþróun og endum svo á því að sameinast gestum okkar á tindinum og horfum yfir – þar sem einu sinni var staður – er nú áfangastaður. Ferðaþjónustan er að slíta barnsskónum – og það á einnig við um hugmyndir okkur um það með hvaða hætti best er að tryggja varðveislu einstæðrar náttúru og eða að hefja upp sérstöðu menningar. Einu sinni reyndum við bara að taka sem best á móti þeim gestum sem komu, búa um þá og gefa að borða, jú og beindum þeim í áttina þar sem hægt var að sjá solítið skemmtilegt.  Einu sinni reyndum við að loka af einstakar náttúruminjar gættum okkar á að varða ekki leiðir þangað og stunduðum jafnvel landvörslu með kindabyssu að vopni. Einu sinni héldum við okkur og okkar til hlés, þótti sagan okkar, menningarminjar og það sem við vorum að tutla við í frístundum hverju sinni óttalega ómerkilegt og engin ástæða til að vera eitthvað að bera það á borð fyrir hufflega gesti.  „Þetta er nú ég, ef mig skyldi kalla.“ En nú er öldin önnur – og það alveg í bókstaflegri merkingu. Við vitum nú, að gestirnir koma ekki bara, og það er alveg skýrt að það þýðir ekkert að búa um þá með sæmilega hreinu og benda þeim svo á leið.  Gestir okkar vilja fá upplifun, þeir við finna fyrir aðdráttaraflinu áður en þeir koma á staðinn, finna til eftirvæntingar um það sem er í vændum, vita að það er búið að búa í haginn fyrir þá, skipuleggja upplifunina – og það jafnvel þannig að hún virðist alfarið óskipulögð og tilviljanakennd.  Þeir vilja upplifa eitthvað ekta, fá að snerta, bragða, sjá heyra og taka þátt – og þetta getum við tryggt með því að horfa á heildina hugsa fram á veginn, meta þann stað sem við höfum á eigin forsendum og tryggja að uppbygging, vöruþróun og markaðssetning áfangastaðar verði þeim forsendum trú. Við höfum líka áttað okkur að virðing og skilningur að sérstöðu og viðkvæmni staða vex með því að fólk kynnist honum, með því að það fái að ferðast um hann, gera hann að áfangastað þar sem aftur- ákveðnar forsendur liggja fyrir og við, sem bjóðum gestum heim, erum þeim forsendum trú. Og enn vitum við nú, að fortíð okkar og nútíð, athafnir okkar og umhverfi, krafturinn í okkar skapandi einstaklingum og það sem við tökum okkur fyrir hendur dags daglega, er áhugavert – en enn og aftur, að því gefnu að við skiljum hvað við erum með í höndunum, hugsum um það með hvaða hætti það er borið á borð – og erum sjálfum okkur trú. Þannig getum við hugsað okkur stað – og gert hann að áfangastað. Ferðamálastofa hefur á undanförnum misserum sett af stað ýmis verkefni, þar sem við erum ekki síst að hugsa um með hvaða hætti okkar þjónusta og vinna getur nýst í þessu ferli; því að breyta stað í áfangastað. Og til að nefna nokkur: Kannanir meðal innlendra og erlendra ferðamanna Stuðningur við þolmarkarannsóknir á ferðamannastöðum víða um land Við höfum hafið vinnu að kortlagningu auðlinda ferðaþjónustunnar á landsvísu og lokið vinnu að forverkefni í fimm sveitarfélögum umhverfis landið.  Draumur okkar er að geta fljótt og vel klárað þessa vinnu á landsvísu, enda er verkefnið eitt þeirra sem skilgreint er í aðgerðaáætlun þeirri sem fylgdi þingsályktunartillögu um ferðamálaáætlun 2011-2020, en auðvitað ræður fjármagnið því á endanum með hvaða hætti framvindan verður. Með því að kortleggja með þessum hætti þann efnivið sem ferðaþjónustan hefur í hverjum landshluta skapast ómæld tækifæri til að greina og staðsetja þær forsendur sem ég nefndi til sögunnar áðan. Við höfum farið af stað í samvinnuverkefni með markaðsstofum landshlutanna, ferðaþjónustu bænda og fleiri aðilum, þar sem markmiðið er að markaðssetja Ísland sem heilsársáfangastað gagnvart Íslendingum. Þetta verkefni er líka eitt þeirra sem tiltekið er í ferðamálaáætlun og við vonumst eftir að fjárveitingar fáist til þess að við getum sinnt því í samræmi við þau markmið sem þar eru sett fram, því að langtímafjárfestingin í því að við sjálf lítum á landið okkar sem áfangastað er ekki eingöngu efnahagslegs eðlis – hún skapar skilning hjá komandi kynslóðum fyrir mikilvægi og þýðingu atvinnugreinarinnar fyrir samfélagið og vekur áhuga samborgara okkar á að taka þátt í að vera gestgjafar. Af VAKANUM, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar er það að frétta að 63 fyrirtæki hafa nú sótt um, 45 þeirra eru í ferli og eins og þið munið urðu fjögur öflug fyrirtæki fullgildir þátttakendur snemmsumars:  Elding hvalaskoðun, Höldur – Bílaleiga Akureyrar, Allrahanda og Atlantik.  Í þessum töluðu orðum er fimmta fyrirtækið að ljúka því að vera þrætt gegnum nálarauga verkefnisstjóra Vakans hjá Ferðamálastofu,  en það er Flugfélag Íslands. VAKINN er þannig á flugi þessa dagana – í bókstaflegri merkingu og mig langar að biðja ykkur um að klappa fyrir þessum fimm öflugu fulltrúum íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðamálastofa hefur staðið fyrir margvíslegri stefnumörkun á sviði ferðaþjónustu og þá gjarnan með þessa heildarsýn að leiðarljósi.  Þar nægir að nefna sem dæmi annars vegar ritið Góðir staðir, sem unnið var í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins og Hönnunarmiðstöð Íslands og hins vegar stefnu um öryggismál á ferðamannastöðum, sem Ferðamálastofa vann í samvinnu við Umhverfisstofnun og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Í þeirri stefnu var lagt til að Ferðamálastofu yrði falið að skilgreina næstu skref við gerð aðgerðaráætlunar, kalla saman hagsmunaaðila, setja fram tímasetta og kostnaðargreinda aðgerðaráætlun. Ferðamálastofa myndi fagna því að fá svigrúm til þeirrar vinnu og vonast til að geta sett hana af stað strax og svigrúm leyfir. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða tók til starfa á síðasta ári og frá upphafi hefur verið unnið geysimikið starf á vegum stjórnar framkvæmdasjóðsins og umhverfisstjóra Ferðamálastofu til þess að tryggja gæði, fagmennsku og formfestu í mati á umsóknum. Í fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar til næstu þriggja ára er gert ráð fyrir 500 milljón króna innspýtingu í þennan sjóð og vonir standa til að með því verði unnt að klára þau verkefni á sviði uppbyggingar á okkar helstu ferðamannastöðum, sem talin hafa verið til forgangsverkefna af ferðamála- og umhverfisyfirvöldum. Því má svo ekki gleyma, að Ferðamálastofa auglýsti í fyrsta sinn í haust eftir umsóknum um styrki til skipulags og hönnunar áfangastaða, þar sem hugsunin er einmitt sú að leggja til grundvallar styrkveitingum það ferðalag sem ég fór með ykkur í í upphafi máls míns. Þessum fjármunum er ennfremur ætlað að nýtast þeim sem ekki geta sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.  Í þessari fyrstu úthlutun komst dómnefnd, skipuð Ragnari Frank Kristjánssyni f.h. Félags íslenskra landslagsarkitekta, Pétri Bolla Jóhannessyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ernu Hauksdóttur f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar og Elías Bj. Gíslasyni f.h. Ferðamálastofu, að þeirri niðurstöðu að fimm aðilar skyldu hljóta styrk að þessu sinni: Sjávarsmiðjan og Reykhólahreppi til þess að hanna og þróa faglega heildarmynd fyrir svæðið og þá uppbyggingu sem þar eigi að fara fram.  Um er að ræða m.a. bætt aðgengi til sjóbaða, göngustíga, hleðslur í hringum hveri, aðgengi og verndun á gamalli torfsundlaug. Verkefni um útihvalasafn og göngustíga í Súðavík til þess að hanna og skipuleggja útihvalasafn í gömlu byggðinni í Súðavík sem og göngustíga við sjávarsíðuna þar sem saga hvalveiða og vinnslu við Álftafjörð verður sögð í máli og myndum.  Hrútleiðinlegt safn í Hrútafirði til þess að endurhanna sýningarrými og inngang í byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði sem og endurskipuleggja útisvæði safnsins með það að markmiði að tengja það betur sögu héraðsins. Flókatóftir við Brjánslæk á Barðaströnd, til þess að vinna hönnun og skipulag við Flókatóftir við Brjánslæk á Barðaströnd, friðlýstum fornleifum sem draga nafn sitt af Hrafna-Flóka. Óbyggðasafn Íslands til þess að vinna hönnun og skipulag við Óbyggðasafn Íslands sem verður byggt upp á sveitabænum Egilsstöðum, en bærinn er innsta byggða bólið í Norðurdal í Fljótsdal og er við þröskuld Vatnajökulsþjóðgarðs og við stærstu óbyggðir norður Evrópu.  Markmið Óbyggðasafnsins er að bjóða upp á hágæða menningarferðaþjónustu sem byggir á menningararfi og náttúru óbyggðanna og jaðarbyggða þeirra. Það er svo sannarlega ferðahugur í okkur hjá Ferðamálastofu. Ég er nú að ljúka mínu fimmta ári í embætti ferðamálastjóra.  Á þessum stutta tíma sem liðinn er hafa orðið þvílíkar breytingar í innra og ytra umhverfi ferðaþjónustunnar að ég hefði talið fólk vera að grínast hefði mér verið ætlað að sjá þær fyrir. Ferðaþjónustan hefur vaxið á alla kanta á þessum árum: á fjórða hundrað leyfa til ferðaskrifstofa og ferðaþjónustuaðila hafa verið veitt; hlutur greinarinnar í landsframleiðslu óx úr 4,6% árið 2008 í 5,9% árið 2009 – og það eru hvorki meira né minna en rúm 28%. Á síðasta ári og því sem, af er þess árs sem nú er að ljúka hefur fjölgun ferðamanna í heild verið vel yfir 15%. Störfum í þeirri atvinnugrein sem einna helst er beintengd ferðaþjónustu hefur fjölgað manna mest í hlutfalli við aðrar atvinnugreinar, úr 3,6% 2008 í 5,2% 2011. Ég ætla annars ekki að þreyta ykkur með meiri talnaupptalningu, en það er ljóst að Ísland er á kortinu meðal ferðamanna sem aldrei fyrr – og vandi fylgir vegsemd hverri.  Við skulum því eyða þessum degi í að hugsa okkur stað – hugsa okkur staðinn okkar og í víðara samhengi landið okkar sem áfangastað.  Hvernig ferðaþjónustu viljum við bjóða upp á? Ekki á morgun, ekki á næsta ári, heldur eftir fimm ár?  Tuttugu ár?  Það er þannig sem við verðum að hugsa – og við verðum að hugsa út frá ferðalaginu öllu, ekki bara þeim enda þar sem við hittum okkar gesti. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni í dag og skara að mér nesti í mal minn.  Og ég hlakka til þess að verða samferða ykkur á næstu árum.  
Lesa meira

Flugfélag Íslands til liðs við VAKANN

Fyrir helgina bættist við fimmta fyrirtækið í hóp fullgildra þátttakenda VAKANS, gæða og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar en þá lauk Flugfélag Íslands umsóknarferlinu með glæsibrag. Fyrirtækið hlaut einnig gullmerki VAKANS í umhverfiskerfinu. Hentar jafnt stórum sem smáum“Við bjóðum að sjálfsögðu Flugfélagið velkomið í hópinn og mjög ánægjulegt að fátt eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins til liðs við VAKANN. Einn af kostum VAKANS er einmitt að kerfið hentar öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum,” segir Áslaug Briem, gæðafulltrúi VAKANS. Fleiri fyrirtæki á lokasprettinumAlls hafa 65 fyrirtæki sótt um þátttöku í VAKANUM, af þeim eru fimm fyrirtæki sem hafa lokið ferlinu og eru fullgildir þátttakendur í VAKANUM. Auk Flugfélags Íslands eru þetta Elding hvalaskoðun, Bílaleiga Akureyrar - Höldur, Iceland Excursions- Allrahanda og Atlantic ferðaskrifstofa. Samtals 47 fyrirtæki til viðbótar eru í úttektarferli og nokkur þeirra eru á lokasprettinum. Sjá má lista yfir nöfn þessara fyrirtækja inn á heimasíðu VAKANS www.vakinn.is Mynd:Frá vinstri: Gunnlaug D. Pálsdóttir, Sharon Jeannine Kerr og Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands, með þeim Áslaugu Briem og Elíasi Gíslasyni frá Ferðamálastofu.
Lesa meira

Grand Hótel hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2012

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru veitt í 18. sinn í dag og koma þau að þessu sinni í hlut Grand Hótel Reykjavík. Ólöf Ýrr Atladóttir, afhenti verðlaunin við athöfn á Ferðamálaþingi 2012 í Hörpunni. Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning og áminning til þeirra sem stunda ferðaþjónustu um að huga vel að umhverfinu í allri starfsemi sinni. Um Grand Hótel ReykjavíkGrand Hótel Reykjavík er fjögurra stjörnu hótel og stærsta ráðstefnuhótel landsins með 311 herbergjum, 15 ráðstefnu- og veislusölum sem taka frá sex og upp í 470 manns í sæti . Hótelið er staðsett í jaðri íbúðahverfis og frá hótelinu er stutt í íþrótta- og útivistarparadís Laugardalsins. Í fararbroddi í umhverfismálumFram kemur m.a. í rökum dómnefndar að Grand Hótel Reykjavík fékk Svansvottun fyrir skemmstu. Vottunin er nánast fullkomin trygging þess að hótelið uppfylli allt það sem þarf til að verðskulda umhverfisverðlaun Ferðamálastofu. Einnig hefur hótelið fengið vottun frá Túni vegna tiltekins hluta veitingasölu og hefur þar með skapað sér enn frekari sérstöðu og fest sig í sessi sem ferðaþjónustufyrirtæki í fararbroddi í umhverfismálum á Íslandi. Auk þeirra atriða sem telja má nokkuð sjálfsögð þegar Svansmerkt hótel á í hlut hefur Grand Hótel Reykjavík lagt í mikla vinnu og kostnað til að lágmarka hættu á rafsegulmengun, en margt bendir til að slík mengun sé vanmetin sem áhrifaþáttur hvað heilsu manna varðar. Af öðrum einkar áhugaverðum og eftirbreytniverðum atriðum sem fram koma í tilnefningarskjalinu má nefna mikla áherslu á umhverfismennt starfsfólks, ársfjórðungslega skýrslu um árangur úrgangsflokkunar, tölulegar upplýsingar um minnkandi hlutfall sorps í úrgangi frá hótelinu, hjólaleigu, hjóla- og göngukort af umhverfi hótelsins og tölulegar upplýsingar um innkaup hreinsiefna. Markviss fræðsla og upplýsingar til starfsmannaÁ Grand Hótel Reykjavík eru heildarumhverfisáhrif frá starfsseminni lágmörkuð eins og kostur er, stuðlað er markvisst að fræðslu og upplýsingum til starfsmanna og viðskiptavina um umhverfismál og umhverfisstarf hótelsins. Reynt er eftir fremsta megni að lágmarka orku- og vatnsnotkun, sem og að nota umhverfisvænar vörur og efni, kaupa inn vistvænar og lífrænt ræktaðar vörur  og kappkostað er að nýta sér þjónustu og vörur úr nærumhverfi hótelsins. Um umhverfisverðlaun FerðamálastofuVerðlaunagripurinn er skúlptúr eftir Aðalstein Svan Sigfússon, myndlistarmann. Hugmynd listamannsins að baki gripnum er að hann sé ör sem vísi upp á við til glæstrar framtíðar. Gripurinn er unninn úr íslensku gabbrói og lerki. Óunni hluti píramídans stendur fyrir ósnortna náttúru sem við viljum varðveita sem lengst. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri sveinn@ferdamalastofa.is  - Sími: 535-5500  - GSM: 690-1580 Á myndinni eru frá vinstri:Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri; Ólafur Torfason, Salvör Brandsdóttir og Ingólfur K. Einarsson, öll frá Grand Hótel og Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu.
Lesa meira

Fimm aðilar hljóta styrki til skipulags og hönnunar áfangastaða fyrir ferðamenn

Ferðamálastofa auglýsti í september eftir umsóknum um styrki til skipulags og hönnunar áfangastaða fyrir ferðamenn. Alls bárust 20 umsóknir sem flestar voru vandaðar og verkefnin áhugaverð. Dómnefnd Dómnefnd var skipuð til að fjalla um umsóknir en í henni sátu:Ragnar Frank Kristjánsson f.h. Félags íslenskra landslagsarkitektaPétur Bolli Jóhannesson  f.h. Sambands íslenskra sveitarfélagaErna Hauksdóttir  f.h. Samtaka ferðaþjónustunnarElías Bj. Gíslason  f.h. Ferðamálastofu   Niðurstaða dómnefndar er að 5 aðilar hljóti styrk. Sjávarsmiðjan og Reykhólahreppur  kr. 2.900.000THanna og þróa faglega heildarmynd fyrir svæðið og þá uppbyggingu sem þar á að fara fram og er ætluð ferðamönnum. Um er að ræða bætt aðgengi til sjóbaða, göngustíga, hleðslur í hringum hveri, aðgengi og verndun á gamalli torfsundlaug. Hanna  merkingar, bæði til að miðla upplýsingum um öryggi, aðgengi sem og í fræðslutilgangi um náttúru- og söguminjar svæðisins.  Útihvalasafn og göngustígar í Súðavík  kr. 2.500.000    Hanna og skipuleggja útihvalasafn í gömlu byggðinni í Súðavík sem og göngustíga við sjávarsíðuna þar sem saga hvalveiða og vinnslu við Álftarfjörð verður sögð í máli og myndum á  upplýsingaskiltum.  Hrútleiðinlegt safn í Hrútafirði   kr. 1.800.000     Endurhanna sýningarrými og inngang í byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði sem og endurskipuleggja útisvæði safnsins með það að markmiði að tengja það betur sögu héraðsins. Flókatóftir við Brjánslæk á Barðaströnd kr. 1.700.000    Vinna hönnun og skipulag við Flókatóftir við Brjánslæk á Barðaströnd, friðlýstum fornleifum sem draga nafn sitt af Hrafna-Flóka. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á merkri sögu svæðisins og hvernig, samkvæmt sögnum, hugmyndin um nafnið Ísland varð til á svæðinu.  Óbyggðasafn Íslands    kr. 1.100.000     Vinna hönnun og skipulag við Óbyggðasafn Íslands sem verður byggt upp á sveitabænum Egilsstöðum.  Bærinn er innsta byggða bólið í Norðurdal í Fljótsdal og er við þröskuld Vatnajökulsþjóðgarðs og við stærstu óbyggðir norður Evrópu.  Markmið Óbyggðasafnsins er að bjóða upp á hágæða menningarferðaþjónustu sem byggir á menningararfi og náttúru óbyggðanna og jaðarbyggða þeirra. Auglýst aftur að áriÁætlað er styrkir sem þessir verði aftur í boði á næsta ári og að auglýst verði eftir umsóknum haustið 2013. Nánari upplýsingar veitir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður Akureyri elias@ferdamalastofa.is Mynd: Séð yfir Breiðafjörðinn frá Reykhólum www.westfjords.is
Lesa meira

Hugsaðu þér stað! - Ferðamálaþing 2012

"Hugsaðu þér stað!" er yfirskrift ferðamálaþings 2012 sem Ferðamálastofa efnir til föstudaginn 23. nóvember. Þingið er haldið í Hörpu, Kaldalóni, kl 13-17. Þingið er að þessu sinni helgað mikilvægi heildasýnar við uppbyggingu áfangastaða. Það hefst með ávarpi ráðherra ferðamála, Steingríms J. Sigfússonar og í lokin verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent. Þingstjóri er Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri  Icelandair Hótel  Akureyri. Dags: 23. nóvember kl. 13-17 Staður: Harpa, Kaldalón Aðgangur:  Ókeypis Skráning: Skráning á Ferðamálaþing 2012 (ekki nauðsynlegt fyrir þau sem ein-göngu ætla að fylgjast með á Netinu)  Dagskrá:13:00 Ávarp ráðherra ferðamála og setning -  Steingrímur J. Sigfússon13:20  Í upphafi skyldi endinn skoða - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri13:35 How to make a destination? - From slag heaps to a successful tourist destination          – Anya Niewerra, General Director – Tourist Board South Limburg, Hollandi14:20 Stutt kaffihlé14:30 Ásýnd og aðkoma þéttbýliskjarna á Íslandi          – Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti  hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands14:50 Áfangastaðurinn Siglufjörður  – Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri Rauðku15:10 Áningarstaðir - Bryggjur ferðaþjónustunnar – Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði15:30 Hverju lofa Þjóðgarðar? - Um mikilvægi heildarsýnar í ferðamennsku“.         – Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði15:45 Umræður og fyrirspurnir16:00 Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu16:15 Ráðstefnulok og léttar veitingar   Þingstjóri  Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri  Icelandair Hótel  Akureyri Sent út á netinuÞeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með ráðstefnunni í beinni útsendingu á Netinu. Leiðbeiningar til að tengjast eru hér að neðan. Athugið að þau sem ætla að fylgjast með á Netinu þurfa ekki að skrá sig sérstaklega á ráðstefnuna. Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.  Tengjast fundinum:Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en ráðstefnan hefst:https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=846782774&sipw=nv64 Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á „run“. Eftir það á fundur að hefjast.    
Lesa meira