Fréttir

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011 komin út

Í nýútgefinni talnasamantekt Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011, má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu. Meðal efnis má nefna niðurstöður úr nýlegum könnunum Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna og Íslendinga, auk samantekta byggða á  ferðamannatalningum, gistináttatalningum og ferðaþjónustureikning Hagstofunnar.  Meðal efnis í talnasamantekt er eftirfarandi: Hagtölur í íslenskri ferðaþjónustu; framleiðsluvirði, hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu og gjaldeyristekjum, skattar í ferðaþjónustu, störf í ferðaþjónustu og ferðaneysla. Erlendir ferðamenn til Íslands eftir komustöðum. Farþegar með skemmtiferðaskipum eftir höfnum. Erlendir ferðamenn til Íslands um Keflavíkurflugvöll eftir mánuðum og árstíðum. Helstu þjóðernin eftir árstíðum. Gistinætur erlendra ferðamanna og Íslendinga. Erlendir ferðamenn á Íslandi sumarið 2010; bakgrunnur þeirra, hvað fékk þá til að ferðast til Íslands, hvert ferðuðust þeir, með hverjum, hvernig, hvar dvöldu þeir og hve lengi, hvaða afþreyingu greiddu þeir fyrir, hvað fannst þeim minnisstæðast við ferðina, hvar fannst þeim styrkleikar íslenskrar ferðaþjónustu einkum liggja og fannst þeim ferðin standa undir væntingum.  Ferðalög Íslendinga árið 2011 í samanburði við ferðalög á árinu 2010; ferðuðust Íslendingar á árinu 2011 og þá hvenær, hve lengi dvöldu þeir á ferðalögum, hvar gistu þeir, hvert ferðuðust þeir og hvaða afþreyingu greiddu þeir fyrir. Hugað var að dagsferðum og þá hversu margar dagsferðir voru farnar og hvert, auk þess sem hugað var að ferðaáformum Íslendinga á árinu 2012. Ritið í heild er aðgengilegt hér að neðan í PDF-formi. Nánari upplýsingar gefur Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu oddny@ferdamalastofa.is . Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum 2011 (PDF)
Lesa meira

Leiðsögunám á háskólastigi

Endurmenntun HÍ býður upp á leiðsögunám á háskólastigi en um er að ræða námsbraut fyrir þá sem vilja búa sig undir starf leiðsögumanns á Íslandi. Megináhersla er lögð á hagnýta þekkingu á sviði leiðsagnar með ferðamenn. Námið er 60 eininga nám (ECTS) á grunnstigi háskóla og er kennt á þreimur misserum. Kennd er ein námsgrein í senn. Um er að ræða lotubundið nám sem hvort heldur má taka í staðnámi eða fjarnámi. Námið miðar að því að nemendur: Geri sér grein fyrir eðli og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi, ólíkum hópum og væntingum ferðamanna, ímynd lands og þjóðar ásamt þýðingu atvinnugreinarinnar fyrir þjóðarbúið. Kunni skil á hlutverki og ábyrgð leiðsögumanns og þjálfist í hópstjórn og samskiptum við ferðamenn og aðila í ferðaþjónustu. Hafi haldgóða þekkingu á helstu þáttum náttúrufars Íslands og geti miðlað þeirri þekkingu til ferðamanna. Þekki sögu og menningu Íslands ásamt þróun íslensks samfélags og geti miðlað helstu þáttum til ferðamanna. Þjálfist í skipulagðri miðlun fróðleiks við hæfi á völdu tungumáli og öðlist um leið aukinn sérhæfðan orðaforða sem tengist sögu, menningu og náttúru Íslands. Námið er viðurkennt sem aukagrein með ferðamálafræði og í hugvísindadeild HÍ.    Námsbrautin hefst í september 2012 og lýkur í nóvember 2013. Kennsla fer að jafnaði fram tvisvar í viku á þri. og fim. kl. 16:10-19:55. Þar fyrir utan fer fram talþjálfun í smærri hópum sem hittast reglulega á hverju misseri. Umsóknarfrestur til 4. júní næstkomandi Nánri upplýsingar:Leiðsögunám á háskólastigi Mynd: Endurmenntun HÍ, nemar í leiðsögunámi í vettvangsferð í Mývatnssveit.
Lesa meira

Söguslóðir 2012 - Sagan sem tekjulind

Málþing Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu, 4. maí kl. 14-17. Yfirskrift þess er "Sagan sem tekjulind". Fjallað verður tækifæri til eflingar menningar- og söguferðaþjónustu á Íslandi og m.a. litið til reynslu Ferðamálaráðs Írlands í þeim efnum. Fjallað verður um þróun söguslóðaferða á Íslandi, eflingu lifandi miðlunar á söguslóðum og nýjunga á sviði söguferðaþjónustu.  DAGSKRÁ 14.00 Ávarp: Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. 14.10 Sagan sem tekjulind.  Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF. 14. 20 Söguslóðakynning í Víkingaheimum.Valgerður Guðmundsdóttir, framkv.stjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar. 14.30 Heritage & Culture - Tourism’s Sleeping Giant?.Aidan Pender, þróunarstjóri hjá Ferðamálaráði Írlands.Nánari upplýsingar um Aidan Pender (PDF) 15.20 Kaffi og með því 15.50 Hvers vegna skipulagðar söguslóðaferðir?Kristján Baldursson, ferðaskrifstofunni TREX (Hópferðamiðstöðin). AÐ FANGA ATHYGLI FERÐAMANNA 16.00 Þórdís spákona les í lófa.Dagný Marín Sigmarsdóttir, Spákonuhofinu á Skagaströnd. 16.20 Litla fröken Reykjavík - með augum kattarins.Birna Þórðardóttir, Menningarfylgd Birnu. 16.35 Fjörukráin í 22 ár. Jóhannes Viðar Bjarnason, Fjörukránni Hafnarfirði. 16.50 Samantekt. Skúli Björn Gunnarsson, Skriðuklaustri. Fundarstjóri: Bergur Þorgeirsson, Snorrastofu. Málþingsgjald: 3.000 kr. Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 1.500 kr Skráning: Ásborg Arnþórsdóttir, ritari SSF asborg@ismennt.iswww.soguslodir.is  
Lesa meira

VAKINN - fleiri fjarfundir um fræðslu og innleiðingu

Mjög góð viðbrögð hafa verið við fjarfundum fyrir ferðaþjónustuaðila um innleiðingu á VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, búið er að bæta við fundum og skráning stendur yfir á fund sem haldinn verður 4 maí. Skráning til miðnættis 3. maíNýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir fundunum, sá fyrsti var í gær, annar fundur verður 27. apríl og sá þriðji þann 3. maí og eru þeir fullskipaðir. Fjórða fundinum hefur verið bætt við og verður hann 4. maí kl. 13-14. Skráningarfrestur er til miðnættis 3. maí. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefa skal upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer. Þátttakendur fá senda til baka slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn. Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns, bætt verður við fundum eftir þörfum. Nánari upplýsingarAllar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491. Nánar um VAKANN á www.vakinn.is
Lesa meira

Gistinóttum fjölgar um 8,3% milli ára

Hagstofan hefur gefið út Gistiskýrslur 2011 þar sem birtar eru niðurstöður um gistináttatalningu fyrir allar tegundir gististaða í fyrra. Þjóðverjar með flestar næturSamkvæmt þeim voru gistinætur rúmar 3,2 milljónir árið 2011 og fjölgaði um 8,3% frá fyrra ári. Erlendir ríkisborgarar gistu flestar nætur, þ.e. 75% af heildarfjölda gistinátta, og fjölgaði um 14% milli ára. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hinsvegar um 6%. Eins og mörg undanfarin ár gistu Þjóðverjar hér flestar nætur, þá Bretar og svo Bandaríkjamenn. Gistinóttum Bandaríkjamanna fjölgaði þó hlutfallslega mest milli ára eða um tæp 64%. Næstmest fjölgaði gistinóttum Asíubúa annarra en Japana og Kínverja (51%), þá Kanadamanna (50%) og loks Kínverja (45%). Gistinóttum Austurríkismanna fækkaði hlutfallslega mest eða um 22%, Dana um 5% og Belga 4%. Skipting milli tegunda gistingarFlestar gistinætur voru á hótelum og gistiheimilum (70%), á tjaldsvæðum 15% og 6% á farfuglaheimilum. Gistinóttum fjölgaði milli ára á öllum tegundum gististaða nema svefnpokagististöðum og tjaldsvæðum. Þróun innan landshlutaHlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, en einnig varð nokkur fjölgun á Norðurlandi vestra, Suðurlandi og Vesturlandi. Á Austurlandi var fjöldi gistinátta svipaður milli ára. Gistinóttum fækkaði hins vegar á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Rannsókn Hagstofunnar tekur til allrar seldrar gistiþjónustu að undanskildum orlofshúsum félagasamtaka, stéttar- og starfsmannafélaga. Gistináttatalning Hagstofunnar er þýðisrannsókn og árið 2011 var leitað eftir upplýsingum frá 828 gististöðum. Rannsóknin nær til allra gististaða og er ekki tekið tillit til þess hvort þeir hafi gistileyfi. Erfitt getur verið að finna alla þá aðila sem veita gistiþjónustu, sérstaklega þegar staðir eru ekki með tilskilin leyfi. Heimtur voru almennt góðar hjá stærri gististöðum en lakari hjá smærri aðilum. Yfirleitt liggja fyrir góðar upplýsingar um gistirými sem nýtist til áætlunar á gistinóttum hjá þeim stöðum sem ekki hafa skilað inn gögnum. Það er mat Hagstofunnar að þeir gististaðir sem gætu vantað í útgefnar tölur séu smáir heimagististaðir sem leigja út fá herbergi óreglulega yfir árið. Vægi þessara staða er lítið og hafa þeir óveruleg áhrif á heildarniðurstöður, árið 2011 var gögnum safnað frá 153 heimagististöðum og vega gistinætur þeirra 2% af heildarfjölda gistinátta árið 2011. Gististiskýrslur 2011 eru aðgengilegar á vef Hagstofunnar:Gistiskýrslur 2011 
Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna UNWTO í Andorra - Starf Íslands vakti athygli

Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra var á dögunum boðið að halda erindi á alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Alþjóða ferðamálaráðsins (UNWTO). Um var að ræða sjöundu ráðstefnu UNWTO um fjalla- og snjóferðamennsku / þjónustu sem var haldinn í Andorra. Nýting nýrra miðla„Á ráðstefnunni var sjónum einkum beint að nýtingu nýrra miðla og ég var beðin að fjalla um hvernig nýta mætti nýja miðla og nýja tækni til að endurvekja og auka traust hið innra og ytra í kjölfar áfalla. Ráðstefnan sem slík var stór í sniðum með um 400 þátttakendum sem komu víða að. Ég get nefnt sem dæmi að þarna voru fulltrúar Lesotho, sem er eitt þriggja landa í Afríku sem er með skíðasvæði,“ segir Ólöf Ýrr. Áhugi á starfinu á ÍslandiAð sögn Ólafar Ýrar sýndu þátttakendur mikinn áhuga á því hvernig Íslendingar hafa tekið á málum síðustu ár. „Bæði var fólk áhugasamt um innihald kynningarherferða undanfarinna ára, hvernig hinum mismunandi miðlum hefur verið beitt og með hvaða hætti hægt er að meta árangur. En ekki síður voru menn áhugasamir um þá samvinnu sem þróast hefur milli hins opinbera og einkageirans, þvert á stofnanir og hvernig við nálgumst verkefni á grunni samstarfs og virkrar þátttöku sem flestra aðila. Þá vildi fólk fræðast um það hvernig menning og hönnun og því um líkt blandast inn í almenna landkynningu, svo og náttúrutenginguna sem oft birtist í listum og skapandi greinum,“ segir Ólöf Ýrr. Heimasíða ráðstefnunnar:http://www.congresdeneu.ad/index_uk.php Hér að neðan er útdráttur úr erindi Ólafar: Inspiring Iceland: Multimedia technology at the service of creating confidence in times of crisis Iceland has since October 2008 faced severe socioeconomic challenges as a result of the collapse of the country’s banking system.  No less challenging were the effects on the percieved trustworthiness of the Icelandic business environment, the image of the country abroad – and the self-image of the island’s inhabitants, who have had to revisit all ideas of what being an Icelander entails. The Eyjafjallajökull volcano eruption in the spring of 2010 had widespread effects on transport and travel worldwide, and was a further challenge for the tourism industry in the island, highlighting the necessity of securing a professional, high quality service and activity based industry. In my presentation I will share the story of Iceland in the past few years, elaborating on the dual meaning of the presentation’s title – which can both be perceived as a call for inspiring Icelanders themselves – or a confirmation of Iceland’s inspiring nature. In both instances, the utilisation of multimedia can play a significant role.    
Lesa meira

Top Resa í Frakklandi - þátttökukönnun

Í kjölfar góðs fundar um franska markaðinn fyrr í vetur kannar Íslandsstofa nú áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á ferðakaupstefnunni IFTM Top Resa sem fer fram í París í Frakklandi dagana 18.- 21. september næstkomandi. Kaupstefnan er haldin á hverju ári og er orðin sú þýðingarmesta í landinu í alþjóðlegu tilliti. Á síðasta ári sóttu hana um 28.000 fagaðilar. Top Resa býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á gott tækifæri til að kynna sig, sem og viðhalda og útvíkka viðskiptasambönd sín í Frakklandi. Sýningin verður eingöngu opin fagfólki (B2B) alla fjóra dagana.  Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Davíð Jóhannsson hjá Íslandsstofu, david@islandsstofa.is fyrir 29. apríl nk. Nánari upplýsingar um Top Resa.
Lesa meira

VAKINN - Fræðsla og aðstoð við innleiðingu boðin í fjarfundi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands aðstoðar ferðaþjónustuaðila við innleiðingu á VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Tveir fundir í aprílFræðslufundur um fyrstu skrefin er boðinn á netinu og  nú í apríl verða tveir fundir. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig og fá síðan senda slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn. Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Fyrsti fræðslufundur er mánudaginn 23. apríl kl. 13:00 – 14:00 og endurtekinn föstudaginn 27. apríl á sama tíma. Skráning á fundinaÞátttakendur sendi skráningu með tölvupósti á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefið upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer og tilgreinið hvorn fundinn þið hyggist nýta ykkur.Frestur til skráningar á mánudagsfundinn er til miðnættist 22. apríl og föstudagsfundinn til miðnættis 26. apríl. Hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns, bætt verður við fundum eftir þörfum. Nánari upplýsingarAllar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491. Nánar um VAKANN á www.vakinn.is
Lesa meira

Áætlunarflug hafið til Húsavíkur

Reglubundið áætlunarflug hófst aftur til Húsavíkur um helgina eftir tólf ára hlé. Flugfélagið Ernir mun fara sjö ferðir á viku á flugvöllinn í Aðaldal, fjóra daga vikunnar. Von forsvarsmanna Ernis er að hægt verði að gera út flug til Húsavíkur allt árið um kring, segir í frétt. Húsavík er fimmti áætlunarstaður Flugfélagsins Ernis en fyrir flýgur félagið til Vestmannaeyja, Hafnar í Hornafirði, Bíldudals og á Gjögur. www.ernir.is
Lesa meira

Golf og ferðaþjónusta - málþing

Samtökin Golf Iceland boða til málþings um golf og ferðaþjónustu fimmtudaginn 26. apríl 2012 kl 13:30 á Hilton hóteli. Mikil umræða hefur verið um mikilvægi þess að fjárfesta í vöruþróun í ferðaþjónustu um allt land og þar sérstaklega verið litið til afþreyingar fyrir vaxandi fjölda gesta.  Á Íslandi eru um 70 golfvellir,sem dreifast um allt landið. Hér er því nú þegar mikið framboð af þessari eftirsóttu afþreyingu og varan er tilbúin. Samtökin GOLF ICELAND voru stofnuð 2008 af hópi golfklúbba og hópi ferðaþjónustufyrirtækja auk Golfsambands Íslands og Ferðamálastofu í þeim tilgangi að vinna að kynningu og markaðssetningu þessarar afþreyingar.  Markaðurinn er stór og vaxandi. Um 50 milljónir kylfinga eru í heiminum þar af eru um 6 milljónir í Evrópu. Um 30% kylfinga fara árlega í golfferð utan heimalands.  Þessir ferðamenn eru eftirsóttir enda eyða þeir allt að 100% meira en almennir ferðamenn á sínum ferðum. Erlendum kylfingum sem leika hér á Íslandi hefur fjölgað verulega á undanförnum árum og ljóst að íslenskir golfvellir í okkar sérstæða landslagi og einstöku birtu vekja mikinn áhuga og ánægju þeirra sem hér spila. Ísland hefur tvö undanfarin ár verið tilnefnt af golfblaðamönum í lokaúrslit um titilinn „ Besti nýi óþekkti golfáfangastaðurinn í heiminum“ Á málþinginu verður farið nánar yfir þá möguleika sem eru til staðar fyrir okkur að ná meiri árangri og hvað frekar er hægt að gera í þeim tilgangi. Meðal fyrirlesara á málþinginu er Per Persson frá Golf Skåne/Svíþjóð. Hann hefur unnið að því frá 2003 að markaðssetja Svíþjóð sem “ nýjan” golfáfangastað. Per mun fara yfir hvernig golklúbbar og ferðaþjónustan í Svíþjóð hafa komið golfi á framfæri og nýtt þá afþreyingu sem aðdráttarafl. Þá verður fjallað um hvað golfklúbbar geta gert  betur  til að laða til sín fleiri kylfinga og hvar skóinn kreppir í  móttökuþættinum í ljósi reynslunnar. Einnig verður farið yfir möguleika ferðaþjónustunnar til frekara samstarfs og nýtingar á þessari miklu fjárfestingu í afþreyingu um allt land. Meðfylgjandi er dagskrá málþingsins.  Málþingið er öllum opið Óskað eftir að þeir sem ætla að sækja málþingið sendi póst á  info@golficeland.org Dagskrá: Hótel Hilton - Fimmtudaginn  26. apríl  kl 13:30-15:30 1. Magnús Oddsson stjórnarformaður Golf Iceland:     Setning málþings. 2. Per Persson Project Leader Golf Skane/Svíþjóð:     How Sweden has been working with golf as a reason to visit Sweden 3.  Árni Gunnarsson formaður Samtaka ferðaþjónustunnar:Hvers er að vænta í ferðaþjónustunni og hvaða möguleikar eru tengdir golfi sem afþreyingu um allt land? 4.  Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri  Golfkl. Keilis:Hvernig tökum við á móti og þjónum vaxandi fjölda erlendra kylfinga? Að loknu hverju erindi verða fyrirspurninr til frummælanda. Fundarstjóri er Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands
Lesa meira