Greinargerð um möguleg áhrif á flutningi innanlandsflugs

Greinargerð um möguleg áhrif á flutningi innanlandsflugs
forsíða áhrif af flutningi innanlandsfugs

Í gær var kynnt greinargerð sem KPMG hefur unnið fyrir nokkur sveitarfélög um möguleg áhrif ef miðstöð innanlandsflugs væri flutt frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að flugferðum innanlands fækki um fjörtíu prósent, flugferðum á leiðum sem í boði verða fækkar úr 37 í átján og innanlandsflug til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja leggst af.

Þá segir einnig í skýrslunni að samgöngur innanlands verði dýrari og óhagkvæmari og að ferðakostnaður íbúa landsbyggðarinnar aukist um sex til sjö milljarða króna. Niðurstaðan er einnig að atvinnulíf verði einhæfara, kostnaður við sjúkraflug aukist og öryggi sjúklinga minnki.

Hægt er að lesa skýrsluna hér að neðan en sveitarfélögin sex sem létu vinna skýrsluna eru Vesturbyggð, Ísafjarðarbær, Akureyrarbær, Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð, Hornafjörður og Vestmannaeyjabær.

 


Athugasemdir