01.09.2012
Frá og með deginum í dag heyra ferðamál undir nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem til varð með sameiningu inaðarráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis.
Ráðherra verður Steingrímur J. Sigfússon og ráuneytisstjóri er Kristján Skarphéðinsson. Nýja ráðuneytið er til húsa að Skúlagötu 4 í Reykjavík og síminn er 545-9700.
Skrifstofur í ráðuneytinu verða 7 og málaflokkar 14 en hægt er að kynna sér skipulag nýja ráðuneytisins á vef þess.
www.atvinnuvegaraduneyti.is
Lesa meira
30.08.2012
Í dag gekkst KPMG fyrir fundi þar sem flutt voru fróðleg erindi um virðisaukaskatt og ferðaþjónustu. Innan ferðaþjónustunnar gilda flóknar reglur um virðisaukaskatt og misjafnt hvort aðilar innan hennar eru í virðisaukaumhverfi eða ekki. Einnig er þjónusta seld í báðum þrepum virðisaukaskatts.
Soffía Eydís Björgvinsdóttir fór stuttlega yfir þessar reglur og helstu álitaefni um virðisaukaskatt í ferðaþjónustu. Þá kynnti Alexander G. Eðvardsson niðurstöður könnunar KPMG á þeim miklu áhrifum sem fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á gistingu mun að hans mati hafa. Glærur frá erindum þeirra beggja má nálgast á vef KPMG.
Lesa meira
27.08.2012
Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Þar eru veittir styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.
Umsóknarfrestur haustið 2012 er 20. september.
Markmið verkefnisins:
Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta
Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum
Nánar á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Lesa meira
24.08.2012
St. Pétursborg er meðal þriggja nýrra áfangastaða sem Icelandair hefur tilkynnt að flogið verði til næsta sumar. Þar með verður í fyrsta sinn í boði áætlunarflug á milli Rússlands og Íslands og því um viss tímamót að ræða. Hinir tveir nýju áfangastaðirnir eru Anchorage í Alaska og Zurich í Sviss.
Flugið til St. Pétursborgar hefst 1. júní og flogið verður tvisvar í viku til 17. september. Flugið tekur 4 klukkustundir, lennt er á Íslandi að morgni sem gefur kost á tengiflugi áfram vestur um haf.
Flugið til Zurich verður tvisvar í viku frá 1. júní til 14. september. Sama er með Anchorage í Alaska. Þangað verður einnig flogið tvisvar í viku, frá 15. maí til 15. september. Alaska er stærsta fylki Bandaríkjanna að flatarmáli og hefur beint áætlubarflug ekki áður veðir í boði til og frá Íslandi. Í frétt frá Icelandair kemur fram að unnið er að frágangi heildaráætlunar Icelandair fyrir árið 2013 og verður hún kynnt á næstunni.
Mynd: Frá St. Pétursborg / saint-petersburg.com
Lesa meira
23.08.2012
Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Jafnframt hefur verið opnaður nýr vefur fyrir NATA og fara allar umsóknir þar í gegn á rafrænum eyðublöðum.
Ný vefsíðaÁ nýjum vef NATA á slóðinni www.nata.is er að finna allar helstu upplýsingar um samtökin, bæði á ensku og dönsku. Ítarlegar upplýsingar eru um styrkjamöguleika og meðal nýjunga eru rafræn umsóknareyðublöð þar sem allar umsóknir fara nú í gegn um, sem fyrr segir. Þá má einnig nefna nýja þjónustu þar sem fyrirtæki geta leitað eftir samstarfsaðilum í hinum löndunum, öðru eða báðum eftir atvikum.
Styrkir til tvenns konar verkefnaÍ samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvennskonar verkefna. Annars vegar verkefna í ferðaþjónustu og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.
Styrkir til verkefna í ferðaþjónustu Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu á milli landanna þriggja geta sótt um styrk að hámarki 100.000 danskar krónur, eða að hámarki 50% þeirra kostnaðarliða sem styrktir eru. Skulu umsóknir fela í sér samstarf milli einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja í tveimur af löndunum þremur hið minnsta. Ekki eru veittir styrkir vegna launakostnaðar, ráðgjafar, útgáfu efnis eða vefsíðugerðar.
Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum ferðaþjónustu.
Til markaðssetningar.
Til nýsköpunar- og – vöruþróunar.
Til að mynda tengslanet og miðla þekkingu.
Til gæða- og umhverfismála innan ferðaþjónustunnar.
Við mat á umsóknum verður tekið tillit til eftirfarandi þátta:
Verkefnishugmyndar og gæða umsóknarinnar. Ófullgerðar umsóknir verða ekki teknar til greina.
Nýnæmis og nýsköpunargildis verkefnisins
Markaðstengingar
Kostnaðaráætlunar og annarrar fjármögnunar
Samfélagslegs gildis
Styrkir vegna kynnis- og námsferðaEitt af markmiðum samstarfssamnings um ferðamál á milli Íslands, Grænlands og Færeyja er að auka samskipti og fjölga heimsóknum á milli landanna þriggja. Hér með eru auglýstir ferðastyrkir til þeirra sem vinna að samstarfsverkefnum sem varða tvö af löndunum þremur hið minnsta. Styrkjunum er einvörðungu ætlað að standa straum af ferðakostnaði, ekki gistingu eða uppihaldi. Hámarksstyrkur á hvern einstakling er 1.000 danskar krónur vegna ferðalaga milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Færeyja hins vegar.
Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða eftirtaldra:
Skóla
Íþróttahópa
Tónlistarhópa
Annars menningarsamstarfs
Við mat á umsóknum verður tekið tillit til eftirfarandi atriða:
Verkefnishugmynd
Gæði umsóknar. Ófullgerðar umsóknir verða ekki teknar til greina.
Gagnkvæmni og tengslamyndun
Kostnaðaráætlun, fjármögnun
Hvar er sótt um?Allar umsóknir þurfa að berast með rafrænum hætti á þar til gerðum umsóknarblöðum sem finna má á vef NATA. Vefurinn og umsóknarformin eru bæði á dönsku og ensku.
Nánari leiðbeiningar um umsóknir á vef NATA
Opna umsóknasíðu á vef NATA
SkilafresturLokafrestur til að skila umsókn er 10. september 2012. Umsóknir eða fylgigögn sem berast eftir þann tíma verða ekki tekin gild. Niðurstaða stjórnar NATA um úthlutun mun liggja fyrir um miðjan október.
Nánari upplýsingarNánari upplýsingar gefur starfsmaður NATA, Mette K. Kibsgaard, sími 00 298 30 9914 eða í gegnum netfangið mette@industry.fo
Lesa meira
22.08.2012
Sendiráð Íslands í Peking og Íslandsstofa hafa ákveðið að gefa út í nýtt og endurbætt kynningarefni um ferðaþjónustu á Íslandi í tengslum við China International Travel Mart (CITM) sem fer fram í Shanghai í nóvember.
Kynningarefnið samanstendur af Íslandskorti, landkynningarbæklingi og lítilli handbók (A5) með upplýsingum um ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Allir textar verða á kínversku og myndefni og framsetning verður valin með kínverskan markhóp í huga.
Fyrirtækjum stendur til boða að vera með einnar síðu auglýsingu í handbókinni fyrir aðeins 50.000 krónur. Ein síða er í boði fyrir hvert fyrirtæki og er gert ráð fyrir að prenta bókina í 5000 eintökum. Staðfesta þarf kaup á auglýsingu fyrir 5. september nk.
CITM fer fram í dagana 15.-18. nóvember á þessu ári í Shanghai New International Expo Centre í nýja viðskiptahverfinu Pudong í austurhluta Shanghai. Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráðið í Peking, skipuleggur sameiginlegan bás fyrir íslensk fyrirtæki á sýningunni. Fyrirtæki sem taka þátt eru hvött til að vera með í handbókinni og koma sér þannig á framfæri.
Frekari upplýsingar veita:Hafliði Sævarsson hjá sendiráðinu í Peking, haflidi@mfa.is og Þorleifur Þór Jónsson hjá Íslandsstofu, thorleifur@islandsstofa.is.
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira
16.08.2012
Fornleifavernd ríkisins í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands efnir í sumar til almennrar hugmyndasamkeppni um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa sem eru við Stöng í Þjórsárdal.
Minjastaður í fyrsta skipti hannaður heildrænt Með verkefninu sem er minjastaður á Íslandi í fyrsta skipti hannaður heildrænt með hliðsjón af umhverfisþáttum og með það í huga að gera hann aðgengilegan og áhugaverðan fyrir almenning. Hér er því um frumkvöðlaverkefni að ræða. Áhugi er fyrir að gera sem flestar af fornleifunum í dalnum aðgengilegar fyrir ferðamenn á næstu árum. Hugsanlegt er að yfirfæra megi hugmyndina að fullu eða að hluta yfir á aðrar fornleifar í dalnum. Markmiðið er að nýta megi lausnina sem tillögu að því hvernig megi vinna að svipuðum verkefnum í framtíðinni á öðrum íslenskum minjastöðum.
Keppnislýsing og samkeppnisgögnKeppnislýsing er aðgengileg á vef Arkitektafélags Íslands, www.ai.is, á vef Félags íslenskra landslagsarkitekta, www.fila.is og á vef Fornleifaverndar ríkisins, www.fornleifavernd.is . Samkeppnisgögn eru afhent á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, Reykjavík, á milli kl. 09:00 og 13:00 virka daga.
Nánari upplýsingar og verkefnaskilHægtb er að fá nánari upplýsingar hjá trúnaðarmanni samkeppninnar í síma 899 6225 eða með tölvupósti á netfangið harh@simnet.is. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitekafélags Íslands að Engjateig 9 eigi síðar en 28. september 2012.
Lesa meira
15.08.2012
Vert er að minna á að nú eru tæpar fjórar vikur í lok umsóknarfrests um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur er til og með 10 september 2012 og umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
Hlutverk sjóðsins:Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er vistaður hjá Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
Áherslur og ábendingar til umsækjenda:
Framkvæmdasjóðurinn leggur sérstaka áherslu á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
Framlög til einkaaðila eru háð því skilyrði að um sé að ræða ferðamannastaði sem eru opnir almenningi.
Að jafnaði getur styrkur ekki numið hærri upphæð en 50% af kostnaði.
Við yfirferð umsókna er tekið mið af gæðum og trúverðugleika umsókna, mikilvægi verkefnis m.t.t. markmiða Framkvæmdasjóðsins og Ferðamálaáætlunar 2011-2020, sjálfbærnisjónarmiða, nýnæmis ofl.
Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og merkinga koma m.a. fram “Menningarstefnu í mannvirkjagerð”, leiðbeiningarritinu „Góðir staðir“ og „Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum“ (sjá nánar á umsóknarsíðu).
Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum:
Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.
Allar umsóknir skulu innihalda:
a. Verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með rökstuddum og skýrum hætti. b. Kostnaðar- og verkáætlunc. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra framkvæmda þá verður deiliskipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir. d. Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að fylgja skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.e. Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða umsjónaraðila
Hverjir geta sótt um:Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum.
Hvar ber að sækja um:Umsóknareyðublöð er að finna á hér á vefnum á sérstakri umsóknasíðu. Þar eru jafnframt leiðbeiningar um hvernig skal sækja um.
Opna upplýsingasíðu fyrir umsóknir
Nánari upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5500 eða með vefpósti sveinn@ferdamalastofa.is.
Auglýsing í PDF-útgáfu til útprentunar
Lesa meira
14.08.2012
Eins og fram hefur komið í fréttum stendur til að virðisaukaskattur á gistingu verði hækkaður úr 7% í 25,5%. Samtök ferðaþjónustunnar sendu í dag frá sér fréttatilkynningu vegna þessa.
Jafnframt sendu samtökin hlekk á töflu þar sem sjá má samanburð á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu í Evrópu.
Fréttatilkynning:
FÁDÆMA ÓVIRÐING VIÐ GREININA
Fundur fjármálaráðherra með fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í gær um hugmyndir ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25.5%, olli miklum vonbrigðum og ljóst að mönnum var full alvara að veita ferðaþjónustunni þetta rothögg. Fulltrúar SAF hlustuðu agndofa á fjármálaráðherra segja eðlilegt að greinin taki á sig 17.3% verðhækkun þar sem hún sé á uppleið.
Fjármálaráðherra sýndi ferðaþjónustunni og starfsfólki hennar fádæma óvirðingu í fréttum Sjónavarps í gærkvöldi þegar hún sagði neðra þrep virðisaukaskatt vera ríkisstyrk.
29 þjóðir af 32 í Evrópu eru með gistinguna í neðra þrepi virðisaukaskatts. Þær þjóðir kalla það ekki ríkisstyrk, þær gera það til þess að ferðaþjónustan dafni og færi meiri tekjur í þjóðarbú. Þar mega atvinnugreinar dafna. Þjóðverjar lækkuðu t.d. virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% þegar fór að kreppa að í Evrópu í þessu skyni.
Samtök ferðaþjónustunnar hvetja ríkisstjórnina til að hætta alfarið við þessa fáránlegu hugmynd og leyfa ferðaþjónustunni að dafna, öllum til góðs.
Nánari upplýsingar veita:Árni Gunnarsson, formaður SAFSími: 899-6113
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAFSími: 511-8000 og 822-0057
Mynd: Reykjavíkurtjörn / Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com
Lesa meira
08.08.2012
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fór 112.121 erlendur ferðamaður frá landinu í júlí síðastliðnum um Leifsstöð eða um 14 þúsund fleiri en í júlí á síðasta ári. Aldrei hafa jafnmargir ferðamenn komið til landsins í einum mánuði, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð árið 2002.
Aukning milli ára 14,7%Ferðamenn í júlí í ár voru 14,7% fleiri en í júlí árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júlímánuði á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá 9,6% aukningu milli ára að jafnaði frá árinu 2002.
Þjóðverjar og Bandaríkjamenn ríflega fjórðungur ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júlí frá Þýskalandi (13,8%) og Bandaríkjunum (13,3%). Ferðamenn frá Bretlandi (7,6%), Frakklandi (7,5%), Danmörku (7,3%), Noregi (6,0%) og Svíþjóð (5,6%) fylgdu þar á eftir en samanlagt voru framangreindar sjö þjóðir 61,1% ferðamanna í júlímánuði.
Af einstaka þjóðum fjölgaði Þjóðverjum mest í júlí, þannig komu tæplega þrjú þúsund fleiri Þjóðverjar í ár en fyrra. Þar á eftir fylgdu Bretar, Bandaríkjamenn og Svíar sem voru um 1400 fleiri hver þjóð í júlí. Norðmönnum fjölgaði ennfremur umtalsvert eða um 1100 og Ítölum um 900. Ferðamönnum frá öðrum þjóðum fjölgaði mun minna.
Ferðamönnum fjölgaði frá öllum mörkuðumÞegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum í júlí. Hlutfallslega varð mest aukning frá Bretlandi (20,5%) og frá löndum sem flokkast undir aðra markaði (20,7%). Þar á eftir fylgdu Mið- og Suður-Evrópa (15,4%), Norðurlöndin (12,3%) og N-Ameríka (6,7%).
Ferðamenn frá áramótumÞað sem af er ári hafa 357.006 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 52 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 17,2% milli ára. Hlutfallsleg aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, mest frá Bretlandi eða 38,6%, löndum sem falla undir aðra markaði (21,4%) og N-Ameríku (20,6%). Aukning frá Mið- og Suður Evrópu hefur verið heldur minni eða 10,5% og sama má segja um Norðurlöndin með 7,8% aukningu.
Ferðir Íslendinga utanUm 35 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí síðastliðnum, 7,5% fleiri en í júlí á árinu 2011. Frá áramótum hafa 205.881 Íslendingar farið utan, 5,5% fleiri en árinu áður en þá fóru um 195 þúsund utan á sama tímabili.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/ferðamannatalningar hér á vefnum. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
Júlí eftir þjóðernum
Janúar - júlí eftir þjóðernum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2011
2012
Fjöldi
(%)
2011
2012
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
13.545
14.960
1.415
10,4
Bandaríkin
43.079
53.443
10.364
24,1
Bretland
7.059
8.506
1.447
20,5
Bretland
38.794
53.758
14.964
38,6
Danmörk
7.996
8.167
171
2,1
Danmörk
24.444
24.113
-331
-1,4
Finnland
2.318
2.198
-120
-5,2
Finnland
6.980
8.020
1.040
14,9
Frakkland
7.945
8.454
509
6,4
Frakkland
19.765
21.863
2.098
10,6
Holland
3.398
3.841
443
13,0
Holland
11.589
12.459
870
7,5
Ítalía
2.260
3.176
916
40,5
Ítalía
5.006
6.122
1.116
22,3
Japan
543
589
46
8,5
Japan
3.757
4.955
1.198
31,9
Kanada
3.332
3.048
-284
-8,5
Kanada
9.445
9.886
441
4,7
Kína
1.544
2.408
864
56,0
Kína
4.643
7.097
2.454
52,9
Noregur
5.552
6.686
1.134
20,4
Noregur
24.008
28.031
4.023
16,8
Pólland
2.839
2.957
118
4,2
Pólland
8.723
8.895
172
2,0
Rússland
547
752
205
37,5
Rússland
1.528
2.466
938
61,4
Spánn
3.017
2.971
-46
-1,5
Spánn
6.320
6.291
-29
-0,5
Sviss
3.659
3.918
259
7,1
Sviss
5.753
6.715
962
16,7
Svíþjóð
4.893
6.257
1.364
27,9
Svíþjóð
19.478
20.567
1.089
5,6
Þýskaland
12.498
15.461
2.963
23,7
Þýskaland
32.623
36.102
3.479
10,7
Annað
14.812
17.772
2.960
20,0
Annað
38.708
46.223
7.515
19,4
Samtals
97.757
112.121
14.364
14,7
Samtals
304.643
357.006
52.363
17,2
Júlí eftir markaðssvæðum
Janúar - júlí eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
Breyting milli ára
2011
2012
Fjöldi
(%)
2012
2012
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
20.759
23.308
2.549
12,3
Norðurlönd
74.910
80.731
5.821
7,8
Bretland
7.059
8.506
1.447
20,5
Bretland
38.794
53.758
14.964
38,6
Mið-/S-Evrópa
32.777
37.821
5.044
15,4
Mið-/S-Evrópa
81.056
89.552
8.496
10,5
N-Ameríka
16.877
18.008
1.131
6,7
N-Ameríka
52.524
63.329
10.805
20,6
Annað
20.285
24.478
4.193
20,7
Annað
57.359
69.636
12.277
21,4
Samtals
97.757
112.121
14.364
14,7
Samtals
304.643
357.006
52.363
17,2
Ísland
32.629
35.061
2.432
7,5
Ísland
195.204
205.881
10.677
5,5
Lesa meira