Fréttir

VAKINN kynntur á fundum víða um land

VAKINN, hið nýja gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, verður kynnt á fundum víða um land dagana 2. til 14. mars næstkomandi. Byrjað verður á Ísafirði á morgun, föstudag og endað í Reykjavík þann 14. mars. Metnaðarfullt verkefni fyrir alla ferðaþjónustuEins og fram hefur komið þá á VAKINN sér talsaverða sögu og en unnið hefur verið að þróun þessa metnaðarfulla gæðakerfis frá haustinu 2008. Eru miklar vonir bundnar við að VAKINN muni efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Unnið í náinni samvinnuVAKINN er afsprengi þróunarverkefnis sem iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands og þannig hefur skapast breið samstaða innan ferðaþjónustunnar um þennan mikilvæga málaflokk. Nánari upplýsingar um VAKANN á:www.vakinn.is og www.facebook.com/vakinn.is Kynningarfundir um allt landHér að neðan eru upplýsingar um hvern fund um sig: 2. mars  Ísafjörður 13-15:30 - Hótel Ísafjörður - Nánari upplýsingar og skráning5. mars  Akureyri 9-11:30 - Hótel KEA - Nánari upplýsingar og skráning5. mars Varmahlíð 14-16:30 - Hótel Varmahlíð - Nánari upplýsingar og skráning6. mars  Egilsstaðir 11-13:30 - Hótel Hérað - Nánari upplýsingar og skráning7. mars  Höfn í Hornafirði 9-11:30 - Hótel Höfn - Nánari upplýsingar og skráning7. mars  Kirkjub.klaustur 15-17:30 - Hótel Klaustur - Nánari upplýsingar og skráning13. mars Stykkishólmur 14-16:30 - Hótel Stykkishólmur - Nánari upplýsingar og skráning14. mars Selfoss 9-11:30 - Hótel Selfoss - Nánari upplýsingar og skráning14. mars Reykjavík 14-16:30 - Reykjavík Hótel Natura - Nánari upplýsingar og skráningDagskrá kynningarfunda:- Ávinningur af VAKANUM- Umhverfiskerfi VAKANS- Gerð öryggisáætlana- Áhættumat í ferðaþjónustu- Rekstur og stjórnun- Stuðningur og fylgigögn VAKANS Tökum höndum saman og eflum gæði í íslenskri ferðaþjónustu! Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

Spegillinn II - markaðsþróunarverkefni í ferðaþjónustu

Íslandsstofa og Ferðamálastofa kynna markaðsþróunarverkefnið Spegilinn, sem er sérstaklega ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Spegillinn er einstakt tækifæri fyrir framsýna þátttakendur að sannreyna áform sín, lagfæra og leiðrétta áherslur og styrkja þannig grundvöll og rekstrarforsendur síns fyrirtækis, áður en haldið er af stað í markaðssókn og aðgerðir, heima og eða erlendis. Megin áherslur verkefnisins eru: Greining : Eitt fyrirtæki er í brennidepli á hverjum vinnufundi.  Á fundinum fer fram opið og gagnrýnið mat á stöðu, stefnu, styrkleikum og veikleikum, framtíðarsýn, markmiðum og leiðum hjá viðkomandi fyrirtæki. Úrvinnsla:  Á hverjum vinnufundi eru fyrirfram ákveðnir lykilþættir yfirfarnir í skipulagðri hópavinnu, undir stjórn ráðgjafa.  Við lok vinnufundarins liggja fyrir ábendingar og tillögur um úrbætur, tækifæri og leiðir til að bæta og auka árangur. Úrbætur og árangursmið:  Úrbótatillögur hópsins eru kynntar fyrir viðkomandi fyrirtæki og aðstoð veitt við að koma þeim í framkvæmd.   Vinnan miðar að því að tillögur og ábendingar geti orðið leiðarljós sem stjórnendur fyrirtækisins hafa við markaðsþróun þess til framtíðar. Átta - tíu fyrirtækjum verður boðin þátttaka í Speglinum og mun það standa í jafn marga mánuði.  Einn vinnufundur er í hverjum mánuði meðan verkefnið stendur, tveir dagar í senn. Þátttökugjald er kr. 150.000 og greiðast kr. 50.000.- við staðfestingu. Að auki þurfa þátttakendur að greiða allan kostnað svo sem ferðir innanlands, gistingu og fæði á meðan á fundi stendur. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að opna „allar bækur“ fyrir hópnum og gert verður trúnaðarsamkomulag milli allra aðila. Umsóknarfrestur er til 11. mars 2012. Nánari upplýsingarSjá verkefnislýsingu, ummæli, skilyrði fyrir þátttöku og umsóknarblað á upplýsingasíðu um Spegilinn.  Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson, verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is, sími 511 4000 Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

All Senses, ferðaþjónustuklasinn á Vesturlandi

All Senses ferðaþjónustuklasinn, sem starfað hefur síðan vorið 2005 og er einn elsti ferðaþjónustuklasinn á Íslandi, fundaði í Landnámssetrinu í vikunni og ákváðu félagar að endurskoða og styrkja  samstarfið þannig að ferðaþjónustan á Vesturland verði sem sýnilegust. Megin áherslan verður á samstarf og stuðning við Markaðsstofu Vesturland og síðan sem öflugt tengslanet meðal aðila innan ferðaþjónustunnar, segir í frétt frá All Senses. Í upphafi var meginmarkmið klasans að markaðssetja Vesturland sem eina heild, auk þess sem áhersla var lögð á fræðslu- og gæðastarf og mynda öflugt tengslanet og þekkingu á starfsemi hvors annars til að geta kynnt og selt Vesturlandið betur til ferðamanna. Þessi markmið eru í raun enn í fullu gildi en klasinn telur að þeim verði best náð með nánu samstarfi við Markaðsstofuna. All Senses stóð meðal annars að stofnun Markaðsstofu Vesturlands ásamt Ferðamálasamtökum Vesturlands og SSV. Markaðsstofan hefur síðan tekið að sér sameiginleg kynningar- og markaðsmál fyrir Vesturlandið. Öflugt tengslanet er ómetanlegt þar sem menn miðla þekkingu og fróðleik sín á milli. Þetta vilja félagar treysta enn betur og vera sterkt bakland við Markaðsstofuna. Klasinn mun því halda áfram starfsemi sinni með vinnufundum og annarri skemmtilegri starfssemi. Eins og allt frá upphafi er klasinn opinn öllum sem áhuga hafa á atvinnugreininni. Ný stjórn klasans skipa Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, Shelagh Smith og Arngrímur Hermansson. Þórdís Guðrún Arthursdóttir hefur verið verkefnisstjóri frá upphafi og mun hún starfa áfram með klasanum.Þeir sem hafa áhuga á að vera með í All Senses samstarfinu geta skráð sig hjá Þórdísi, tga@simnet.is. Mynd: Snæfellsjökull / vesturland.is
Lesa meira

VAKINN er orðinn að veruleika

Merkur áfangi náðist í dag í sögu íslenskrar ferðaþjónustu þegar gæða- og umhverfiskerfið VAKINN var tekið í notkun. Þróuð hafa verið gæðaviðmið fyrir allar greinar ferðaþjónustu en í fjölmörg ár hefur verið rætt um nauðsyn á slíku kerfi. Með VAKANUM fá ferðaþjónustuaðilar í hendur tæki sem getur verið þeim verkfæri og leiðsögn í átt til betri þjónustu og aukins öryggis. Verkfæri ferðaþjónustuaðilaMarkmiðið með VAKANUM er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þannig er kerfið fyrst og fremst verkfæri til að aðstoða þátttakendur við að auka gæði og öryggi. Þetta er gert með hjálpargögnum og leiðsögn. Ferðaþjónustuaðilar eru ekki skyldugir að taka þátt í VAKANUM en styrkleikar kerfisins eiga einmitt að felast í því að kostir þess séu öllum augljósir.Kerfið er tvískipt, þ.e. stjörnuflokkun fyrir gististaði og úttekt á ferðaþjónustu annarri en gistingu. Þá fylgir VAKANUM einnig umhverfiskerfi sem aðilar hafa val um að taka þátt í, en það kostar ekkert aukalega. Víðtæk samstaðaVAKINN er afsprengi þróunarverkefnis sem iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að haustið 2008. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands og þannig hefur skapast breið samstaða innan greinarinnar um þennan mikilvæga málaflokk. Þá hafa fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki lagt lóð sitt á vogarskálina í undirbúningsferlinu. Byggt er á kerfi frá Nýja-Sjálandi er kallast Qualmark og þykir hafa heppnast afar vel. Því eru gæðin mikilvæg?En af hverju eru gæða- og umhverfismál svona mikilvæg fyrir íslenska ferðaþjónustu og hvaða hag hafa ferðaþjónustufyrirtæki hafa af því að taka þátt? Nokkuð augljós ástæða er samkeppnissjónarmið, þ.e. Ísland á sem ferðamannaland í harðri samkeppni við mörg önnur lönd. Það er síður en svo sjálfgefið að ferðamenn leggi leið sýna hingað til lands því valkostirnir eru svo sannarlega margir. VAKINN er þannig markaðstæki, bæði fyrir Ísland sem áfangastað og hvert það fyrirtæki sem tekur þátt. En af hverju að tengja umhverfismál við gæðamálin? Kannanir meðal ferðamanna hafa árum saman fært okkur heim sanninn um að meginaðdráttarafl Íslands er hin stórfenglega náttúra. Hún er gulleggið okkar sem við þurfum því að varðveita og skila áfram ósködduðu til komandi kynslóða Einfalt og kostnaði stillt í hófÁhersla hefur verið lögð á að hafa kerfið eins einfalt og kostur er og sníða það þannig að það henti öllum. Þá hefur þátttökugjaldi einnig verið stillt í hóf, en það ræðst af umfangi rekstrar viðkomandi fyrirtækis. Vefur VAKANS, vakinn.isÁ fundinum í dag var nýr vefur VAKANS opnaður en slóðin er www.vakinn.is Þar er að finna allar upplýsingar um kerfið, umsóknarform, hjálpargögn og fleira. Kynningarfundir um allt landÁ næstu dögum verður VAKINN kynntur á fundum víða um land. Þeir verða sem hér segir: 2. mars  Ísafjörður 13-15:30 - Hótel Ísafjörður5. mars  Akureyri 9-11:30 - Hótel KEA5. mars Varmahlíð 14-16:30 - Hótel Varmahlíð6. mars  Egilsstaðir 9-11:30 - Hótel Hérað7. mars  Höfn í Hornafirði 9-11:30 - Hótel Höfn7 .mars  Kirkjub.klaustur 15-17:30 - Hótel Klaustur13. mars Stykkishólmur 14-16:30 - Hótel Stykkishólmur14. mars Selfoss 9-11:30 - Hótel Selfoss14. mars Reykjavík 14-16:30 - Grand HótelDagskrá kynningarfunda:- Ávinningur af VAKANUM- Umhverfiskerfi VAKANS- Gerð öryggisáætlana- Áhættumat í ferðaþjónustu- Rekstur og stjórnun- Stuðningur og fylgigögn VAKANS
Lesa meira

Myndir frá málþingi um hjólaferðamennsku

Mikil ánægja var með málþingið í dag þar sem fjallað var um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri. Málþingið var liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt. Meðal fyrirlesara voru tveir erlendir aðilar með sérþekkingu á málaflokknum, Tom Burnham og Sven Erik Larsen. Rúmlega 70 manns sóttu þingið og 30 til viðbótar fylgdust með beinni útsendingu á Internetinu. Erindi og upptaka frá þinginu verða aðgengileg innan tíðar en myndir eru komnar á Facebook-síðu Ferðamálastofu
Lesa meira

Smærri styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2012

Ferðamálastofa auglýsir eftir umsóknum um styrki til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Áhersla er á verkefni er tengjast uppbyggingu og vöruþróun göngu- og hjólaleiða, bættu aðgengi og öryggi ferðamanna og söguferðamennsku. Hámarksupphæð hvers styrks verður 800 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði og/eða hönnun. Ekki er veittur styrkur fyrir eldsneyti, fæðiskostnaði eða vinnuframlagi við framkvæmdir. Til ráðstöfunar eru 8 milljónir króna. UmsóknarfresturUmsóknarfrestur er til og með 12. mars 2012. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. Hvar ber að sækja um:Umsóknar fara í gegnum rafrænt umsóknakerfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þar eru skrá umsækjendur sig inn, fá notendanafn og lykilorð  og veitir skráningin umsækjanda gagnvirkan aðgang að umsóknareyðublöðum. Kerfið er að fullu rafrænt og hægt er að vista umsóknir og halda áfram síðar. Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn 27. febrúar og síðasti umsóknadagur er 12. mars 2012. Nánari upplýsingar
Lesa meira

Ferðamálastofa boðar til kynninga á VAKANUM

Nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem ber heitið VAKINN, verður formlega ýtt úr vör í Sunnusal Radisson Blu Hótel Sögu þriðjudaginn 28 febrúar næstkomandi kl 14:30. Í framhaldinu verða kynningarfundir haldnir víða um land. Metnaðarfullt verkefni fyrir alla ferðaþjónustuHagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa um nokkurt skeið unnið að þróun metnaðarfulls gæðakerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og binda aðstandendur kerfisins  miklar vonir við að VAKINN muni efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Unnið í náinni samvinnuVAKINN er afsprengi þróunarverkefnis sem iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands og þannig hefur skapast breið samstaða innan ferðaþjónustunnar um þennan mikilvæga málaflokk. Ávörp á fundinum á Hótel Sögu flytja:Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóriOddný Harðardóttir, iðnaðarráðherraÁrni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Unnur Halldórsdóttir,  formaður Ferðamálasamtaka ÍslandsStefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur Heimasíða VAKANS, vakinn.is, verður opnuð á fundinum. Nánari upplýsingar um VAKANN Kynningarfundir VAKANS:     2. mars  Ísafjörður     5. mars  Akureyri og Varmahlíð    6. mars  Egilsstaðir     7. mars  Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustur 13. mars Stykkishólmur     14. mars Selfoss og Reykjavík     Dagskrá kynningarfunda:- Ávinningur af VAKANUM- Umhverfiskerfi VAKANS- Gerð öryggisáætlana- Áhættumat í ferðaþjónustu- Rekstur og stjórnun- Stuðningur og fylgigögn VAKANS Nánari upplýsingar um staðsetningu funda á hverjum stað koma síðar. Tökum höndum saman og eflum gæði í íslenskri ferðaþjónustu!
Lesa meira

Uppsveitabrosið afhent í níunda sinn

Uppsveitabrosið var afhent í níunda sinn á fundi á Hótel Heklu á Skeiðum í gær þar sem sveitarstjórnarfólk í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa komu saman ásamt ferðamálafulltrúa til að ræða um ferðamál og horfa fram á veginn. Sveitarstjórnarmenn fjölmenntu og sérstakir gestir fundarins voru þau Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Sveinn Rúnar Traustason umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu og Áslaug Briem starfsmaður nýja gæða- og umhverfiskerfisins VAKANS. Um uppsveitabrosiðUppsveitabrosið er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki. Bros frá Uppsveitunum til þeirra sem hafa lagt ferðaþjónustunni á svæðinu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu. Markmiðið er að senda út jákvæð skilaboð og vekja athygli á því sem vel er gert. Góð samvinna og tengsl við ferðaþjónustuAð þessu sinni var það minjavörður Suðurlands Uggi Ævarsson sem hlaut Uppsveitabrosið fyrir einstaklega góða samvinnu. Samvinna Uppsveitanna við Fornleifavernd ríkisins hefur verið til mikillar fyrirmyndar um árabil og var það sérstakt fagnaðarefni að fá minjavörð á Suðurland. Ferðaþjónusta, menning, saga og fornminjar tengjast órjúfanlegum böndum og þess vegna er mjög mikilvægt að gott samstarf sé milli faggreina. Það hefur verið ánægjulegt að vinna með starfsfólki Fornleifaverndarinnar og Minjaverði Suðurlands að uppbyggingu og verkefnum í Uppsveitum Árnessýslu. Spennandi tímar eru einnig framundan einkum í Þjórsárdal þar sem hugmyndasamkeppni um heildarmynd minjasvæðisins í Þjórsárdal hlaut nýlega styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Viðurkenning eftir listamann af svæðinuUppsveitabrosinu sem er óáþreyfanlegt fylgir alltaf hlutur unninn af listamanni í Uppsveitunum og að þessu sinni er það krítarteikning eftir myndlistarkonuna Sigulínu Kristinsdóttur sem á galleríið „Myndlist í hesthúsi“ í Reykholti í Biskupstungum. Mynd:Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveitanna, afhendir Ugga Ævarssyni uppsveitabrosið 2012.
Lesa meira

Málþing um hjólaferðamennsku á föstudaginn

Skráning stendur nú yfir á málþingið næstkomandi föstudag 24. febrúar þar sem fjallað verður um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri. Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt. Meðal fyrirlesara eru tveir erlendir aðilar með sérþekkingu á málaflokknum.  Málþingið er haldið í húsnæði Eflu verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík kl. 10:30 -15:30. Sent út á netinuÞeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með málþinginu í beinni útsendingu á Netinu. Þeir sem ætla að nýta vefsútsendingu þurfa ekki að skrá sig sérstaklega. Nánari upplýsingar
Lesa meira

Iceland Travel hlaut starfsmenntaviðurkenningu SAF

Ferðaskrifstofan Iceland Travel hlaut starfsmennta- viðurkenningu SAF 2012 á Degi menntunar í gær. Alls bárust 9 tilnefningar en viðurkenningin nú var veitt í fimmta sinn. Dómnefnd, sem skipuð er þeim Maríu Guðmundsdóttur, upplýsinga- og fræðslufulltrúa SAF, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Ólafi Jónssyni, sviðsstjóra Matvæla- og veitingasviðs Iðunnar fræðsluseturs, tók allar tilnefningar til umfjöllunar. Eftir yfirferð sem byggði á greiningu þess sem lagt var til grundvallar matinu og stefnu SAF, varð ein þeirra fremst meðal jafningja. Í rökstuðningi dómnefndar segir að erftirfarandi hafi einkum  legið  til grundvallar ákvörðun dómnefndar: • Starfsfólk skynjar að það sé hluti af innri gildum fyrirtækisins auk þess sem skilningur er á mikilvægi þekkingaruppbyggingar og símenntun • Stjórnendur Iceland Travel líta á endurmenntun sem lykilatriði í viðhaldi starfsánægju innan fyrirtækisins • Virkri endurmenntunarstefnu hefur verið fylgt og menntunarstig hefur markvisst verið aukið í fyrirtækinu sl. 6. ár • Þekkingaröflun og miðlun er heildstæð í fyrirtækinu • Frammistöðumat, sem sýnir þjálfunar- og menntunarþörf starfsmanna, er framkvæmt • Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám samhliða vinnu. Boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma meðan á námi stendur, fjárhagslega styrki og umbun fyrir góðan árangur • Hugað er að vellíðan og heilsueflingu starfsfólks í samvinnu við fyrirtækið Hrif • Fyrirtækið leggur mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð og hefur m.a. látið útbúa myndband í því skyni að vekja fólk til umhugsunar um náttúru Íslands og hefur með því skapað sér ákeðið forskot meðal alþjóðlegra samtaka í ferðaþjónustu • Fyrirtækið hefur náð ákveðnu samkeppnisforskoti með beinum hætti gegnum markvissa símenntunarstefnu Mynd: María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúa SAF; Árni Gunnarsson, formaður SAF; Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ragnheiður Valdimarsdóttir, mannauðsstjóri Iceland Travel.
Lesa meira