Fara í efni

Alþjóðleg ráðstefna um tölfræði í ferðaþjónustu - skráning stendur yfir

Alþjóðleg tölfræðiráðstefna  - auglýsing
Alþjóðleg tölfræðiráðstefna - auglýsing

Alþjóðleg ráðstefna um tölfræði í ferðaþjónustu (Global Forum on Tourism Statistics) verður haldin í Hörpu dagana 14-16 nóvember næstkomandi og stendur skráning á hana nú yfir. Ráðstefnan sem er haldin annað hvert ár af EUROSTAT (Hagstofu Evrópusambandsins) og ferðamálanefnd OECD. Ráðstefnan er ætluð þeim sem áhuga hafa á rannsóknum og hagnýtingu talna í ferðaþjónustu. 

Ráðstefnunni verður skipt í fimm málstofur:  
1. Áhrif áfalla á ferðaþjónustu og töluleg gögn ferðaþjónustunnar
2. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu
3. Tölfræði ferðaþjónustu á tuttugustu og fyrstu öldinni
4. Hvernig hægt er að nota tölfræði við ákvarðanatöku og stefnumótun
5. Samhengi og samanburðarhæfni talna í ferðaþjónustu

Ráðstefnan er haldin í Hörpu og þátttöku þarf að skrá á vef ráðstefnunnar: http://www.11thtourismstatisticsforum.is/  Þar er einnig að finna dagskrá ráðstefnunnar og frekari upplýsingar.