Fara í efni

Haustþing Ríkis Vatnajökuls: Sjálfbær ferðaþjónusta ? Umhverfis- og skipulagsmál

Vatnajökull
Vatnajökull

Ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasinn Ríki Vatnajökuls í samstarfi við Háskólasetur á Hornafirði mun standa fyrir opnu málþingi í Nýheimum á Höfn 21.-22. október 2009. Umfjöllunarefnið verður umhverfis- og skipulagsmál í ferðaþjónustu á Íslandi og er málþingið opið öllum.

Málþingið verður tvískipt þar sem fyrri daginn verður horft til ferðaþjónustunnar á landinu í heild sinni og gæði umhverfis- og skipulagsmála rædd. Ólíkir einstaklingar og stofnanir munu deila sýn sinni.

Frummælendur koma úr ýmsum áttum og má þar m.a. nefna Sigmund Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðing, Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsvörð Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og Berglindi Viktorsdóttur hjá Ferðaþjónustu bænda.

Seinni dag málþingsins verður unnið með Ríki Vatnajökuls þar sem fjórir vinnuhópar verða starfsræktir. Rætt verður um umhverfisleg, efnahagsleg og samfélagsleg viðmið & markmið fyrir þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu í Ríki Vatnajökuls, sem og samskipti Ríkis Vatnajökuls við Vatnajökulsþjóðgarð. Uppúr niðurstöðum vinnuhópanna er áætlað að vinna Gæða og umhverfisstefnu fyrir Ríki Vatnajökuls. Því eru heimamenn hvattir til þess að taka virkan þátt í umræðum. Dagskráin hefst kl. 9 og stendur til hádegis þann daginn.

Uppskeruhátíð Ríkis Vatnajökuls verður haldin í kjölfar málþingsins á miðvikudagskvöldi. Þar munu aðilar í Ríkinu gæða sér á góðum mat og skemmta sér saman eftir annasamt og gæfuríkt sumar. Öllum er frjálst að taka þátt í fögnuðinum gegn vægu gjaldi. Skráning á Hótel Höfn í síma 478-1240.

Vakin er athygli á því að Flugfélagið Ernir flýgur tvisvar á dag til og frá Höfn á miðvikudögum og er tekið mið af flugáætluninni við gerð dagskrár málþingsins. Þátttakendum málþingsins er bent á að taka fram við pöntun á flugi að þeir séu á leið á Haustþing Ríkis Vatnajökuls. Hægt er að panta flug í síma 562-2640. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu flugfélagsins www.ernir.is.

Skráning á málþingið fer fram hjá Söndru Björgu hjá Háskólasetrinu á Höfn í síma 470-8044 eða á netfanginu sbs@hi.is. Lokadagur skráningar er sunnudagurinn 18. október 2009. Ekkert þátttökugjald er á málþinginu.

Prentvæna útgáfu dagskrár má finna á pdf - skjali.

Dagskrá

Kl. 9.00 ? 9.10 Ólöf Ýrr Atladóttir ? Setning málþings
Kl. 9.10 ? 9.30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ? Hagræn áhrif skipulags
Kl. 9.30 ? 9.50 Sigbjörn Kjartansson ? Deiliskipulag ? tilgangur ?
Kl. 9.50 ? 10.10 Egill Guðmundsson ? Vistvænir áningarstaðir
Kl. 10.10 ? 10.20 Regína Hreinsdóttir ? 252.362
Kl. 10.20 ? 10.40 KAFFI
Kl. 10.40 ? 10.50
Kl. 10.50 ? 11.10 Haukur Ingi Einarsson ? Staðardagsskrá í sveitarfélaginu Hornafirði - staða og stefna
                          Stefán Gíslason ? Sveitarfélög og fyrirtæki á sama báti
Kl. 11.10 ? 11.30 Sveinn Rúnar Traustason ? Stöðlun, vottun og skipulag ferðamannastaða
Kl. 11.30 ? 12.00 Umræður
Kl. 12.00 ? 13.00 HÁDEGISVERÐUR á Kaffihorninu og Mullers æfingar
Kl. 13.00 ? 13.40 Háskólasetrið á Hornafirði ? Þróun sjálfbærar ferðaþjónustu
Kl. 13.40 ? 14.00 Berglind Viktorsdóttir, F.B. ? Reynsla F.B. af Green Globe vottunarferlinu
Kl. 14.00 ? 14.20 Erna Hauksdóttir, SAF ? Hugvekja um umhverfis- og skipulagsmál
Kl. 14.20 ? 14.40 Anna Dóra Hermannsdóttir á Klængshól ? Jarðerni
Kl. 14.40 ? 15.00 KAFFI
Kl. 15.00 ? 16.30 Pallborðsumræður
Kl. 16.30 ? 16.40 Rósa Björk Halldórsdóttir ? Lokaorð og ráðstefnu slitið