Sameiginlegur fundur forstöðumanna markaðsstofa

Sameiginlegur fundur forstöðumanna markaðsstofa
Markaðsstofur funda

Síðastliðinn föstudag funduðu forstöðumenn allra markaðsstofa landshlutanna hjá Ferðamálastofu í Reykjavík. Þar var farið yfir ýmis sameiginleg málefni og stilltir saman strengir varðandi skipulag starfsins framundan.

Meðal annars hitti hópurinn Rögnvald Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Kynnti Rögnvaldur rannsóknir og kannanir í ferðaþjónustu sem fyrirtækið hefur unnið og mögulega nýtingu landshlutanna á þeim.  Anna Sverrisdóttir, fulltrúi SAF í verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, kynnti vinnuna sem fer fram á þeim vettvangi og hvatti landshlutanna til að vera vel vakandi í þessum efnum.

Þá var farið yfir vefmál en nú hafa allir landshlutar opnað nýjar vefsíður sem byggja á sambærilegu útliti og virkni. Halldór Arinbjarnarson, vefstjóri Ferðamálastofu, sat fundinn og voru ræddar leiðir til að efla og skerpa á samstarfi Ferðamálastofu og landshlutanna í vefmálum. Voru aðilar sammála um að þar liggja spennandi tækifæri sem þarf að nýta í sameiningu. Þá var einnig fyrir yfir markaðsmálin með þeim Jóni Gunnari Borgþórssyni, forstöðumanni markaðssviðs Ferðamálastofu, og Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra.

Frá vinstri: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Ásbjörn Björgvinsson Norðurlandi, Sif Gunnarsdóttir Höfuðborgarstofu, Jónas Guðmundsson Vesturlandi, Jón Páll Hreinsson Vestfjörðum, Ólafur Hilmarsson Suðurlandi, Kristján Pálsson Suðurnesjum, Ásta Þorleifsdóttir Austurlandi og Jón Gunnar Borgþórsson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu.þ
 


Athugasemdir