Fara í efni

Að segja sögur - sagnanámskeið

FolkiGonguferd
FolkiGonguferd

Fjallað verður um þær fjölmörgu leiðir þar sem nýta má sögur, t.d. í ferðaþjónustu, safnastarfsemi, í starfi með börnum og unglingum, með eldri borgurum og í allskyns menningarstarfsemi.

Ætlunin er að auðvelda þátttakendum að velja þann vettvang sem höfðar til hvers og eins. Námskeiðið hefst föstudaginn 9. okt., kl. 20:00 og lýkur á laugardagskvöldinu 10. okt. kl. 20:30 með óformlegri sagnavöku. Námskeiðið er haldið á Húsabakka í Svarfaðardal á vegum Náttúruseturs á Húsabakka og Sagnamiðstöðvar Íslands í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Námskeiðið er styrkt af Menningarráði Eyþings Allar nánari upplýsingar og skráning í síma 865-7571 og á www.simey.is