Tölfræðibæklingur Ferðamálastofu kominn út

Tölfræðibæklingur Ferðamálastofu kominn út
Tölfræðibækl - fors okt09

Ný útgáfa af tölfræðibæklingi Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er nú komin út. Ferðamálastofa stefnir á að auka miðlun tölfræðilegra upplýsinga er varða atvinnugreinina og verður bæklingurinn endurnýjaður um það bil ársfjórðungslega.

Tölfræðibæklingurinn er gefinn út á rafrænu formi sem PDF-skjal. Byrjað var á íslenskri útgáfu en innan skamms mun ensk útgáfa einnig bætast við. Verður enska útgáfan aðgengileg á ferðavefnum visiticeland.com og hún verður einnig send helstu samstarfsaðilum erlendis.

Í bæklingnum eru teknar saman og settar fram í myndrænu formi ýmsar tölulegar staðreyndir um íslenska ferðaþjónustu, fjölda erlendra ferðamanna og ferðahegðun þeirra. Helstu heimildir eru kannanir Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna, talning ferðamanna í Leifsstöð og tölur frá Seðlabankanum og Hagstofunni. Meðal þess sem sjá má í bæklingnum er:

? Hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu
? Ársverk í ferðaþjónustu
? Útflutningstekjur helstu atvinnugreina
? Tekjur af erlendum ferðamönnum
? Komur erlendra ferðamanna
? Ferðamenn eftir þjóðerni
? Árstíðabundnar breytingar komufarþega frá helstu markaðssvæðum
? Gistirými eftir landshlutum
? Nýting á gistirými
? Greining á ferðamönnum eftir kyni, aldri, starfi og tekjum
? Ákvörðunarferli vegna íslandsferðir og ástæður ferðar
? Hvaðan ferðamennirnir fá upplýsingar um landið
? Hvaða staði/svæði fólk heimsækir
? Hvort Íslandsferðin hafi staðið undir væntingum

Íslensk útgáfa: Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum (PDF-skjal 2,1 MB)


Athugasemdir