Verðmæt fjölmiðlaumfjöllun í Bandaríkjunum

Verðmæt fjölmiðlaumfjöllun í Bandaríkjunum
flugeldariReykjavik

Eins og fram hefur komið í  tölum um fjölda ferðamanna sem sækja landið heim þá hefur Bandaríkjamönnum fjölgað verulega síðustu mánuði. Bara í september var um fjórðungs aukning á milli ára.

Að sögn Einars Gústavssonar, forstöðumanns skrifstofu Ferðamálastofu í New York, hefur mikil umfjöllun um Ísland verið í gangi í fjölmiðlum undanfarið. ?Ég geri ráð fyrir að Ísaland verði áfram mjög áberandi hér fram eftir vetri þar sem fjölmargir blaðamenn á okkar vegum eru væntanlegir til landsins á næstu mánuðum. Þessar ferðir eru að skila okkur umfjöllun nánast daglega og er varla í frásögur færandi núorðið. Þó má sérstaklega geta þess að við fengum nærri heilsíðu umfjöllun um gamlárskvöld á Íslandi í nóvember/desemberhefti AARP Magazine, sem var að koma út, undir fyrirsögninni "Hot Deals for a Winter Vacation?. AARP magazine er útbreiddasta tímarít veraldar með yfir 25.000.000 áskrifendur og auglýsingarverð er 475.000 bandaríkjadlalir fyrir heilsíðu eða 60 miljónir króna,? segir Einar. 


Athugasemdir