Fara í efni

Fjöldi ferðamanna í október

Ferðamenn okt 09
Ferðamenn okt 09

Í nýliðnum októbermánuði fór 30.371 erlendur gestur úr landi um Leifsstöð, sem er 7,5% fækkun frá árinu áður.  Fækkunin nemur 2.455 gestum en mest er fækkunin frá fjarmörkuðum eða 26%.

Svipaður fjöldi kemur frá Norðurlöndunum, Mið- og Suður-Evrópu og Norður-Ameríku en lítilsháttar fækkun er frá Bretlandi. Samdráttur í utanferðum Íslendinga er hins vegar minni í október en aðra mánuði ársins, 14,6% færri Íslendingar fóru utan í október ár í samanburði við sama mánuð árið 2008.

Alls hafa 426 þúsund gestir farið frá landinu það sem af er árinu samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 330 færri gestir en á sama tímabili í fyrra. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu eftir þjóðerni.

Október eftir þjóðernum Janúar-október eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.535 2.946 411 16,2 Bandaríkin 36.745 40.007 3.262 8,9
Bretland 6.377 6.088 -289 -4,5 Bretland 61.472 52.898 -8.574 -13,9
Danmörk 2.909 3.024 115 4,0 Danmörk 36.766 37.336 570 1,6
Finnland 995 1.163 168 16,9 Finnland 9.994 10.919 925 9,3
Frakkland 850 889 39 4,6 Frakkland 24.578 27.334 2.756 11,2
Holland 1.191 1.312 121 10,2 Holland 17.173 17.569 396 2,3
Ítalía 312 275 -37 -11,9 Ítalía 9.741 12.251 2.510 25,8
Japan 455 491 36 7,9 Japan 5.538 6.040 502 9,1
Kanada 967 558 -409 -42,3 Kanada 10.152 10.648 496 4,9
Kína 555 532 -23 -4,1 Kína 5.100 4.839 -261