Fara í efni

Námsbraut í ferðamálum og þjónustu

geysir - litil
geysir - litil

Opni háskólinn við Háskólann í Reykjavík kynnir námsbraut í ferðamálum og þjónustu þar sem rýnt verður í helstu áskoranir og sóknarfæri ferðamarkaða. Markmið námsins er að nemendur öðlist skýra og hagnýta sýn á starfsemi ferðaþjónustu með áherslu á viðskiptafræðilegan grunn. Námið er hægt að taka samhliða vinnu og er ígildi 36 ECTS eininga.

"Beittu framsæknum stjórnunaraðferðum í vaxandi atvinnugrein og fangaðu tækifæri nýsköpunar í ferðamálum og þjónustu," segir í auglýsingu um námið.

  

VORÖNN 2010 HAUSTÖNN 2010
Ferðamálafræði: Kenningar og hagnýting Þjónustusamskipti og menningarlæsi
Rekstrarstjórnun og fjármál Stjórnun mannauðs
Markaðssetning og sala
Nýsköpun og vöruþróun / verkefna- og viðburðastjórnun

Kennslufyrirkomulag
Námið hefst 15. febrúar 2010 og því lýkur á haustönn 2010.
Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl.16:30 ? 20:00.

Kynningarfundur um námsbrautina verður haldinn þann 19. janúar kl.17:00-18:00 í húsnæði Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Rvk. (Ath. Fundinum hefur verið frestað að beiðni Opna Háskólans)

Opið fyrir umsóknir á www.opnihaskolinn.is

Nánari upplýsingar veitir: Salóme Guðmundsdóttir, verkefnastjóri
Sími: 599 6353 / salomeg@ru.is

Auglýsing um námið (PDF)