Fara í efni

Hlaut nafnið Harpa

Tónlsitarhúss
Tónlsitarhúss

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við hafnarbakkannn hefur fengið nafnið Harpa. Þetta var opinberað við hátíðlega athöfn í húsinu á föstudaginn. Það var Harpa Karen Antonsdóttir, 10 ára gömul stúlka, sem gaf húsinu nafnið.

Efnt var til samkeppni um nafn á húsið í febrúar í fyrra og létu viðbrögð ekki á sér standa. Alls bárust 4156 tillögur að nafni frá 1200 einstaklingum. 54 lögðu til að húsið fengi nafnið Harpa.